Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 13:16 Löngu innköstin hennar Sveindísar eru vopn sem Svisslendingar eru mjög meðvitaðir um. vísir/Anton Þjálfarinn margreyndi Pia Sundhage, sem stýrir Sviss, er ekki í vafa um hvað sé lykilatriðið í því að vinna Ísland í stórleiknum á EM í fótbolta í kvöld. Þess vegna lét hún meðal annars leikmenn sína æfa það að verjast löngum innköstum Sveindísar Jane Jónsdóttur síðustu dag. Hin sænska Sundhage er orðin 65 ára gömul og hefur verið þjálfari síðan á síðustu öld. Hún hefur stýrt landsliðum Bandaríkjanna, Svíþjóðar, Brasilíu og nú Sviss. Eftir jafnteflin tvö við Ísland í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári veit Sundhage líklega allt sem hún vill vita um íslenska liðið, sem hún sló úr keppni á EM í Svíþjóð 2013 þegar hún stýrði sænska landsliðinu. „Við erum með plan“ „Þetta verður erfiður leikur. Íslenska liðið er líkamlega sterkt og mjög gott lið,“ sagði Sundhage á blaðamannafundi í gær, þegar hún var spurð út í hvað bæri að varast gegn Íslandi: „Ég heyri mig tala alltaf aftur og aftur um föst leikatriði. Þegar við mættum þeim þá voru það líka skyndisóknir [Sveindísar] Jónsdóttur með hennar hraða… Ef við höndlum föstu leikatriðin fer þetta vel. Við erum með plan en stundum lendir þú skrefi á eftir og þá kemur færi. Núna vita allir hvað þeir eiga að gera í föstum leikatriðum. Þetta verður bardagi og mér finnst liðið mjög samstillt til að takast á við margs konar aðstæður. Við verðum tilbúnar,“ sagði Sundhage. Markvörður Svisslendinga, Livia Peng, sagði við svissneska sjónvarpsrétthafann SRF að til að verjast föstum leikatriðum hefði sérstaklega verið líkt eftir löngum innköstum Sveindísar á æfingum. SRF bendir á að innköst Sveindísar virki eins og fastar hornspyrnur en Peng segir svissneska liðið búið að æfa vel að verjast þeim, rétt eins og fyrir fyrri leiki liðanna sem fóru 0-0 og 3-3 á þessu ári. Segja að Wälti sé klár í slaginn Sundhage sagði á blaðamannafundinum í gær að allir leikmenn Sviss væru klárir í slaginn. Það eigi einnig við um lykilmann liðsins, miðjumanninn Lia Wälti, sem varð Evrópumeistari með Arsenal í vor. Wälti hefur verið að glíma við meiðsli en gat spilað í 2-1 tapinu gegn Noregi á miðvikudag og ku aftur tilbúin að spila í kvöld. Íslendingar bíða þess að vita hvort besti leikmaður íslenska liðsins, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, nái sér af veikindum sínum í tæka tíð til að spila leikinn. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari sagði að ákvörðun yrði tekin í dag um það. Leikur Íslands og Sviss á EM í fótbolta hefst klukkan sjö að íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Sýnar af mótinu. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Hin sænska Sundhage er orðin 65 ára gömul og hefur verið þjálfari síðan á síðustu öld. Hún hefur stýrt landsliðum Bandaríkjanna, Svíþjóðar, Brasilíu og nú Sviss. Eftir jafnteflin tvö við Ísland í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári veit Sundhage líklega allt sem hún vill vita um íslenska liðið, sem hún sló úr keppni á EM í Svíþjóð 2013 þegar hún stýrði sænska landsliðinu. „Við erum með plan“ „Þetta verður erfiður leikur. Íslenska liðið er líkamlega sterkt og mjög gott lið,“ sagði Sundhage á blaðamannafundi í gær, þegar hún var spurð út í hvað bæri að varast gegn Íslandi: „Ég heyri mig tala alltaf aftur og aftur um föst leikatriði. Þegar við mættum þeim þá voru það líka skyndisóknir [Sveindísar] Jónsdóttur með hennar hraða… Ef við höndlum föstu leikatriðin fer þetta vel. Við erum með plan en stundum lendir þú skrefi á eftir og þá kemur færi. Núna vita allir hvað þeir eiga að gera í föstum leikatriðum. Þetta verður bardagi og mér finnst liðið mjög samstillt til að takast á við margs konar aðstæður. Við verðum tilbúnar,“ sagði Sundhage. Markvörður Svisslendinga, Livia Peng, sagði við svissneska sjónvarpsrétthafann SRF að til að verjast föstum leikatriðum hefði sérstaklega verið líkt eftir löngum innköstum Sveindísar á æfingum. SRF bendir á að innköst Sveindísar virki eins og fastar hornspyrnur en Peng segir svissneska liðið búið að æfa vel að verjast þeim, rétt eins og fyrir fyrri leiki liðanna sem fóru 0-0 og 3-3 á þessu ári. Segja að Wälti sé klár í slaginn Sundhage sagði á blaðamannafundinum í gær að allir leikmenn Sviss væru klárir í slaginn. Það eigi einnig við um lykilmann liðsins, miðjumanninn Lia Wälti, sem varð Evrópumeistari með Arsenal í vor. Wälti hefur verið að glíma við meiðsli en gat spilað í 2-1 tapinu gegn Noregi á miðvikudag og ku aftur tilbúin að spila í kvöld. Íslendingar bíða þess að vita hvort besti leikmaður íslenska liðsins, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, nái sér af veikindum sínum í tæka tíð til að spila leikinn. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari sagði að ákvörðun yrði tekin í dag um það. Leikur Íslands og Sviss á EM í fótbolta hefst klukkan sjö að íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Sýnar af mótinu.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira