Sport

47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ricky Hatton ætlar að mæta til Dúbaí til að berjast á ný. Andstæðingurinn er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Ricky Hatton ætlar að mæta til Dúbaí til að berjast á ný. Andstæðingurinn er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Getty/ James Fearn/

Fyrrum heimsmeistarinn Ricky Hatton hefur boðað endurkomu sína í hnefaleikana.

Hatton er 46 ára gamall og hefur ekki barist í atvinnumannabardaga í þrettán ár. Hann verður búinn að halda upp á 47 ára afmælið sitt þegar kemur að bardaganum.

Hatton mun mæta Eisa Al Dah frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum 2. desember næstkomandi og mun bardaginn fara fram í Dubaí. Breskra ríkisútvarpið segir frá.

Hatton mætti Marco Antonio Barrera í sýningabardaga árið 2022 en síðasti alvöru bardagi hans var á móti Vyacheslav Senchenko árið 2012.

Skipuleggjendur bardagans í desember hafa ekki staðfest hvort þetta verði samþykktur atvinnumannabardagi eða hvort að hann verði í líkingu við bardaga þeirra Mike Tyson og Jake Paul. Þar voru loturnar styttri og færri.

Hatton varð á sínum tíma heimsmeistari í bæði veltivigt og léttveltivigt.

Hatton ætlaði að vera á kynningunni á bardaganum en tókst að slasa sig á auga með sólgleraugunum sínum fyrir skömmu. „Ég vildi óska þess að ég væri hér en ég slasaðist aðeins á auga. Aðalatriðið er að bardaginn fer fram og og ég get ekki beðið,“ sagði Hatton.

„Þetta er eitt af þessum furðulegu slysum. Ég rak sólgleraugum upp í augað á mér og er heppinn að ekki fór verr. Þau sem betur fer skröpuðu bara augað þannig að ég slapp við varanlega skemmd,“ sagði Hatton.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×