Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Auðun Georg Ólafsson skrifar 7. júlí 2025 11:36 Stunguárásin átti sér stað nálægt Fógetagarðinum við Aðalstræti. Vísir/Vilhelm Lögregla leitar enn þriggja manna sem, að því er virðist að tilefnislausu, réðust á mann í miðborginni og stungu í rassinn. Margt var um manninn í miðborg Reykjavikur um helgina. Á milli klukkan fjögur og fimm, síðdegis á laugardag, þurfti 45 ára karlmaður að leita skjóls í stigagangi heimilis síns við Aðalstræti 9. Þrír menn af erlendum uppruna veittu honum eftirför og reyndu að komast að honum í stigaganginum en maðurinn náði að læsa að sér. Þá tók hann eftir því að blóð lak úr síðu eða rassi hans. Árásarmennirnir létu sig hverfa en maðurinn var fluttur á bráðamóttöku. Sauma þurfti nokkur spor en ekki hlutust alvarlegir áverkar af stungusárinu. Lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð út en mennirnir létu sig hverfa í mannfjöldann. Guðmundur Ásgeirsson, rannsóknarlögreglumaður, segir málið allt hið furðulegasta en þolandinn gat litlar upplýsingar veitt um tildrög árásarinnar sem virðist hafa verið gerð algjörlega upp úr þurru um hábjartan dag. Engin tengsl eru á milli þolandans og þeirra sem réðust á hann, að því er næst verður komist. Árásarmennirnir eru líklega á aldrinum 20 til 30 ára en þeir virðast hafa stungið af eftir atvikið annað hvort út á Aðalstræti eða í áttina að Ingólfstorgi. Lögregla lýsir eftir vitnum að atvikinu og myndefni frá verslunareigendum á svæðinu. Verið er að gaumgæfa upptökur úr myndavélum frá Ingólfstorgi ef þær geta varpað nánara ljósi á það sem gerðist. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Margt var um manninn í miðborg Reykjavikur um helgina. Á milli klukkan fjögur og fimm, síðdegis á laugardag, þurfti 45 ára karlmaður að leita skjóls í stigagangi heimilis síns við Aðalstræti 9. Þrír menn af erlendum uppruna veittu honum eftirför og reyndu að komast að honum í stigaganginum en maðurinn náði að læsa að sér. Þá tók hann eftir því að blóð lak úr síðu eða rassi hans. Árásarmennirnir létu sig hverfa en maðurinn var fluttur á bráðamóttöku. Sauma þurfti nokkur spor en ekki hlutust alvarlegir áverkar af stungusárinu. Lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð út en mennirnir létu sig hverfa í mannfjöldann. Guðmundur Ásgeirsson, rannsóknarlögreglumaður, segir málið allt hið furðulegasta en þolandinn gat litlar upplýsingar veitt um tildrög árásarinnar sem virðist hafa verið gerð algjörlega upp úr þurru um hábjartan dag. Engin tengsl eru á milli þolandans og þeirra sem réðust á hann, að því er næst verður komist. Árásarmennirnir eru líklega á aldrinum 20 til 30 ára en þeir virðast hafa stungið af eftir atvikið annað hvort út á Aðalstræti eða í áttina að Ingólfstorgi. Lögregla lýsir eftir vitnum að atvikinu og myndefni frá verslunareigendum á svæðinu. Verið er að gaumgæfa upptökur úr myndavélum frá Ingólfstorgi ef þær geta varpað nánara ljósi á það sem gerðist.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira