Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 19:32 Sædís Rún Heiðarsdóttir reynir að hughreysta Hildi Antonsdóttur eftir rauða spjaldið gegn Finnum, í fyrsta leik þeirra beggja á stórmóti A-landsliða. Getty/Alexander Hassenstein Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var á blaðamannafundi í dag spurður út í stöðuna á Hildi Antonsdóttur, eftir að hún fékk rautt spjald í sínum fyrsta leik á stórmóti, gegn Finnlandi á EM í fótbolta í Sviss á miðvikudaginn. Saga Hildar er nokkuð óvenjuleg en fyrir tveimur árum hafði hún aldrei spilað mótsleik fyrir íslenska landsliðið, orðin 28 ára gömul. Síðan þá hefur hún hins vegar stimplað sig rækilega inn í liðið og gegnt stóru hlutverki á miðjunni á leið Íslands inn á EM í Sviss. Það var því stór stund fyrir Hildi að labba inn á völlinn fyrir leikinn gegn Finnum á miðvikudaginn en því miður endaði hún á að fara af velli með rautt spjald, eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í seinni hálfleiknum. „Auðvitað var þetta þungt högg fyrir Hildi, að vera rekin út af. Eðlilega tekur alltaf smátíma að jafna sig. Hún tekst á við þetta með jákvæðum hug og núna fókuserar hún sjálf á að vera klár í þriðja leik. Við styðjum hana og höfum stutt hana vel, og hún verður klár þá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum í Bern. Hildur verður nefnilega, vegna rauða spjaldsins, í leikbanni á morgun þegar Ísland mætir Sviss í afar þýðingarmiklum leik liða sem bæði töpuðu fyrsta leik. Líklegt má telja að Dagný Brynjarsdóttir taki stöðu hennar í byrjunarliði Íslands og Þorsteinn sagði íslenska hópinn ráða við að vera án Hildar: „Auðvitað hefur hún verið lykilleikmaður hjá okkur í tvö ár, skipt okkur miklu máli og staðið sig gríðarlega vel. En við óttumst það ekki að gera breytingar. Ég tel okkur hafa leikmenn til að takast á við þetta og er í sjálfu sér ekkert hræddur við það.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. 5. júlí 2025 14:43 Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. 5. júlí 2025 14:11 Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. 5. júlí 2025 13:33 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Saga Hildar er nokkuð óvenjuleg en fyrir tveimur árum hafði hún aldrei spilað mótsleik fyrir íslenska landsliðið, orðin 28 ára gömul. Síðan þá hefur hún hins vegar stimplað sig rækilega inn í liðið og gegnt stóru hlutverki á miðjunni á leið Íslands inn á EM í Sviss. Það var því stór stund fyrir Hildi að labba inn á völlinn fyrir leikinn gegn Finnum á miðvikudaginn en því miður endaði hún á að fara af velli með rautt spjald, eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í seinni hálfleiknum. „Auðvitað var þetta þungt högg fyrir Hildi, að vera rekin út af. Eðlilega tekur alltaf smátíma að jafna sig. Hún tekst á við þetta með jákvæðum hug og núna fókuserar hún sjálf á að vera klár í þriðja leik. Við styðjum hana og höfum stutt hana vel, og hún verður klár þá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum í Bern. Hildur verður nefnilega, vegna rauða spjaldsins, í leikbanni á morgun þegar Ísland mætir Sviss í afar þýðingarmiklum leik liða sem bæði töpuðu fyrsta leik. Líklegt má telja að Dagný Brynjarsdóttir taki stöðu hennar í byrjunarliði Íslands og Þorsteinn sagði íslenska hópinn ráða við að vera án Hildar: „Auðvitað hefur hún verið lykilleikmaður hjá okkur í tvö ár, skipt okkur miklu máli og staðið sig gríðarlega vel. En við óttumst það ekki að gera breytingar. Ég tel okkur hafa leikmenn til að takast á við þetta og er í sjálfu sér ekkert hræddur við það.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. 5. júlí 2025 14:43 Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. 5. júlí 2025 14:11 Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. 5. júlí 2025 13:33 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. 5. júlí 2025 14:43
Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta. 5. júlí 2025 14:11
Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM. 5. júlí 2025 13:33