„Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 21:33 Rob Holding og tengdamamma hans, Eunice Quason, á leiknum gegn Finnum á EM. Sveindís segir Holding hafa notið þess í botn að vera meðal íslenskra stuðningsmanna. vísir/Anton Sveindís Jane Jónsdóttir er lítið fyrir það að ræða um fótbolta, nema þegar það er hluti af hennar störfum sem fótboltakonu. Þó að kærasti hennar Rob Holding sé einnig þekktur fótboltamaður þá tala þau eiginlega ekkert um boltann. Það er um það bil sólarhringur í næsta leik Íslands á EM þegar liðið mætir Sviss í Bern annað kvöld. Bæði lið urðu að sætta sig við tap á fyrsta leikdegi og því er gríðarlega mikið undir í leiknum. Holding, sem er meðal annars fyrrverandi leikmaður Arsenal, var á meðal stuðningsmanna Íslands á leiknum við Finna á miðvikudaginn, hress í bragði og gaf af sér á Fan Zone fyrir leikinn. Hann var svo klár í víkingaklappið á leiknum sjálfum: „Honum fannst það geggjað. Hann hafði aldrei gert það áður og ég held að hann hafi ekki séð þetta fyrir sér fyrir svona tveimur árum. Hann kom einmitt inná að þetta væri fyrsta stórmótið hans, kvennamegin, og honum fannst þetta bara mjög skemmtilegt og elskaði íslenska stuðningsmenn,“ sagði Sveindís við Vísi í gær, í hótelgarði landsliðsins í Sviss. Klippa: Sveindís og Holding tala um allt annað en fótbolta „Tala voða lítið um fótbolta“ Þau Holding gátu varið góðri stund saman á fimmtudaginn, þegar leikmenn fengu frídag, en sá tími var ekki nýttur til að ræða neitt varðandi leikinn við Finna eða komandi rimmu við Sviss: „Ég tala voða lítið um fótbolta, ef ég er ekki í fótbolta. Mér finnst bara gott að tala um eitthvað allt annað við hann. Við höfum nóg annað að tala um,“ sagði Sveindís sem naut þess vel að verja tíma með Holding og pabba hans, mömmu sinni og pabba, í Thun. „Við vorum hér á hótelinu í smátíma og fórum svo bara niður í bæ og fengum okkur kvöldmat. Nýttum daginn vel og kvöldið. Þetta var mjög næs og kærkomið frí og ég held að allir hafi nýtt þetta vel. Þetta var örugglega mjög gott fyrir alla, líka þau í staffinu. Aðeins að koma okkur út. Þetta er frábært svæði hér en það er líka gott að koma sér út fyrir svæðið og njóta,“ sagði Sveindís. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Það er um það bil sólarhringur í næsta leik Íslands á EM þegar liðið mætir Sviss í Bern annað kvöld. Bæði lið urðu að sætta sig við tap á fyrsta leikdegi og því er gríðarlega mikið undir í leiknum. Holding, sem er meðal annars fyrrverandi leikmaður Arsenal, var á meðal stuðningsmanna Íslands á leiknum við Finna á miðvikudaginn, hress í bragði og gaf af sér á Fan Zone fyrir leikinn. Hann var svo klár í víkingaklappið á leiknum sjálfum: „Honum fannst það geggjað. Hann hafði aldrei gert það áður og ég held að hann hafi ekki séð þetta fyrir sér fyrir svona tveimur árum. Hann kom einmitt inná að þetta væri fyrsta stórmótið hans, kvennamegin, og honum fannst þetta bara mjög skemmtilegt og elskaði íslenska stuðningsmenn,“ sagði Sveindís við Vísi í gær, í hótelgarði landsliðsins í Sviss. Klippa: Sveindís og Holding tala um allt annað en fótbolta „Tala voða lítið um fótbolta“ Þau Holding gátu varið góðri stund saman á fimmtudaginn, þegar leikmenn fengu frídag, en sá tími var ekki nýttur til að ræða neitt varðandi leikinn við Finna eða komandi rimmu við Sviss: „Ég tala voða lítið um fótbolta, ef ég er ekki í fótbolta. Mér finnst bara gott að tala um eitthvað allt annað við hann. Við höfum nóg annað að tala um,“ sagði Sveindís sem naut þess vel að verja tíma með Holding og pabba hans, mömmu sinni og pabba, í Thun. „Við vorum hér á hótelinu í smátíma og fórum svo bara niður í bæ og fengum okkur kvöldmat. Nýttum daginn vel og kvöldið. Þetta var mjög næs og kærkomið frí og ég held að allir hafi nýtt þetta vel. Þetta var örugglega mjög gott fyrir alla, líka þau í staffinu. Aðeins að koma okkur út. Þetta er frábært svæði hér en það er líka gott að koma sér út fyrir svæðið og njóta,“ sagði Sveindís.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira