„Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júlí 2025 20:00 Ný aðalnámskrá verður tekin í notkun á næsta skólaári. Vísir/Vilhelm Skólastjóri í Kópavogi segir foreldra eiga erfitt með að skilja námsmat barna sinna. Íslenskir skólar standi öðrum þó framar hvað ýmsa þætti skólastarfsins varðar. Ný og endurskoðuð aðalnámsskrá grunnskóla verður tekin í notkun í skólum landsins næsta skólaár. Skólum ber þá að skipuleggja nám og kennslu út frá nýrri námsskrá og útskrifa nemendur úr 10. bekk samkvæmt endurskoðuðum viðmiðum næsta vor. Í nýrri námsskrá eru sett fram matsviðmið fyrir allar námsgreinar í lok 4., 7. og 10. bekkjar þar sem hæfni nemenda er skilgreind í löngu máli. Viðmiðin eru á skalanum A-D og er tekið fram að gera megi ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem skilgreind er í B. Jafnframt er skólum skylt að nota þessa kvarða við brautskráningu nemenda úr 10. bekk. Skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi segir það jákvætt skref að endurskoða námskrána en segir tilefni til að velta fyrir sér samfellu á milli skólastiga. „Okkar námsskrá er ekki eins og í framhaldsskóla. Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en fara svo í tölur í framhaldsskóla,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í viðtali við Fréttastofu Sýnar. „Foreldrar skilja þetta ekki“ Og hvað þýðir það að fá B í einkunn? Eða að vera „á réttri leið“ eða að „þarfnast þjálfunar“ eins og margir foreldrar kannast við þegar þeir skoða námsmat barna sinna í Mentor. Margir skólar skilgreina einkunnaskalann á heimasíðum sínum en á síðustu misserum hafa þau sjónarmið komið fram að námsmatið sé ekki nægilega nákvæmt. Sigrún segir það áskorun að útskýra námsskrána fyrir foreldrum. „Foreldrar skilja þetta ekki. Foreldrar skilja námskrána og skilja námið eins og þegar þau voru í skóla að fá tölur fyrir verkefnin sín. Það er alveg áskorun fyrir okkur líka að útskýra þessa námsskrá og við erum bara að vinna eftir henni.“ Sigrún segir nýja námsskrá þó hafa kosti. „Við erum mjög framarlega í mörgu öðru miðað við önnur lönd varðandi alls konar verkefni og vinnu, skapandi skil og fjölbreytileika í því. Hópavinnu og samþættingu sem ég veit að er ekkert mikið um í öðrum löndum. Námsskráin býður upp á það.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Kópavogur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ný og endurskoðuð aðalnámsskrá grunnskóla verður tekin í notkun í skólum landsins næsta skólaár. Skólum ber þá að skipuleggja nám og kennslu út frá nýrri námsskrá og útskrifa nemendur úr 10. bekk samkvæmt endurskoðuðum viðmiðum næsta vor. Í nýrri námsskrá eru sett fram matsviðmið fyrir allar námsgreinar í lok 4., 7. og 10. bekkjar þar sem hæfni nemenda er skilgreind í löngu máli. Viðmiðin eru á skalanum A-D og er tekið fram að gera megi ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem skilgreind er í B. Jafnframt er skólum skylt að nota þessa kvarða við brautskráningu nemenda úr 10. bekk. Skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi segir það jákvætt skref að endurskoða námskrána en segir tilefni til að velta fyrir sér samfellu á milli skólastiga. „Okkar námsskrá er ekki eins og í framhaldsskóla. Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en fara svo í tölur í framhaldsskóla,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í viðtali við Fréttastofu Sýnar. „Foreldrar skilja þetta ekki“ Og hvað þýðir það að fá B í einkunn? Eða að vera „á réttri leið“ eða að „þarfnast þjálfunar“ eins og margir foreldrar kannast við þegar þeir skoða námsmat barna sinna í Mentor. Margir skólar skilgreina einkunnaskalann á heimasíðum sínum en á síðustu misserum hafa þau sjónarmið komið fram að námsmatið sé ekki nægilega nákvæmt. Sigrún segir það áskorun að útskýra námsskrána fyrir foreldrum. „Foreldrar skilja þetta ekki. Foreldrar skilja námskrána og skilja námið eins og þegar þau voru í skóla að fá tölur fyrir verkefnin sín. Það er alveg áskorun fyrir okkur líka að útskýra þessa námsskrá og við erum bara að vinna eftir henni.“ Sigrún segir nýja námsskrá þó hafa kosti. „Við erum mjög framarlega í mörgu öðru miðað við önnur lönd varðandi alls konar verkefni og vinnu, skapandi skil og fjölbreytileika í því. Hópavinnu og samþættingu sem ég veit að er ekkert mikið um í öðrum löndum. Námsskráin býður upp á það.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Kópavogur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira