Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2025 14:01 Bílastæðin umræddu fyrir framan Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði þar sem lögreglustöðin er nú til húsa. Já.is Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur hafnað beiðni lögreglustjórans á Vestfjörðum um tímabundin einkastæði í Hafnarstræti fyrir lögregluna sem neyddist til að flytja starfstöð sína vegna myglu. Forgangsakstur lögreglu fari illa saman við götulokun fyrir gangandi vegfarendur. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, sendi nefndinni tölvupóst þann 11. júní síðastliðinn með ósk um tímabundin afnot af fimm bílastæðum við Hafnarstræti sem liggur í gegnum miðbæ Ísafjarðar. Stæðin eru fyrir utan Stjórnsýsluhúsið svokallaða við Hafnarstræti 1. Helgi vísar til þess í bréfi sínu að mygla hafi komið upp á lögreglustöðinni í næsta nágrenni og lögreglan þurft að flytja alla starfsemi sína yfir í Stjórnsýsluhúsið. Þeim flutningum sé að mestu lokið. Inngangurinn á lögreglustöðinni áður en flytja þurfti hana vegna myglu.Vísir/Anton Brink Vegna flutninganna verði inngangur á lögreglustöðina nú Hafnarstrætismegin en þar séu fimm skammtímastæði sem sem virðist notuð sem langtímastæði fyrir fólk sem starfi í nágrenninu og virði alls ekki tilmæli um skammtímalagningu. Lögregla óski eftir því að fá þessi stæði sem einkastæði lögreglu og verði merkt sem slík. Lögregla lætur þess getið að hún geti ekki sektað fyrir brot gegn umræddri skammtímalagningu. Auk þess séu stæðin svo illa merkt að ökumenn komist upp með að leggja tveimur bílum á svæði sem virðist ekki ætlað til að lagt sé á. Helgi segir nauðsynlegt að merkja stæðin betur en sjötta stæði, ætlað fólki sem glímir við fötlun, geti haldið sér. Helgi segir að næstu misserin verði tuttugu til þrjátíu manns starfandi í Stjórnsýsluhúsinu en til frambúðar um tíu manns. Hafnarstrætið verði eftir breytingarnar aðalinngangur á lögreglustöðina og móttaka. Skemmtiferðaskip í höfn á Ísafirði.Vísir/ArnarHalldórs „Ég sé fyrir mér að þetta yrði tímabundið, þar til aðstæður breytast hjá okkur, en í framhaldi af bráðabirgðalagfæringum á „nýju“ löggustöðinni, mun verða farið í umfangsmiklar breytingar á „gamla“ hlutanum og á meðan á þeim lagfæringum stendur, þ.m.t. byggingu á tengibyggingu á milli gamla og nýja hlutans, mun portið fyrir framan bílskúrinn okkar ekki nýtast okkur vegna umferðar iðnaðarmanna og búnaðar þeirra. Meðan á þessu stendur munum við alfarið þurfa að nota aðalinnganginn í Hafnarstrætinu,“ segir Helgi. Þá bætir hann við að það geti stytt útkallstíma lögreglu séu bílastæðin ekki langt í burtu. „Og að lögreglumenn þurfi ekki að byrja á því að leita að lögreglubílum í bílastæðum í nágrenninu, þegar útkall kemur. Ég tel því að rök um öryggissjónarmið eigi við um þessa beiðni mína.“ Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti ekki tímabundin afnot lögreglu á bílastæðunum til að stytta útkallstíma. Nefndin sagði götulokun fyrir gangandi vegfarendur og forgangsakstur fara illa saman. Þar vísar nefndin til þess að Hafnarstrætinu er að stórum hluta lokað þegar fjölmennt er í bænum sem gerist reglulega yfir sumarið þegar stór skemmtiferðaskip eru í höfn. Fréttastofa ræddi við ferðamenn í bænum sumarið 2023. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að finna betri lausn að tímabundnum stæðum með lögreglustjóra. Ísafjarðarbær Lögreglan Bílastæði Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Sjá meira
Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, sendi nefndinni tölvupóst þann 11. júní síðastliðinn með ósk um tímabundin afnot af fimm bílastæðum við Hafnarstræti sem liggur í gegnum miðbæ Ísafjarðar. Stæðin eru fyrir utan Stjórnsýsluhúsið svokallaða við Hafnarstræti 1. Helgi vísar til þess í bréfi sínu að mygla hafi komið upp á lögreglustöðinni í næsta nágrenni og lögreglan þurft að flytja alla starfsemi sína yfir í Stjórnsýsluhúsið. Þeim flutningum sé að mestu lokið. Inngangurinn á lögreglustöðinni áður en flytja þurfti hana vegna myglu.Vísir/Anton Brink Vegna flutninganna verði inngangur á lögreglustöðina nú Hafnarstrætismegin en þar séu fimm skammtímastæði sem sem virðist notuð sem langtímastæði fyrir fólk sem starfi í nágrenninu og virði alls ekki tilmæli um skammtímalagningu. Lögregla óski eftir því að fá þessi stæði sem einkastæði lögreglu og verði merkt sem slík. Lögregla lætur þess getið að hún geti ekki sektað fyrir brot gegn umræddri skammtímalagningu. Auk þess séu stæðin svo illa merkt að ökumenn komist upp með að leggja tveimur bílum á svæði sem virðist ekki ætlað til að lagt sé á. Helgi segir nauðsynlegt að merkja stæðin betur en sjötta stæði, ætlað fólki sem glímir við fötlun, geti haldið sér. Helgi segir að næstu misserin verði tuttugu til þrjátíu manns starfandi í Stjórnsýsluhúsinu en til frambúðar um tíu manns. Hafnarstrætið verði eftir breytingarnar aðalinngangur á lögreglustöðina og móttaka. Skemmtiferðaskip í höfn á Ísafirði.Vísir/ArnarHalldórs „Ég sé fyrir mér að þetta yrði tímabundið, þar til aðstæður breytast hjá okkur, en í framhaldi af bráðabirgðalagfæringum á „nýju“ löggustöðinni, mun verða farið í umfangsmiklar breytingar á „gamla“ hlutanum og á meðan á þeim lagfæringum stendur, þ.m.t. byggingu á tengibyggingu á milli gamla og nýja hlutans, mun portið fyrir framan bílskúrinn okkar ekki nýtast okkur vegna umferðar iðnaðarmanna og búnaðar þeirra. Meðan á þessu stendur munum við alfarið þurfa að nota aðalinnganginn í Hafnarstrætinu,“ segir Helgi. Þá bætir hann við að það geti stytt útkallstíma lögreglu séu bílastæðin ekki langt í burtu. „Og að lögreglumenn þurfi ekki að byrja á því að leita að lögreglubílum í bílastæðum í nágrenninu, þegar útkall kemur. Ég tel því að rök um öryggissjónarmið eigi við um þessa beiðni mína.“ Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti ekki tímabundin afnot lögreglu á bílastæðunum til að stytta útkallstíma. Nefndin sagði götulokun fyrir gangandi vegfarendur og forgangsakstur fara illa saman. Þar vísar nefndin til þess að Hafnarstrætinu er að stórum hluta lokað þegar fjölmennt er í bænum sem gerist reglulega yfir sumarið þegar stór skemmtiferðaskip eru í höfn. Fréttastofa ræddi við ferðamenn í bænum sumarið 2023. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að finna betri lausn að tímabundnum stæðum með lögreglustjóra.
Ísafjarðarbær Lögreglan Bílastæði Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Sjá meira