Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 3. júlí 2025 10:00 Það eru til ákvæði í lögum sem eru svo öflug að þau ættu einungis að vera dregin fram þegar öll önnur úrræði eru þrotin. Eitt slíkt er svokallað „kjarnorkuákvæði“ Alþingis, 71. grein þingskapalaga, sem heimilar meirihluta þingsins að kalla tafarlaust til atkvæðagreiðslu og þannig loka umræðu um tiltekið mál – jafnvel þótt margir þingmenn eigi enn eftir að koma að eða ljúka máli sínu. Þetta er neyðarhemill lýðræðisins – en jafnframt hættulegt vopn, ef því er beitt af léttúð eða pólitískum ásetningi. Þungt vægi þeirra mála sem ákvæðinu er beitt á. Það er engin tilviljun að kjarnorkuákvæðinu hefur aðeins verið beitt tvisvar í lýðveldissögunni: fyrst árið 1949 þegar Ísland gekk í NATO, og svo árið 1959 til að tryggja afgreiðslu fjárlaga fyrir áramót. Í bæði skiptin var um að ræða mál sem snerust um sjálfa tilveru ríkisins og samfélagsins – þjóðaröryggi og grunnstoðir ríkisrekstrar. Fjárlög þurfa samkvæmt lögum að liggja fyrir 1. janúar ár hvert, annars stöðvast rekstur ríkisins. Þannig er ljóst að ákvæðið á aðeins við þegar brýnustu hagsmunir þjóðarinnar eru í húfi. Aðför að lýðræðinu – alvarleg hætta og andlýðræðisleg valdbeiting. Nú eru stjórnarliðar og sumir fræðimenn farnir að tala um að beita þessu aflsmunarvopni – kjarnorkuákvæðinu – til að þröngva í gegn veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það er ekki bara fordæmalaust, heldur bein ógn við lýðræðið sjálft. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt af nær öllum rúmlega 80 umsagnaraðilum, sem vara við alvarlegum afleiðingum fyrir sjávarútveg og byggðir landsins. Forsendur og útreikningar frumvarpsins hafa verið rangar frá upphafi, þrisvar sinnum leiðréttar og gjaldið hækkað stórkostlega. Umsagnaraðilum hefur þó verið meinað að koma með nýjar athugasemdir, þrátt fyrir þessar breytingar. Hér er ekki bara verið að kæfa lýðræðislega umræðu, heldur beita þvingunum til að koma illa unnu og vafasömu máli í gegn. Ef kjarnorkuákvæðinu verður beitt í slíku deilumáli, þar sem afleiðingar eru óljósar og áhyggjum þingmanna, sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila hvergi nærri svarað, er verið að stíga yfir hættumörk. Þá snýst málið ekki lengur um þjóðaröryggi eða nauðsynlega starfsemi ríkisins, heldur um vilja meirihlutans til að þagga niður í minnihlutanum og ráðskast með lýðræðislegar leikreglur. Ábyrgð – og afleiðingar valdboðs. Stjórnvöld sem beita þessu ákvæði í pólitískum tilgangi verða að axla fulla og óskerta ábyrgð á þeim afleiðingum sem vanreifað frumvarp kann að hafa. Með því að grípa til kjarnorkuákvæðisins í slíkum aðstæðum er meirihlutinn í raun að beita ofbeldi gegn lýðræðislegri umræðu. Þetta er ekki lengur spurning um vandaða þinglega meðferð mála, heldur hreint og klárt valdboð. Ábyrgðin á þessum gjörningi – og öllu tjóni sem af honum kann að hljótast – hvílir þá alfarið á þeim sem þröngva málinu í gegn. Fordæmið – og framtíð lýðræðislegrar málsmeðferðar. Ef kjarnorkuákvæðið er notað nú, í þriðja sinn, til að þagga niður í andstöðu við umdeilt mál, þá er það ekki lengur neyðarhemill heldur hættulegt stjórntæki í höndum hvers konar meirihluta. Það opnar dyr að enn frekari valdníðslu og skerðir traust almennings til Alþingis og lýðræðis í landinu. Hver verður næsti meirihluti sem grípur til þessa vopns til að þagga niður í pólitískri andstöðu? Hvað verður þá um lýðræðið? Kjarnorkuákvæðið á að vera síðasta vörnin gegn upplausn ríkisins, en ekki tæki til að þröngva í gegn pólitískt umdeildum og vanreifuðum málum. Ef það verður gert að venjulegu stjórntæki, þá er lýðræðið sjálft í hættu. Þingmenn – og þjóðin öll – verða að vera á varðbergi gagnvart öllum tilraunum til að misnota þetta ákvæði. Lýðræðið er ekki alltaf þægilegt, en það er alltaf þess virði að verja það – jafnvel þótt það kosti langar og strangar umræður og eftirgjöf beggja aðila. Að öðrum kosti er hætt við að lýðræðið sjálft verði fórnarlamb pólitísks valdboðs. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það eru til ákvæði í lögum sem eru svo öflug að þau ættu einungis að vera dregin fram þegar öll önnur úrræði eru þrotin. Eitt slíkt er svokallað „kjarnorkuákvæði“ Alþingis, 71. grein þingskapalaga, sem heimilar meirihluta þingsins að kalla tafarlaust til atkvæðagreiðslu og þannig loka umræðu um tiltekið mál – jafnvel þótt margir þingmenn eigi enn eftir að koma að eða ljúka máli sínu. Þetta er neyðarhemill lýðræðisins – en jafnframt hættulegt vopn, ef því er beitt af léttúð eða pólitískum ásetningi. Þungt vægi þeirra mála sem ákvæðinu er beitt á. Það er engin tilviljun að kjarnorkuákvæðinu hefur aðeins verið beitt tvisvar í lýðveldissögunni: fyrst árið 1949 þegar Ísland gekk í NATO, og svo árið 1959 til að tryggja afgreiðslu fjárlaga fyrir áramót. Í bæði skiptin var um að ræða mál sem snerust um sjálfa tilveru ríkisins og samfélagsins – þjóðaröryggi og grunnstoðir ríkisrekstrar. Fjárlög þurfa samkvæmt lögum að liggja fyrir 1. janúar ár hvert, annars stöðvast rekstur ríkisins. Þannig er ljóst að ákvæðið á aðeins við þegar brýnustu hagsmunir þjóðarinnar eru í húfi. Aðför að lýðræðinu – alvarleg hætta og andlýðræðisleg valdbeiting. Nú eru stjórnarliðar og sumir fræðimenn farnir að tala um að beita þessu aflsmunarvopni – kjarnorkuákvæðinu – til að þröngva í gegn veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það er ekki bara fordæmalaust, heldur bein ógn við lýðræðið sjálft. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt af nær öllum rúmlega 80 umsagnaraðilum, sem vara við alvarlegum afleiðingum fyrir sjávarútveg og byggðir landsins. Forsendur og útreikningar frumvarpsins hafa verið rangar frá upphafi, þrisvar sinnum leiðréttar og gjaldið hækkað stórkostlega. Umsagnaraðilum hefur þó verið meinað að koma með nýjar athugasemdir, þrátt fyrir þessar breytingar. Hér er ekki bara verið að kæfa lýðræðislega umræðu, heldur beita þvingunum til að koma illa unnu og vafasömu máli í gegn. Ef kjarnorkuákvæðinu verður beitt í slíku deilumáli, þar sem afleiðingar eru óljósar og áhyggjum þingmanna, sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila hvergi nærri svarað, er verið að stíga yfir hættumörk. Þá snýst málið ekki lengur um þjóðaröryggi eða nauðsynlega starfsemi ríkisins, heldur um vilja meirihlutans til að þagga niður í minnihlutanum og ráðskast með lýðræðislegar leikreglur. Ábyrgð – og afleiðingar valdboðs. Stjórnvöld sem beita þessu ákvæði í pólitískum tilgangi verða að axla fulla og óskerta ábyrgð á þeim afleiðingum sem vanreifað frumvarp kann að hafa. Með því að grípa til kjarnorkuákvæðisins í slíkum aðstæðum er meirihlutinn í raun að beita ofbeldi gegn lýðræðislegri umræðu. Þetta er ekki lengur spurning um vandaða þinglega meðferð mála, heldur hreint og klárt valdboð. Ábyrgðin á þessum gjörningi – og öllu tjóni sem af honum kann að hljótast – hvílir þá alfarið á þeim sem þröngva málinu í gegn. Fordæmið – og framtíð lýðræðislegrar málsmeðferðar. Ef kjarnorkuákvæðið er notað nú, í þriðja sinn, til að þagga niður í andstöðu við umdeilt mál, þá er það ekki lengur neyðarhemill heldur hættulegt stjórntæki í höndum hvers konar meirihluta. Það opnar dyr að enn frekari valdníðslu og skerðir traust almennings til Alþingis og lýðræðis í landinu. Hver verður næsti meirihluti sem grípur til þessa vopns til að þagga niður í pólitískri andstöðu? Hvað verður þá um lýðræðið? Kjarnorkuákvæðið á að vera síðasta vörnin gegn upplausn ríkisins, en ekki tæki til að þröngva í gegn pólitískt umdeildum og vanreifuðum málum. Ef það verður gert að venjulegu stjórntæki, þá er lýðræðið sjálft í hættu. Þingmenn – og þjóðin öll – verða að vera á varðbergi gagnvart öllum tilraunum til að misnota þetta ákvæði. Lýðræðið er ekki alltaf þægilegt, en það er alltaf þess virði að verja það – jafnvel þótt það kosti langar og strangar umræður og eftirgjöf beggja aðila. Að öðrum kosti er hætt við að lýðræðið sjálft verði fórnarlamb pólitísks valdboðs. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun