Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Aron Guðmundsson skrifar 2. júlí 2025 23:17 Svekkjandi kvöld í Thun vísir / anton brink Ef ég hefði skrifað upp dæmi um afleita byrjun á Evrópumóti hjá íslenska landsliðinu fyrir mót þá hefði það líklegast geta innihaldið tap gegn Finnum og tilþrifalitla frammistöðu, að besti leikmaður liðsins myndi þurfa að yfirgefa völlinn og svo til þess að toppa eymdina gætum við misst leikmann af velli með rautt spjald. Það má með sanni segja að byrjun íslenska landsliðsins á þessu Evrópumóti í Sviss hafi ekki staðist væntingar. 1-0 tap gegn Finnum þar sem að lítið gekk upp, í leik þar sem að flestir sáu okkar besta möguleika á sigri í riðlinum. Frammistaðan ekkert til að hrópa húrra fyrir, jú einhverjir kaflar inn á milli sem gætu talist fínir en á heildina litið var þetta bara ekki nógu gott. Fyrstu mínúturnar lofuðu góðu og ég fékk þá tilfinningu að við myndum láta þær finnsku finna fyrir því. Það snerist fljótt í andhverfu sína. Við fórum fljótt að elta í þessum leik, fram á við virkuðu sóknir okkar allt of tilviljanakenndar þar sem boltanum var flengt fram án þess að nokkur leikmaður hefði átt möguleika á því að elta hann uppi og hefði engu skipt ef sá leikmaður byggi yfir hraða spretthlauparans Usain Bolt þegar að hann var á hátindi síns ferils. Farin var leið eitt og vonað það besta og lengi vel fundum við ekki okkar hættulegustu og mest skapandi leikmenn í þeim Sveindísi Jane og Karólínu Leu. Þegar að það tókst hins vegar þá skapaðist hætta. Mér fannst við sýna andstæðingum okkar allt of mikla virðingu, trekk í trekk vorum við langt frá okkar mönnum á hættusvæði. Ég segi ekki að þetta hafi verið þannig staða að Finnarnir hefðu geta tekið við boltanum við vítateig Íslands, farið í sánu, og svo haldið áfram með sókn sína en mikið ofboðslega fengu þær að gera bara nákvæmlega það sem að þær vildu úti á köntunum. Það kom í bakið á okkur í markinu sem að Finnarnir skora, sigurmarkið á silfurfati. Leiðinlegt að segja þetta en maður beið eftir því að þetta myndi gerast. Við höfðum sloppið með skrekkinn í svipuðum aðstæðum áður Við skulum ekki draga úr því hversu mikið áfall það er fyrir liðið að missa leiðtoga sinn af velli í hálfleik, Glódísi Perlu einn besta varnarmann í heimi. Sem betur fer er hnéð ekki að angra hana heldur maginn þó maður óski engum að eiga við magakveisu. Vonandi fyrir Ísland og framhald okkar á mótinu nær hún heilsu fyrir næsta leik á sunnudaginn. Það segir mikið um Glódísi að hún hafi spilað þennan leik og reynt eftir fremsta megni að komast í gegnum hann þjáð. Hún er til í að leggja allt í sölurnar. Áður en að Finnar skora markið missum við Hildi Antonsdóttur af velli með rautt spjald, við fyrstu sýn telur maður um rétta ákvörðun að ræða en það segir mikið um frammistöðu Íslands að leikur liðsins varð öflugri einum manni færri. Hvað nú? Norðmenn unnu Sviss í hinum leik riðilsins í kvöld og mætast því tvö stigalausu lið riðilsins á sunnudaginn í Bern þegar að Sviss og Ísland eigast við. Það er hægara sagt en gert að ná í sigur gegn gestgjöfunum sem geta treyst á stuðning mörg þúsunda svissneskra stuðningsmanna úr stúkunni en er það ekki bara akkúrat rétta svarið í þessari stöðu? Stelpurnar vita það manna best að þær geta mun betur. Nú þarf að sýna það svo að draumurinn um sæti í átta liða úrslitum lifi. Þetta verður erfitt en miði er möguleiki. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Það má með sanni segja að byrjun íslenska landsliðsins á þessu Evrópumóti í Sviss hafi ekki staðist væntingar. 1-0 tap gegn Finnum þar sem að lítið gekk upp, í leik þar sem að flestir sáu okkar besta möguleika á sigri í riðlinum. Frammistaðan ekkert til að hrópa húrra fyrir, jú einhverjir kaflar inn á milli sem gætu talist fínir en á heildina litið var þetta bara ekki nógu gott. Fyrstu mínúturnar lofuðu góðu og ég fékk þá tilfinningu að við myndum láta þær finnsku finna fyrir því. Það snerist fljótt í andhverfu sína. Við fórum fljótt að elta í þessum leik, fram á við virkuðu sóknir okkar allt of tilviljanakenndar þar sem boltanum var flengt fram án þess að nokkur leikmaður hefði átt möguleika á því að elta hann uppi og hefði engu skipt ef sá leikmaður byggi yfir hraða spretthlauparans Usain Bolt þegar að hann var á hátindi síns ferils. Farin var leið eitt og vonað það besta og lengi vel fundum við ekki okkar hættulegustu og mest skapandi leikmenn í þeim Sveindísi Jane og Karólínu Leu. Þegar að það tókst hins vegar þá skapaðist hætta. Mér fannst við sýna andstæðingum okkar allt of mikla virðingu, trekk í trekk vorum við langt frá okkar mönnum á hættusvæði. Ég segi ekki að þetta hafi verið þannig staða að Finnarnir hefðu geta tekið við boltanum við vítateig Íslands, farið í sánu, og svo haldið áfram með sókn sína en mikið ofboðslega fengu þær að gera bara nákvæmlega það sem að þær vildu úti á köntunum. Það kom í bakið á okkur í markinu sem að Finnarnir skora, sigurmarkið á silfurfati. Leiðinlegt að segja þetta en maður beið eftir því að þetta myndi gerast. Við höfðum sloppið með skrekkinn í svipuðum aðstæðum áður Við skulum ekki draga úr því hversu mikið áfall það er fyrir liðið að missa leiðtoga sinn af velli í hálfleik, Glódísi Perlu einn besta varnarmann í heimi. Sem betur fer er hnéð ekki að angra hana heldur maginn þó maður óski engum að eiga við magakveisu. Vonandi fyrir Ísland og framhald okkar á mótinu nær hún heilsu fyrir næsta leik á sunnudaginn. Það segir mikið um Glódísi að hún hafi spilað þennan leik og reynt eftir fremsta megni að komast í gegnum hann þjáð. Hún er til í að leggja allt í sölurnar. Áður en að Finnar skora markið missum við Hildi Antonsdóttur af velli með rautt spjald, við fyrstu sýn telur maður um rétta ákvörðun að ræða en það segir mikið um frammistöðu Íslands að leikur liðsins varð öflugri einum manni færri. Hvað nú? Norðmenn unnu Sviss í hinum leik riðilsins í kvöld og mætast því tvö stigalausu lið riðilsins á sunnudaginn í Bern þegar að Sviss og Ísland eigast við. Það er hægara sagt en gert að ná í sigur gegn gestgjöfunum sem geta treyst á stuðning mörg þúsunda svissneskra stuðningsmanna úr stúkunni en er það ekki bara akkúrat rétta svarið í þessari stöðu? Stelpurnar vita það manna best að þær geta mun betur. Nú þarf að sýna það svo að draumurinn um sæti í átta liða úrslitum lifi. Þetta verður erfitt en miði er möguleiki.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira