Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 10:45 Sænsk yfirvöld hafa lengi reynt að fá Tyrki til að vinna með þeim að því að hafa hendur í hári Ismails Abdo. Vísir/Getty Tyrkneska lögreglan handtók Ismail Abdo, sænskan glæpaforingja, í umfangsmiklum aðgerðum gegn glæpagengjum á fimm stöðum í landinu. Sænsk yfirvöld hafa viljað hafa hendur í hári Abdo eftir gengjastríð sem stigmagnaðist fyrir tveimur árum. Alþjóðleg handtökuskipun á hendur Abdo er í gildi en sænska ríkisútvarpið segir ekki ljóst hvort að handtakan í vikunni hafi verið gerð á grundvelli hennar. Abdo er sagður á meðal nítján einstaklinga sem voru handteknir í lögregluaðgerðum gegn þremur glæpagengjum í Istanbúl, Adana, Mersin, Mugla og Antalya í tyrkenskum fjölmiðlum. Abdo, sem einnig hefur gengið undir viðurnefninu „Jarðarberið“, hefur verið lýst sem hægri hönd Rawa Majid, höfuðpaurs Foxtrot-glæpasamtakanna í Svíþjóð. Móðir Abdo var myrt í Uppsölum í september árið 2023 í blóðugum innanhúsátökum innan Foxtrot. Þrettán manns voru myrtir á þremur mánuðum í hjaðningarvígum sem fylgdu í kjölfarið. Þrátt fyrir að Svíar hafi lýst eftir Abdo létu tyrknesk yfirvöld hann lausan eftir að hann var handtekinn við umferðareftirlit í fyrra. Norðmenn lýstu einnig eftir honum síðasta sumar vegna aðildar að morðtilræðum og alvarlegum fíkniefnabrotum. Alþjóðalögreglan Interpol setti Abdo, sem er tyrkneskur ríkisborgari, ofarlega á lista yfir eftirlýsta menn í byrjun árs. Svíþjóð Erlend sakamál Tyrkland Noregur Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Alþjóðleg handtökuskipun á hendur Abdo er í gildi en sænska ríkisútvarpið segir ekki ljóst hvort að handtakan í vikunni hafi verið gerð á grundvelli hennar. Abdo er sagður á meðal nítján einstaklinga sem voru handteknir í lögregluaðgerðum gegn þremur glæpagengjum í Istanbúl, Adana, Mersin, Mugla og Antalya í tyrkenskum fjölmiðlum. Abdo, sem einnig hefur gengið undir viðurnefninu „Jarðarberið“, hefur verið lýst sem hægri hönd Rawa Majid, höfuðpaurs Foxtrot-glæpasamtakanna í Svíþjóð. Móðir Abdo var myrt í Uppsölum í september árið 2023 í blóðugum innanhúsátökum innan Foxtrot. Þrettán manns voru myrtir á þremur mánuðum í hjaðningarvígum sem fylgdu í kjölfarið. Þrátt fyrir að Svíar hafi lýst eftir Abdo létu tyrknesk yfirvöld hann lausan eftir að hann var handtekinn við umferðareftirlit í fyrra. Norðmenn lýstu einnig eftir honum síðasta sumar vegna aðildar að morðtilræðum og alvarlegum fíkniefnabrotum. Alþjóðalögreglan Interpol setti Abdo, sem er tyrkneskur ríkisborgari, ofarlega á lista yfir eftirlýsta menn í byrjun árs.
Svíþjóð Erlend sakamál Tyrkland Noregur Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira