Lífið

Michael Madsen er látinn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Bandaríski leikarinn Michael Madsen er látinn.
Bandaríski leikarinn Michael Madsen er látinn. Getty

Bandaríski leikarinn Michael Madsen er látinn 67 ára að aldri.

NBC greinir frá andlátinu og segir að hann muni hafa fallið frá í fyrradag eftir hjartaáfall.

Þá segir umboðsmaður Madsen, í samtali við People, að leikarinn hafi fundist látinn á heimili sínu í Malibu í Kaliforníuríki í morgun.

Reservoir Dogs-félagarnir: Steve Buscemi, Michael Madsen, Quentin Tarantino, Harvey Keitel og Tim Roth árið 2017, en kvikmyndin var frumsýnd árið 1992.Getty

Leiklistarferill Madsen spannaði rúmlega fjörutíu ár. Hann var hvað þekktastur fyrir samstarf sitt með leikstjóranum Quentin Tarantino. Hann lék til að mynda í fyrstu kvikmynd hans, Reservoir Dogs, seinni hluta kvikmyndarinnar Kill Bill, og vestranum Hateful Eight.

Jafnframt lék hann í kvikmyndum á borð við The Doors, Thelma & Louise, Free WillyDonnie Brasco, Die Another Day og Sin City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.