„Eftir höfðinu dansa limirnir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2025 13:48 Guðmundur Björgvin Helgason ríkiendurskoðandi. vísir/Lýður Valberg Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. Ríkisendurskoðandi kynnti ítarlega skýrslu undir nafninu, Landspítali - mönnun og flæði sjúklinga, fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Þar eru helstu vandamálin sem steðja að Landspítalanum og heilbrigðisþjónustu sundurliðuð og má þar helst nefna mönnunarvanda, skort á hjúkrunarheimilum og fráflæðisvanda. Mikilvægt að bretta upp ermar Skýrslunni var vel tekið af nefndarmönnum meirihlutans en nefndarmenn stjórnarandstöðunnar sóttu ekki fundinn. „Fyrir það fyrsta þá er þetta afar vönduð skýrsla. Og það er hægt að byggja á henni inn í framtíðina. Fráflæðisvandinn er dálítið sígildur í okkar viðfangsefni hvað heilbrigðisþjónustuna varðar og sömuleiðis þörfin á hjúkrunarheimilum. Það er hægt að leysa þetta og það er til peningur til að leysa þetta. Við þurfum bara að bretta upp ermar,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, nefndarmaður Samfylkingarinnar að fundi loknum. Fyrst og síðast að tala um ráðuneytið Guðmundur Björgvin Helgason ríkiendurskoðandi segir skorta að nálgast heilbrigðismálin með skipulögðum hætti og heildarstefnu. „Fyrst og síðast finnst mér skýrslan vera að fjalla um veikleika varðandi yfirstjórn heilbrigðismála. Þá er ég kannski fyrst og síðast að tala um ráðuneytið. Þar þarf að vera styrkari sýn og styrkari hönd. Eftir höfðinu dansa limirnir er sagt.“ Að mati Guðmundar er skýrslan gömul saga og ný. Um sé að ræða þekkt vandamál sem hafi verið uppi í fjölmörg ár. Mikilvægt sé að setja skýrari markmið og aðgerðaráætlanir. „Það þarf mun meira afl í stjórnsýsluna okkar. Það vantar meiri dýpt og sérfræðiþekkingu. Fólk fær hérna á Íslandi er með alveg gríðarlega víðtæka reynslu en við sköpum ekki sama sérfræðigrunn fyrir fólkið okkar og aðrir. Vandamálin sem blasa við okkur í dag eru svo mikið á dýptina.“ Komið gott af starfshópum, verkefnastjónum og spretthópum Í skýrslunni er tekið fram að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála við áskorunum tengd mönnun og afkastagetu Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar í heild. „Þetta er gamall vandi og stjórnsýslan í kringum hann á það til að einkennast af krísustjórnun. Það eru settir á laggirnar, starfshópar, verkefnastjórnir og spretthópar. En það gerist kannski ekkert voðalega mikið við grunn vandamálsins.“ Svandís Svavarsdóttir úr Vinstri grænum (t.v.) og Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokknum (t.h.) voru heilbrigðisráðherrar á þeim árum sem úttekt Ríkisendurskoðunar nær til.vísir Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
Ríkisendurskoðandi kynnti ítarlega skýrslu undir nafninu, Landspítali - mönnun og flæði sjúklinga, fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Þar eru helstu vandamálin sem steðja að Landspítalanum og heilbrigðisþjónustu sundurliðuð og má þar helst nefna mönnunarvanda, skort á hjúkrunarheimilum og fráflæðisvanda. Mikilvægt að bretta upp ermar Skýrslunni var vel tekið af nefndarmönnum meirihlutans en nefndarmenn stjórnarandstöðunnar sóttu ekki fundinn. „Fyrir það fyrsta þá er þetta afar vönduð skýrsla. Og það er hægt að byggja á henni inn í framtíðina. Fráflæðisvandinn er dálítið sígildur í okkar viðfangsefni hvað heilbrigðisþjónustuna varðar og sömuleiðis þörfin á hjúkrunarheimilum. Það er hægt að leysa þetta og það er til peningur til að leysa þetta. Við þurfum bara að bretta upp ermar,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, nefndarmaður Samfylkingarinnar að fundi loknum. Fyrst og síðast að tala um ráðuneytið Guðmundur Björgvin Helgason ríkiendurskoðandi segir skorta að nálgast heilbrigðismálin með skipulögðum hætti og heildarstefnu. „Fyrst og síðast finnst mér skýrslan vera að fjalla um veikleika varðandi yfirstjórn heilbrigðismála. Þá er ég kannski fyrst og síðast að tala um ráðuneytið. Þar þarf að vera styrkari sýn og styrkari hönd. Eftir höfðinu dansa limirnir er sagt.“ Að mati Guðmundar er skýrslan gömul saga og ný. Um sé að ræða þekkt vandamál sem hafi verið uppi í fjölmörg ár. Mikilvægt sé að setja skýrari markmið og aðgerðaráætlanir. „Það þarf mun meira afl í stjórnsýsluna okkar. Það vantar meiri dýpt og sérfræðiþekkingu. Fólk fær hérna á Íslandi er með alveg gríðarlega víðtæka reynslu en við sköpum ekki sama sérfræðigrunn fyrir fólkið okkar og aðrir. Vandamálin sem blasa við okkur í dag eru svo mikið á dýptina.“ Komið gott af starfshópum, verkefnastjónum og spretthópum Í skýrslunni er tekið fram að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála við áskorunum tengd mönnun og afkastagetu Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar í heild. „Þetta er gamall vandi og stjórnsýslan í kringum hann á það til að einkennast af krísustjórnun. Það eru settir á laggirnar, starfshópar, verkefnastjórnir og spretthópar. En það gerist kannski ekkert voðalega mikið við grunn vandamálsins.“ Svandís Svavarsdóttir úr Vinstri grænum (t.v.) og Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokknum (t.h.) voru heilbrigðisráðherrar á þeim árum sem úttekt Ríkisendurskoðunar nær til.vísir
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira