Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 13:46 Cecilía Rán Rúnarsdóttir kallar skipanir í leiknum við Finna í gær. Getty/Noemi Llamas „Cecilía og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru um leið mjög einbeittar,“ segir Ólafur Pétursson markmannsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. Hann var skiljanlega ánægður með það sem hann sá frá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í marki Íslands í fyrsta leik á EM í Sviss. Ólafur ræddi við Sýn á æfingasvæði íslenska landsliðsins í morgun áður en hann fór að segja markvörðum íslenska liðsins til á æfingu. Nú þurfa leikmenn að hrista af sér vonbrigðin eftir 1-0 tapið gegn Finnum og finna leiðir til að leggja Sviss að velli á sunnudaginn, þar sem mikið kemur til með að mæða á Cecilíu. „Cecilía stóð sig mjög vel í gær. Hún var örugg í öllum sínum aðgerðum. Tók fyrirgjafir og varði þau skot sem hún þurfti að verja, og gat lítið gert við markinu miðað við það sem ég hef skoðað. Góð heildarframmistaða hjá henni,“ sagði Ólafur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ólafur sér um markverði Íslands Cecilía var valin besti markvörður Ítalíu í vetur og ein af fimm efnilegustu leikmönnunum á EM að mati ESPN. Hún verður brátt 22 ára og gæti því átt eftir að verja mark Íslands næsta áratuginn og mun lengur en það, en hvað gerir hana svona góða: „Hún er róleg og hefur mikla trú á sjálfri sér,“ segir Ólafur. „Hún er róleg, yfirveguð, veit hvað hún getur og undirbýr sig vel. Allt markvarðateymið er búið að undirbúa sig vel fyrir leiki, við skoðum fyrirgjafir og vítaspyrnur og annað, og reynum að vera eins vel undirbúin og við getum,“ segir Ólafur sem er einnig ánægður með hugarfar Cecilíu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær faðmlag eftir leikinn við Finna í gærkvöld, þar sem hún var besti leikmaður íslenska liðsins.vísir/Anton „Hún er léttklikkuð, eins og við markmenn erum oft. Gaman að henni. Við markmenn erum miklir húmoristar. Hún og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru mjög einbeittar. Það má ekki gleyma að þó við séum á stórmóti þá má brosa og hafa gaman. Hópurinn, bæði liðið og allt staffið, er mjög einbeitt í því sem við erum að gera. Við undirbúum allt mjög vel,“ sagði Ólafur en vildi svo sem ekki blanda sér mikið í einhverja umræðu um að myndbandagerð á samfélagsmiðlum trufli leikmenn: „Nei, en bara svo fólk viti það þá erum við hérna í langan tíma og það verður að vera gaman líka. Á sama tíma er mikil einbeiting í öllu sem við erum að gera.“ Eins og fyrr segir er Cecilía markvörður Inter og nú til frambúðar, eftir að félagið keypti hana frá Bayern München. „Gott hjá henni. Frábært skref. Hún var valin besti markvörðurinn á Ítalíu og það er bara gott að hún sé að spila. En það má ekki gleyma að þær eru þrjár í þessu teymi hérna og bæði Fanney [Inga Birkisdóttir] og Telma [Ívarsdóttir] styðja hana út í eitt. Rosalega flottar með henni og við vinnum ótrúlega vel saman. Þær eru allar að spila erlendis núna, Fanney í Svíþjóð og Telma í Skotlandi, og það er bara geggjað fyrir markmannsþjálfarann. Ég hef sagt við þær að ég myndi treysta hverri einustu þeirra til að spila hverja einustu mínútu á þessu móti. Þær geta allar spilað en okkar val er að láta Cessu spila núna,“ segir Ólafur. Cecilía Rán Rúnarsdóttir með markvörslu í leiknum við Finna í gær.vísir/Anton Næsti leikur Íslands er á sunnudag gegn heimakonum og þann leik eins og aðra þarf Cecilía að undirbúa sérstaklega: „Við skoðum bara horn, aukaspyrnur, fyrirgjafir og slíkt. Eins ef það er einhver vinstri fótar maður sem þarf að minna sérstaklega á. Við skoðum vítin mjög vel og hún er með merkingar á brúsanum sínum um hvar hver og einn leikmaður er líklegastur til að taka sín víti. Svo reynum við bara að undirbúa andlega þáttinn og hjálpumst öll að.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Ólafur ræddi við Sýn á æfingasvæði íslenska landsliðsins í morgun áður en hann fór að segja markvörðum íslenska liðsins til á æfingu. Nú þurfa leikmenn að hrista af sér vonbrigðin eftir 1-0 tapið gegn Finnum og finna leiðir til að leggja Sviss að velli á sunnudaginn, þar sem mikið kemur til með að mæða á Cecilíu. „Cecilía stóð sig mjög vel í gær. Hún var örugg í öllum sínum aðgerðum. Tók fyrirgjafir og varði þau skot sem hún þurfti að verja, og gat lítið gert við markinu miðað við það sem ég hef skoðað. Góð heildarframmistaða hjá henni,“ sagði Ólafur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ólafur sér um markverði Íslands Cecilía var valin besti markvörður Ítalíu í vetur og ein af fimm efnilegustu leikmönnunum á EM að mati ESPN. Hún verður brátt 22 ára og gæti því átt eftir að verja mark Íslands næsta áratuginn og mun lengur en það, en hvað gerir hana svona góða: „Hún er róleg og hefur mikla trú á sjálfri sér,“ segir Ólafur. „Hún er róleg, yfirveguð, veit hvað hún getur og undirbýr sig vel. Allt markvarðateymið er búið að undirbúa sig vel fyrir leiki, við skoðum fyrirgjafir og vítaspyrnur og annað, og reynum að vera eins vel undirbúin og við getum,“ segir Ólafur sem er einnig ánægður með hugarfar Cecilíu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær faðmlag eftir leikinn við Finna í gærkvöld, þar sem hún var besti leikmaður íslenska liðsins.vísir/Anton „Hún er léttklikkuð, eins og við markmenn erum oft. Gaman að henni. Við markmenn erum miklir húmoristar. Hún og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru mjög einbeittar. Það má ekki gleyma að þó við séum á stórmóti þá má brosa og hafa gaman. Hópurinn, bæði liðið og allt staffið, er mjög einbeitt í því sem við erum að gera. Við undirbúum allt mjög vel,“ sagði Ólafur en vildi svo sem ekki blanda sér mikið í einhverja umræðu um að myndbandagerð á samfélagsmiðlum trufli leikmenn: „Nei, en bara svo fólk viti það þá erum við hérna í langan tíma og það verður að vera gaman líka. Á sama tíma er mikil einbeiting í öllu sem við erum að gera.“ Eins og fyrr segir er Cecilía markvörður Inter og nú til frambúðar, eftir að félagið keypti hana frá Bayern München. „Gott hjá henni. Frábært skref. Hún var valin besti markvörðurinn á Ítalíu og það er bara gott að hún sé að spila. En það má ekki gleyma að þær eru þrjár í þessu teymi hérna og bæði Fanney [Inga Birkisdóttir] og Telma [Ívarsdóttir] styðja hana út í eitt. Rosalega flottar með henni og við vinnum ótrúlega vel saman. Þær eru allar að spila erlendis núna, Fanney í Svíþjóð og Telma í Skotlandi, og það er bara geggjað fyrir markmannsþjálfarann. Ég hef sagt við þær að ég myndi treysta hverri einustu þeirra til að spila hverja einustu mínútu á þessu móti. Þær geta allar spilað en okkar val er að láta Cessu spila núna,“ segir Ólafur. Cecilía Rán Rúnarsdóttir með markvörslu í leiknum við Finna í gær.vísir/Anton Næsti leikur Íslands er á sunnudag gegn heimakonum og þann leik eins og aðra þarf Cecilía að undirbúa sérstaklega: „Við skoðum bara horn, aukaspyrnur, fyrirgjafir og slíkt. Eins ef það er einhver vinstri fótar maður sem þarf að minna sérstaklega á. Við skoðum vítin mjög vel og hún er með merkingar á brúsanum sínum um hvar hver og einn leikmaður er líklegastur til að taka sín víti. Svo reynum við bara að undirbúa andlega þáttinn og hjálpumst öll að.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira