Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Lovísa Arnardóttir skrifar 7. júlí 2025 08:59 Á myndinni má sjá hversu hátt askan reis í kjölfar eldgossins. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð. Vísir/EPA Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Lewotobi Laki Laki í Indónesíu. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð og kastaðist yfir nærliggjandi þorp. Ekki hefur verið greint frá dauðsföllum. Í frétt AP kemur fram að eldfjallið hafi verið skilgreint á hæsta stigi og verið á neyðarstigi frá 18. júní og skilgreint hættusvæði verið um sjö kílómetrar í kringum fjallið. Í frétt AP segir einnig að Jarðfræðistofnun Indónesíu hafi greint frá því að aska með steinum og hrauni hafi runnið niður um fimm kílómetra niður fjallið á meðan eldgosið varði. Myndbönd úr drónum sýndu að hraun fyllti gíg eldfjallsins sem gæfi til kynna að virknin næði djúpt niður og hrinti af stað jarðskjálftum. Aska hefur ekki náð svo hátt til himins síðan stórt eldgos varð í fjallinu í nóvember 2024. Þá létust níu manns og tugir slösuðust. Síðasta eldgos í fjallinu varð í mars. Fjallið er í suðausturhluta eyjunnar Flores á Indónesíu. Vísir/EPA Haft er eftir Muhammad Wafid, yfirmanni Jarðfræðistofnunarinnar, að líkurnar á hættu verði meiri við svo stórt eldgos auk þess sem líkurnar verði meiri á að eldgosið gæti haft áhrif á flugumferð. „Við munum endurmeta þörfina á að stækka hættusvæðið þar sem þarf að rýma þorp og stöðva ferðaþjónustu,“ sagði Wafid í samtali við AP. Virkt eldfjallasvæði Í kjölfar eldgoss snemma á síðasta ári þurftu um 6.500 manns að yfirgefa eyjuna auk þess sem flugvelli hennar var lokað. Hann hefur verið lokaður síðan vegna mikillar virkni í eldfjallinu. Fjallið er 1.584 metrar á hæð og er tvíburaeldfjall Lewotobi Perempuan í Flores Timur. Eldgosið sem hófst í morgun er eitt það stærsta í Indónesíu frá 2010 þegar eldfjallið Merapi gaus á eyjunni Java. Þá létust 353 auk þess sem það þurfti að rýma 3.500 manns af eyjunni. Um 280 milljónir manns búa á Indónesíu sem er eyjaklasi. Um 120 virk eldfjöll eru á eyjunum og er svæðið eitt það virkasta í heiminum. Indónesía Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18. apríl 2024 10:19 Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5. desember 2023 16:39 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Sjá meira
Í frétt AP kemur fram að eldfjallið hafi verið skilgreint á hæsta stigi og verið á neyðarstigi frá 18. júní og skilgreint hættusvæði verið um sjö kílómetrar í kringum fjallið. Í frétt AP segir einnig að Jarðfræðistofnun Indónesíu hafi greint frá því að aska með steinum og hrauni hafi runnið niður um fimm kílómetra niður fjallið á meðan eldgosið varði. Myndbönd úr drónum sýndu að hraun fyllti gíg eldfjallsins sem gæfi til kynna að virknin næði djúpt niður og hrinti af stað jarðskjálftum. Aska hefur ekki náð svo hátt til himins síðan stórt eldgos varð í fjallinu í nóvember 2024. Þá létust níu manns og tugir slösuðust. Síðasta eldgos í fjallinu varð í mars. Fjallið er í suðausturhluta eyjunnar Flores á Indónesíu. Vísir/EPA Haft er eftir Muhammad Wafid, yfirmanni Jarðfræðistofnunarinnar, að líkurnar á hættu verði meiri við svo stórt eldgos auk þess sem líkurnar verði meiri á að eldgosið gæti haft áhrif á flugumferð. „Við munum endurmeta þörfina á að stækka hættusvæðið þar sem þarf að rýma þorp og stöðva ferðaþjónustu,“ sagði Wafid í samtali við AP. Virkt eldfjallasvæði Í kjölfar eldgoss snemma á síðasta ári þurftu um 6.500 manns að yfirgefa eyjuna auk þess sem flugvelli hennar var lokað. Hann hefur verið lokaður síðan vegna mikillar virkni í eldfjallinu. Fjallið er 1.584 metrar á hæð og er tvíburaeldfjall Lewotobi Perempuan í Flores Timur. Eldgosið sem hófst í morgun er eitt það stærsta í Indónesíu frá 2010 þegar eldfjallið Merapi gaus á eyjunni Java. Þá létust 353 auk þess sem það þurfti að rýma 3.500 manns af eyjunni. Um 280 milljónir manns búa á Indónesíu sem er eyjaklasi. Um 120 virk eldfjöll eru á eyjunum og er svæðið eitt það virkasta í heiminum.
Indónesía Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18. apríl 2024 10:19 Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5. desember 2023 16:39 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Sjá meira
Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18. apríl 2024 10:19
Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5. desember 2023 16:39