Innlent

Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðar­bungu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ragnar Axelsson flaug yfir Bárðarbungu í janúar og tók þessa mynd.
Ragnar Axelsson flaug yfir Bárðarbungu í janúar og tók þessa mynd. Vísir/RAX

Jarðskjálfti að stærð 3,6 mældist í Bárðarbungu í hádeginu, klukkan 12:42. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að skjálftar af svipaðri stærð séu nokkuð algengir á svæðinu.

Síðast varð skjálfti yfir 3 að stærð þann 30. júní síðastliðinn. Samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar hefur engin eftirskjálftavirkni mælst.

Þá var einnig stór skjálfti þar í byrjun maí sem mældist 4,8. Honum fylgdu einhverjir eftirskjálftar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×