„Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júlí 2025 20:00 Ný aðalnámskrá verður tekin í notkun á næsta skólaári. Vísir/Vilhelm Skólastjóri í Kópavogi segir foreldra eiga erfitt með að skilja námsmat barna sinna. Íslenskir skólar standi öðrum þó framar hvað ýmsa þætti skólastarfsins varðar. Ný og endurskoðuð aðalnámsskrá grunnskóla verður tekin í notkun í skólum landsins næsta skólaár. Skólum ber þá að skipuleggja nám og kennslu út frá nýrri námsskrá og útskrifa nemendur úr 10. bekk samkvæmt endurskoðuðum viðmiðum næsta vor. Í nýrri námsskrá eru sett fram matsviðmið fyrir allar námsgreinar í lok 4., 7. og 10. bekkjar þar sem hæfni nemenda er skilgreind í löngu máli. Viðmiðin eru á skalanum A-D og er tekið fram að gera megi ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem skilgreind er í B. Jafnframt er skólum skylt að nota þessa kvarða við brautskráningu nemenda úr 10. bekk. Skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi segir það jákvætt skref að endurskoða námskrána en segir tilefni til að velta fyrir sér samfellu á milli skólastiga. „Okkar námsskrá er ekki eins og í framhaldsskóla. Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en fara svo í tölur í framhaldsskóla,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í viðtali við Fréttastofu Sýnar. „Foreldrar skilja þetta ekki“ Og hvað þýðir það að fá B í einkunn? Eða að vera „á réttri leið“ eða að „þarfnast þjálfunar“ eins og margir foreldrar kannast við þegar þeir skoða námsmat barna sinna í Mentor. Margir skólar skilgreina einkunnaskalann á heimasíðum sínum en á síðustu misserum hafa þau sjónarmið komið fram að námsmatið sé ekki nægilega nákvæmt. Sigrún segir það áskorun að útskýra námsskrána fyrir foreldrum. „Foreldrar skilja þetta ekki. Foreldrar skilja námskrána og skilja námið eins og þegar þau voru í skóla að fá tölur fyrir verkefnin sín. Það er alveg áskorun fyrir okkur líka að útskýra þessa námsskrá og við erum bara að vinna eftir henni.“ Sigrún segir nýja námsskrá þó hafa kosti. „Við erum mjög framarlega í mörgu öðru miðað við önnur lönd varðandi alls konar verkefni og vinnu, skapandi skil og fjölbreytileika í því. Hópavinnu og samþættingu sem ég veit að er ekkert mikið um í öðrum löndum. Námsskráin býður upp á það.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Kópavogur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Ný og endurskoðuð aðalnámsskrá grunnskóla verður tekin í notkun í skólum landsins næsta skólaár. Skólum ber þá að skipuleggja nám og kennslu út frá nýrri námsskrá og útskrifa nemendur úr 10. bekk samkvæmt endurskoðuðum viðmiðum næsta vor. Í nýrri námsskrá eru sett fram matsviðmið fyrir allar námsgreinar í lok 4., 7. og 10. bekkjar þar sem hæfni nemenda er skilgreind í löngu máli. Viðmiðin eru á skalanum A-D og er tekið fram að gera megi ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem skilgreind er í B. Jafnframt er skólum skylt að nota þessa kvarða við brautskráningu nemenda úr 10. bekk. Skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi segir það jákvætt skref að endurskoða námskrána en segir tilefni til að velta fyrir sér samfellu á milli skólastiga. „Okkar námsskrá er ekki eins og í framhaldsskóla. Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en fara svo í tölur í framhaldsskóla,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í viðtali við Fréttastofu Sýnar. „Foreldrar skilja þetta ekki“ Og hvað þýðir það að fá B í einkunn? Eða að vera „á réttri leið“ eða að „þarfnast þjálfunar“ eins og margir foreldrar kannast við þegar þeir skoða námsmat barna sinna í Mentor. Margir skólar skilgreina einkunnaskalann á heimasíðum sínum en á síðustu misserum hafa þau sjónarmið komið fram að námsmatið sé ekki nægilega nákvæmt. Sigrún segir það áskorun að útskýra námsskrána fyrir foreldrum. „Foreldrar skilja þetta ekki. Foreldrar skilja námskrána og skilja námið eins og þegar þau voru í skóla að fá tölur fyrir verkefnin sín. Það er alveg áskorun fyrir okkur líka að útskýra þessa námsskrá og við erum bara að vinna eftir henni.“ Sigrún segir nýja námsskrá þó hafa kosti. „Við erum mjög framarlega í mörgu öðru miðað við önnur lönd varðandi alls konar verkefni og vinnu, skapandi skil og fjölbreytileika í því. Hópavinnu og samþættingu sem ég veit að er ekkert mikið um í öðrum löndum. Námsskráin býður upp á það.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Kópavogur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira