Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 16:16 Tom Goodall kveðst hæstánægður með hve móttækilegir og forvitnir leikmenn íslenska liðsins eru um það sem hann hefur fram að færa. vísir/Anton Bretinn Tom Goodall er leikgreinandi og hluti af þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann ræddi við Sýn um sitt hlutverk á EM, þar sem hann er að frá morgni og fram á nótt, og hvernig er að vinna með Íslendingunum. Tom er einn af fólkinu á bakvið tjöldin sem reyna að undirbúa stelpurnar sem allra best fyrir hvern leik á EM í Sviss. Hann er nú í annað sinn á stórmóti með liðinu eftir að hafa einnig verið með á taplausa Evrópumótinu í Englandi 2022. „Aðalskylda mín er að leikgreina mótherjana en líka okkar eigin leik, og að hjálpa þjálfurunum að útbúa leikplanið fyrir hvern leik. Það er mjög mikið að gera. Ég er fyrstur á fætur og síðastur í rúmið, alltaf í tölvunni að skoða eitthvað og búa til klippur, bæði fyrir liðið allt og einstaka leikmenn. En til þess er ég hér og nýt þess að vera í vinnunni,“ sagði Tom fyrir æfingu Íslands í Thun í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Fyrstur á fætur og síðastur til svefns á EM Eftir tapið gegn Finnlandi í gær mætir Ísland næst Sviss á sunnudaginn og svo Noregi næsta fimmtudag. „Í gærkvöld horfðum við á Sviss-Noreg og hófum strax vinnuna við það. Svo fórum við aftur yfir okkar leik og áttum fund í morgun þar sem hægt var að veita endurgjöf. Við þekkjum Sviss og Noreg auðvitað vel og þetta var nokkurn veginn eins og við bjuggumst við. Svisslendingar voru aðeins próaktívari, aðeins agressívari, sem var athyglisvert að sjá,“ sagði Tom meðal annars. Sýna mikinn áhuga á fundum Eins og fyrr segir er hann á sínu öðru stórmóti með Íslandi, hæstánægður með að vera á EM og að vinna með Íslendingunum: „Það er æðislegt að vera hérna. Síðast vorum við á Englandi svo það var svolítið skrýtið, að vera bara heima. Við vorum meira að segja í Crewe sem er nokkuð nálægt mínum heimabæ. En það er gott að vera hérna, umhverfið er fallegt og ég reyni að njóta eins vel og ég get auk þess að leggja hart að mér Það er frábært að vinna með starfsfólkinu og þetta er besti leikmannahópur sem ég hef unnið með, varðandi það að vera móttækilegar fyrir minni vinnu, sýna virkilegan áhuga á fundum og vilja vita öll smáatriði. Það er frábært fyrir mig og auðvitað er ég líka þakklátur öllum fyrir að tala ensku,“ bætti Tom við léttur í lokin. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Sjá meira
Tom er einn af fólkinu á bakvið tjöldin sem reyna að undirbúa stelpurnar sem allra best fyrir hvern leik á EM í Sviss. Hann er nú í annað sinn á stórmóti með liðinu eftir að hafa einnig verið með á taplausa Evrópumótinu í Englandi 2022. „Aðalskylda mín er að leikgreina mótherjana en líka okkar eigin leik, og að hjálpa þjálfurunum að útbúa leikplanið fyrir hvern leik. Það er mjög mikið að gera. Ég er fyrstur á fætur og síðastur í rúmið, alltaf í tölvunni að skoða eitthvað og búa til klippur, bæði fyrir liðið allt og einstaka leikmenn. En til þess er ég hér og nýt þess að vera í vinnunni,“ sagði Tom fyrir æfingu Íslands í Thun í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Fyrstur á fætur og síðastur til svefns á EM Eftir tapið gegn Finnlandi í gær mætir Ísland næst Sviss á sunnudaginn og svo Noregi næsta fimmtudag. „Í gærkvöld horfðum við á Sviss-Noreg og hófum strax vinnuna við það. Svo fórum við aftur yfir okkar leik og áttum fund í morgun þar sem hægt var að veita endurgjöf. Við þekkjum Sviss og Noreg auðvitað vel og þetta var nokkurn veginn eins og við bjuggumst við. Svisslendingar voru aðeins próaktívari, aðeins agressívari, sem var athyglisvert að sjá,“ sagði Tom meðal annars. Sýna mikinn áhuga á fundum Eins og fyrr segir er hann á sínu öðru stórmóti með Íslandi, hæstánægður með að vera á EM og að vinna með Íslendingunum: „Það er æðislegt að vera hérna. Síðast vorum við á Englandi svo það var svolítið skrýtið, að vera bara heima. Við vorum meira að segja í Crewe sem er nokkuð nálægt mínum heimabæ. En það er gott að vera hérna, umhverfið er fallegt og ég reyni að njóta eins vel og ég get auk þess að leggja hart að mér Það er frábært að vinna með starfsfólkinu og þetta er besti leikmannahópur sem ég hef unnið með, varðandi það að vera móttækilegar fyrir minni vinnu, sýna virkilegan áhuga á fundum og vilja vita öll smáatriði. Það er frábært fyrir mig og auðvitað er ég líka þakklátur öllum fyrir að tala ensku,“ bætti Tom við léttur í lokin.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn