„Það er samkeppni um starfsfólk“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. júlí 2025 11:52 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans fagnar svartri skýrslu Ríkisendurskoðenda. Mönnunarvandi hafi viðgengist á spítalanum allt of lengi. Það þurfi að hætta að tækla vandamálin með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. Í gær kynnti Ríkisendurskoðun stóra úttekt sem málar upp ansi svarta mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segist fagna skýrslunni. Yfirmenn þar hafi lengi bent á vandann. „Það eru of mörg verkefni og of fátt fagfólk. Það hefur verið okkar viðfangsefni síðustu ár að berjast við það að halda þjónustunni á floti við þessar aðstæður. Það hefur að mörgu leyti gengið ágætlega en auðvitað er þetta gríðarlega erfið staða. Það er okkar frábæra starfsfólki að þakka að okkur hefur þó auðnast að veita þessa þjónustu sem okkur ber en álagið er gríðarlegt. Það er ekki á vísan að róa með þetta til framtíðar. Það verður að finna lausn á þessum vanda,“ segir Runólfur. Til að takast á við hlutina hafi Landspítalinn ráðið fleira ófaglært fólk. Það komi hins vegar ekki í stað faglærðs fólks. „Það hafa skapast ný störf innan heilbrigðisþjónustunnar í gegnum árin, meðal annars inni í einkarekinni þjónustu. Það er líka mikilvæg þjónusta, en það er samkeppni um starfsfólk, við þurfum líka að hafa það í huga. Mestu skiptir að við getum varðveitt þá þjónustu sem er brýnust hverju sinni. Landspítali er augljóslega þar í forgrunni,“ segir Runólfur. Stjórnvöld þurfi að móta skýrari stefnu. „Það þarf að bregðast skjótt við. Það þarf átak því tíminn líður hratt og verkefnin aukast stöðugt. Við höfum verið að sjá það undanfarin ár og við sjáum það glögglega í skýrslunni,“ segir Runólfur. Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
Í gær kynnti Ríkisendurskoðun stóra úttekt sem málar upp ansi svarta mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segist fagna skýrslunni. Yfirmenn þar hafi lengi bent á vandann. „Það eru of mörg verkefni og of fátt fagfólk. Það hefur verið okkar viðfangsefni síðustu ár að berjast við það að halda þjónustunni á floti við þessar aðstæður. Það hefur að mörgu leyti gengið ágætlega en auðvitað er þetta gríðarlega erfið staða. Það er okkar frábæra starfsfólki að þakka að okkur hefur þó auðnast að veita þessa þjónustu sem okkur ber en álagið er gríðarlegt. Það er ekki á vísan að róa með þetta til framtíðar. Það verður að finna lausn á þessum vanda,“ segir Runólfur. Til að takast á við hlutina hafi Landspítalinn ráðið fleira ófaglært fólk. Það komi hins vegar ekki í stað faglærðs fólks. „Það hafa skapast ný störf innan heilbrigðisþjónustunnar í gegnum árin, meðal annars inni í einkarekinni þjónustu. Það er líka mikilvæg þjónusta, en það er samkeppni um starfsfólk, við þurfum líka að hafa það í huga. Mestu skiptir að við getum varðveitt þá þjónustu sem er brýnust hverju sinni. Landspítali er augljóslega þar í forgrunni,“ segir Runólfur. Stjórnvöld þurfi að móta skýrari stefnu. „Það þarf að bregðast skjótt við. Það þarf átak því tíminn líður hratt og verkefnin aukast stöðugt. Við höfum verið að sjá það undanfarin ár og við sjáum það glögglega í skýrslunni,“ segir Runólfur.
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira