Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2025 19:45 Sandra B. Franks, formaður sjúkraliðafélags Íslands. vísir Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. Dökk mynd er dreginn upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi síðustu ár. Landspítalinn hafi búið við „ofurálag“ allan seinni hluta síðasta árs. Ekki er gert ráð fyrir slíku ástandi nema í undantekningartilfellum. Segir félagið tala fyrir daufum eyrum Skýrslan var kynnt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að heilbrigðisráðuneytið ráðist á rót vandans að fundi loknum. Í skýrslunni er fjallað um umfangsmikinn mönnunarvanda en ekki hefur verið mögulegt að fullmanna stöðugildi sem fjárhagsáætlanir Landspítalans gera ráð fyrir. Verst er staðan hjá sjúkraliðum þar sem vantar í 379 stöður. Sandra B. Franks, formaður félags sjúkraliða fagnar skýrslunni. Félagið hafi varað við þessari þróun til margra ára en talað fyrir daufum eyrum. „Ég myndi segja að þetta væri vandamál Landspítalans. Sjúkraliðar eru til í kerfinu. Það eru um 4000 sjúkraliðar með starfsleyfi sem sjúkraliðar en margir hafa kosið að vera við eitthvað allt annað en að starfa í faginu. Það eru einhverjar ástæður fyrir því sem við vitum alveg hverjar eru. Það eru allt of lág laun, það eru litlir starfsþróunarmöguleikar. Það er kerfisbundið vanmat á vinnuframlagi stéttarinnar.“ Miður sín vegna stöðunnar Um alvarlega stöðu sé að ræða. „Þú getur rétt ímyndað þér að fá þjónustu hjá fagfólki sem er fagmenntað að sinna öðru fólki eða hjá þeim sem hafa ekki þessa þekkingu. Það er náttúrulega alveg himinn og haf. Bæði að vinna með þannig fólki og þiggja þjónustu þessara aðila.“ Hún biðlar til stjórnvalda að ráðast í aðgerðir til að bæta kjör stéttarinnar og hvetja til frekari nýliðunar. Á næstu 15 árum munu 40 prósent félagsmanna eldast úr faginu að sögn Söndru. Hvaða afleiðingar mun það hafa ef það verður ekki bætt úr þessu á komandi árum? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það fari bara allt í skrúfuna. Ég er bara alveg miður mín yfir þessari stöðu.“ Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Dökk mynd er dreginn upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi síðustu ár. Landspítalinn hafi búið við „ofurálag“ allan seinni hluta síðasta árs. Ekki er gert ráð fyrir slíku ástandi nema í undantekningartilfellum. Segir félagið tala fyrir daufum eyrum Skýrslan var kynnt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að heilbrigðisráðuneytið ráðist á rót vandans að fundi loknum. Í skýrslunni er fjallað um umfangsmikinn mönnunarvanda en ekki hefur verið mögulegt að fullmanna stöðugildi sem fjárhagsáætlanir Landspítalans gera ráð fyrir. Verst er staðan hjá sjúkraliðum þar sem vantar í 379 stöður. Sandra B. Franks, formaður félags sjúkraliða fagnar skýrslunni. Félagið hafi varað við þessari þróun til margra ára en talað fyrir daufum eyrum. „Ég myndi segja að þetta væri vandamál Landspítalans. Sjúkraliðar eru til í kerfinu. Það eru um 4000 sjúkraliðar með starfsleyfi sem sjúkraliðar en margir hafa kosið að vera við eitthvað allt annað en að starfa í faginu. Það eru einhverjar ástæður fyrir því sem við vitum alveg hverjar eru. Það eru allt of lág laun, það eru litlir starfsþróunarmöguleikar. Það er kerfisbundið vanmat á vinnuframlagi stéttarinnar.“ Miður sín vegna stöðunnar Um alvarlega stöðu sé að ræða. „Þú getur rétt ímyndað þér að fá þjónustu hjá fagfólki sem er fagmenntað að sinna öðru fólki eða hjá þeim sem hafa ekki þessa þekkingu. Það er náttúrulega alveg himinn og haf. Bæði að vinna með þannig fólki og þiggja þjónustu þessara aðila.“ Hún biðlar til stjórnvalda að ráðast í aðgerðir til að bæta kjör stéttarinnar og hvetja til frekari nýliðunar. Á næstu 15 árum munu 40 prósent félagsmanna eldast úr faginu að sögn Söndru. Hvaða afleiðingar mun það hafa ef það verður ekki bætt úr þessu á komandi árum? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það fari bara allt í skrúfuna. Ég er bara alveg miður mín yfir þessari stöðu.“
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira