Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Auðun Georg Ólafsson skrifar 7. júlí 2025 11:36 Stunguárásin átti sér stað nálægt Fógetagarðinum við Aðalstræti. Vísir/Vilhelm Lögregla leitar enn þriggja manna sem, að því er virðist að tilefnislausu, réðust á mann í miðborginni og stungu í rassinn. Margt var um manninn í miðborg Reykjavikur um helgina. Á milli klukkan fjögur og fimm, síðdegis á laugardag, þurfti 45 ára karlmaður að leita skjóls í stigagangi heimilis síns við Aðalstræti 9. Þrír menn af erlendum uppruna veittu honum eftirför og reyndu að komast að honum í stigaganginum en maðurinn náði að læsa að sér. Þá tók hann eftir því að blóð lak úr síðu eða rassi hans. Árásarmennirnir létu sig hverfa en maðurinn var fluttur á bráðamóttöku. Sauma þurfti nokkur spor en ekki hlutust alvarlegir áverkar af stungusárinu. Lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð út en mennirnir létu sig hverfa í mannfjöldann. Guðmundur Ásgeirsson, rannsóknarlögreglumaður, segir málið allt hið furðulegasta en þolandinn gat litlar upplýsingar veitt um tildrög árásarinnar sem virðist hafa verið gerð algjörlega upp úr þurru um hábjartan dag. Engin tengsl eru á milli þolandans og þeirra sem réðust á hann, að því er næst verður komist. Árásarmennirnir eru líklega á aldrinum 20 til 30 ára en þeir virðast hafa stungið af eftir atvikið annað hvort út á Aðalstræti eða í áttina að Ingólfstorgi. Lögregla lýsir eftir vitnum að atvikinu og myndefni frá verslunareigendum á svæðinu. Verið er að gaumgæfa upptökur úr myndavélum frá Ingólfstorgi ef þær geta varpað nánara ljósi á það sem gerðist. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Margt var um manninn í miðborg Reykjavikur um helgina. Á milli klukkan fjögur og fimm, síðdegis á laugardag, þurfti 45 ára karlmaður að leita skjóls í stigagangi heimilis síns við Aðalstræti 9. Þrír menn af erlendum uppruna veittu honum eftirför og reyndu að komast að honum í stigaganginum en maðurinn náði að læsa að sér. Þá tók hann eftir því að blóð lak úr síðu eða rassi hans. Árásarmennirnir létu sig hverfa en maðurinn var fluttur á bráðamóttöku. Sauma þurfti nokkur spor en ekki hlutust alvarlegir áverkar af stungusárinu. Lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð út en mennirnir létu sig hverfa í mannfjöldann. Guðmundur Ásgeirsson, rannsóknarlögreglumaður, segir málið allt hið furðulegasta en þolandinn gat litlar upplýsingar veitt um tildrög árásarinnar sem virðist hafa verið gerð algjörlega upp úr þurru um hábjartan dag. Engin tengsl eru á milli þolandans og þeirra sem réðust á hann, að því er næst verður komist. Árásarmennirnir eru líklega á aldrinum 20 til 30 ára en þeir virðast hafa stungið af eftir atvikið annað hvort út á Aðalstræti eða í áttina að Ingólfstorgi. Lögregla lýsir eftir vitnum að atvikinu og myndefni frá verslunareigendum á svæðinu. Verið er að gaumgæfa upptökur úr myndavélum frá Ingólfstorgi ef þær geta varpað nánara ljósi á það sem gerðist.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira