Innlent

Fjar­lægðu sprengju við Kefla­víkur­flug­völl

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Úr safni.
Úr safni. Vísir/Vilhelm

Sérsveit ríkislögreglustjóra fjarlægði sprengju af bílastæði við Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Um lítinn flugeld var að ræða, sem búið var að eiga við.

Frá þessu greinir mbl en þar segir að tilkynnt hafi verið um tortryggilegan hlut í gærmorgun, eða ætlaða sprengju.

„Notið var aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við að fjarlægja sprengjuna af vettvangi með öruggum hætti,“ er haft eftir lögreglunni á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×