Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júlí 2025 14:24 Sean „Diddy“ Combs í dómsal. AP Kviðdómur í New York í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sean „Diddy“ Combs sé sekur í tveimur af fimm ákæruliðum, og saklaus af þremur. Combs er sagður hafa steytt hnefann meðan kviðdómurinn las upp úrskurð sinn. Combs var ákærður fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fyrir að standa að fólksflutningum vegna vændis. Hann neitaði alfarið sök en gaf ekki skýrslu fyrir dómi. Brotin sem hann var ákærður fyrir voru meðal annars sögð beinast að Casöndru Ventura, tónlistarkonu og fyrrverandi kærustu Combs. Réttarhöldin í málinu stóðu yfir í tvo mánuði og báru 34 manns vitni. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sannað að Combs hefði gerst sekur um skipulagða glæpastarfsemi, né fyrir mansal. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir tvo ákæurliði, sem vörðuðu það að standa að fólksflutningum vegna vændis. Niðurstaða kviðdómsins Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur Það tók kviðdóminn þrettán klukkustundir að komast að þessari niðurstöðu. Dómari á eftir að ákveða um refsingu Combs. New York Times lýsir því hvernig Combs brást við upplestri kviðdómsins. Hann mun hafa snúið sér að fjölskyldu sinni og lagt lófa sína saman, í bænastellingu. Síðan hafi hann steytt hægri hnefa sinn upp í loft. Á meðan meðlimir kviðdómsins staðfestu að þeir væru sammála þessari niðurstöðu hafi Combs kinkað kolli. Síðan hafi hann aftur lagt lófa sína saman og sagt við kviðdóminn: „Takk fyrir, takk fyrir.“ Í kjölfar þess að niðurstaða kviðdómsins hefur legið fyrir hafa ákæruvaldið og verjandi Combs deilt um hvort rétt sé að sleppa honum úr haldi eða ekki. Dómarinn sagðist þurfa umhugsunarfrest varðandi það. Að mati ákæruvaldsins á Combs tuttugu ára fangelsisvist yfir höfði sér, en að sögn saksóknara verðskulda ákæruliðirnir sem hann var sakfelldur fyrir hvor um sig tíu ára fangelsisrefsingu. Fréttin hefur verðið uppfærð. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Combs var ákærður fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fyrir að standa að fólksflutningum vegna vændis. Hann neitaði alfarið sök en gaf ekki skýrslu fyrir dómi. Brotin sem hann var ákærður fyrir voru meðal annars sögð beinast að Casöndru Ventura, tónlistarkonu og fyrrverandi kærustu Combs. Réttarhöldin í málinu stóðu yfir í tvo mánuði og báru 34 manns vitni. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sannað að Combs hefði gerst sekur um skipulagða glæpastarfsemi, né fyrir mansal. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir tvo ákæurliði, sem vörðuðu það að standa að fólksflutningum vegna vændis. Niðurstaða kviðdómsins Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur Það tók kviðdóminn þrettán klukkustundir að komast að þessari niðurstöðu. Dómari á eftir að ákveða um refsingu Combs. New York Times lýsir því hvernig Combs brást við upplestri kviðdómsins. Hann mun hafa snúið sér að fjölskyldu sinni og lagt lófa sína saman, í bænastellingu. Síðan hafi hann steytt hægri hnefa sinn upp í loft. Á meðan meðlimir kviðdómsins staðfestu að þeir væru sammála þessari niðurstöðu hafi Combs kinkað kolli. Síðan hafi hann aftur lagt lófa sína saman og sagt við kviðdóminn: „Takk fyrir, takk fyrir.“ Í kjölfar þess að niðurstaða kviðdómsins hefur legið fyrir hafa ákæruvaldið og verjandi Combs deilt um hvort rétt sé að sleppa honum úr haldi eða ekki. Dómarinn sagðist þurfa umhugsunarfrest varðandi það. Að mati ákæruvaldsins á Combs tuttugu ára fangelsisvist yfir höfði sér, en að sögn saksóknara verðskulda ákæruliðirnir sem hann var sakfelldur fyrir hvor um sig tíu ára fangelsisrefsingu. Fréttin hefur verðið uppfærð.
Niðurstaða kviðdómsins Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46
Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01
Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09