Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. júlí 2025 07:32 „Þið eruð nú meiri andsk… kommarnir þið þarna í Viðreisn! Hækkið skatta um 100% á útvalda aðila, þetta er bara eignaupptaka og bara Sovét gerræði!!“ Þetta og margt fleira misjafnt hef ég sem Viðreisnarmaður fengið að heyra frá góðu fólki sem telur sig tilheyra hinu íhaldsama hægri. Mest allt vinir mínir og kunningjar, gott fólk sem mér þykir vænt um. Ég ákvað því að staldra við og ræða veiðigjöldin við góðan kunningja minn íhaldsmegin í lífinu sem er ekki kátur með leiðréttingu veiðigjaldi. Hann vill ekki einu sinni kalla þetta leiðréttingu heldur eignaupptöku. Ég spurði hann hvað hann ætti við með eignaupptöku því samkvæmt stjórnarskránni þá væri þjóðin eigandi en ekki útgerðin. Hvernig gæti eigandi auðlindarinnar framið eignaupptöku hjá leigjandanum? Hann svaraði ekki en vildi meina að ég væri með útúrsnúninga og gaslýsingu. Hann sagði að útgerðin væri fyrir löngu búin að greiða fullt gjald fyrir kvótann. Ég spurði hann þá að því hvort hann væri hlynntur leiguþaki á húsnæðismarkaðnum? Hann fussaði og sveiaði og kallaði leiguþak bölvaðan sósíalisma og gróft brot á eignaréttinum. Þar erum við reyndar sammála. En nú hefur leiguverð margfaldast á nokkrum árum og leiguverð tekur ekki mið af greiðslugetu leigjandans eða tekjum hans. Auðvitað ekki, húsnæðismarkaðurinn og leigumarkaðurinn lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar. Nú þegar mikil umframeftirspurn hefur ríkt, þá hækkar leiguverðið og eigendur húsnæðis þéna meira á eign sinni. Af hverju á þá að vera leiguþak á veiðiheimildum? Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind. Eigandi auðlindarinnar telur að takmarka þurfi veiðar. Leiguverðið hækkar því í væntanlega. En ólíkt húsnæðismarkaðnum er hér leiguþak. Útgerðin greiðir það verð sem útgerðin telur sig geta greitt, ólíkt leigjendum á húsnæðismarkaði. Þá spyr ég í einfeldni minni: Hver er sósíalistinn hér? Mitt svar er einfalt, það eru hægri íhaldsmenn. Því það er hægt að kalla sig hvað sem er, það sem skilgreinir mann eru hugmyndir manns og athafnir. Ég vil því kasta fram hugtakinu hægri sósíalisti. Írónían er nefnilega sú að margir útgerðamenn hafa fjárfest á húsnæðismarkaði og sitja hinum megin borðsins þar og hafa hagnast ansi vel á því að leigja út fasteignir sínar á markaðsverði. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Breytingar á veiðigjöldum Viðreisn Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
„Þið eruð nú meiri andsk… kommarnir þið þarna í Viðreisn! Hækkið skatta um 100% á útvalda aðila, þetta er bara eignaupptaka og bara Sovét gerræði!!“ Þetta og margt fleira misjafnt hef ég sem Viðreisnarmaður fengið að heyra frá góðu fólki sem telur sig tilheyra hinu íhaldsama hægri. Mest allt vinir mínir og kunningjar, gott fólk sem mér þykir vænt um. Ég ákvað því að staldra við og ræða veiðigjöldin við góðan kunningja minn íhaldsmegin í lífinu sem er ekki kátur með leiðréttingu veiðigjaldi. Hann vill ekki einu sinni kalla þetta leiðréttingu heldur eignaupptöku. Ég spurði hann hvað hann ætti við með eignaupptöku því samkvæmt stjórnarskránni þá væri þjóðin eigandi en ekki útgerðin. Hvernig gæti eigandi auðlindarinnar framið eignaupptöku hjá leigjandanum? Hann svaraði ekki en vildi meina að ég væri með útúrsnúninga og gaslýsingu. Hann sagði að útgerðin væri fyrir löngu búin að greiða fullt gjald fyrir kvótann. Ég spurði hann þá að því hvort hann væri hlynntur leiguþaki á húsnæðismarkaðnum? Hann fussaði og sveiaði og kallaði leiguþak bölvaðan sósíalisma og gróft brot á eignaréttinum. Þar erum við reyndar sammála. En nú hefur leiguverð margfaldast á nokkrum árum og leiguverð tekur ekki mið af greiðslugetu leigjandans eða tekjum hans. Auðvitað ekki, húsnæðismarkaðurinn og leigumarkaðurinn lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar. Nú þegar mikil umframeftirspurn hefur ríkt, þá hækkar leiguverðið og eigendur húsnæðis þéna meira á eign sinni. Af hverju á þá að vera leiguþak á veiðiheimildum? Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind. Eigandi auðlindarinnar telur að takmarka þurfi veiðar. Leiguverðið hækkar því í væntanlega. En ólíkt húsnæðismarkaðnum er hér leiguþak. Útgerðin greiðir það verð sem útgerðin telur sig geta greitt, ólíkt leigjendum á húsnæðismarkaði. Þá spyr ég í einfeldni minni: Hver er sósíalistinn hér? Mitt svar er einfalt, það eru hægri íhaldsmenn. Því það er hægt að kalla sig hvað sem er, það sem skilgreinir mann eru hugmyndir manns og athafnir. Ég vil því kasta fram hugtakinu hægri sósíalisti. Írónían er nefnilega sú að margir útgerðamenn hafa fjárfest á húsnæðismarkaði og sitja hinum megin borðsins þar og hafa hagnast ansi vel á því að leigja út fasteignir sínar á markaðsverði. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar