Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2025 16:01 Alayah Pilgrim fagnar seinna marki Sviss sem sendi Ísland endanlega úr keppni á EM. Getty/Aitor Alcalde Gríðarlegur áhugi var hér í Sviss á leik heimakvenna við Ísland á EM í fótbolta í gær og sigur Svisslendinga að sjálfsögðu aðalefnið í öllum helstu miðlum sem töldu sigurinn þó ekki ýkja verðskuldaðan. Samkvæmt SRF voru um 833.000 manns af þýskumælandi hluta Sviss að fylgjast með leiknum í gær, sem samsvarar um 60% markaðshlutdeild, eða örlítið fleiri en sáu Sviss tapa fyrir Noregi í fyrsta leik. Inni í þessum tölum eru ekki allir þeir sem horfðu á leikinn á almenningssvæðum. Þær svissnesku stóðust pressuna og unnu 2-0 sigur í gær en mörkin komu ekki fyrr en korter var til leiksloka og hafði íslenska liðið þá verið betri aðilinn. Um það eru svissnesku blöðin sammála. „Þangað til [Géraldine] Reuteler kom þessu í 1-0 átti landsliðið erfitt kvöld í rigningunni í Bern gegn baráttuglöðum og stundum of árásargjörnum Íslendingum. Þær voru ekki sannfærandi í leik sínum lengi vel en börðust til baka og þvinguðu fram nauðsynlega heppni með annarri ástríðufullri frammistöðu. Þær þurftu nefnilega á því að halda enda átti Ísland tvö skot í þverslána,“ sagði í umfjöllun Blick og einnig: „Íslensku konurnar spiluðu betur lengi vel og náðu forskoti á Svisslendinga með sinni hörku og líkamlegum styrk í návígum. Það var mikill léttir að komast í 1-0. Eftir það var leikurinn þeirra [Svisslendinga].“ Puð í 75 mínútur en eitt augnablik breytti öllu NZZ tók í svipaðan streng: „Svissneska liðið stritaði í 75 mínútur gegn Íslandi. Liðið náði litlu fram, skorti hugmyndir og virtist sífellt þreyttara. Eitt augnablik var nóg til að breyta öllu. Fyrirliðinn Lia Wälti vann boltann. Hröð sókn í þetta skiptið. Sending frá Sydney Schertenleib til Géraldine Reuteler. Lágt skot í markið. Heppnismark. Áhorfendur á uppseldum Wankdorf-leikvanginum biðu lengi eftir einhverju eins og upphafsneista. Stuðningsmenn virtust hlédrægari en á miðvikudaginn, þegar þeir báru liðið áfram með sér og orkan úr stúkunni færðist inn á völlinn. Það var eins og allir væru að bíða eftir að eitthvað myndi gerast.“ Sviss er nú á leið í úrslitaleik við Finnland á fimmtudaginn, um hvort þessara liða nær 2. sæti riðilsins og fylgir Noregi áfram í 8-liða úrslitin. Ísland og Noregur mætast hins vegar í frekar þýðingarlitlum leik þar sem ljóst er að Noregur vinnur riðilinn (innbyrðis úrslit gilda ef lið verða jöfn að stigum) og Ísland endar neðst. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Samkvæmt SRF voru um 833.000 manns af þýskumælandi hluta Sviss að fylgjast með leiknum í gær, sem samsvarar um 60% markaðshlutdeild, eða örlítið fleiri en sáu Sviss tapa fyrir Noregi í fyrsta leik. Inni í þessum tölum eru ekki allir þeir sem horfðu á leikinn á almenningssvæðum. Þær svissnesku stóðust pressuna og unnu 2-0 sigur í gær en mörkin komu ekki fyrr en korter var til leiksloka og hafði íslenska liðið þá verið betri aðilinn. Um það eru svissnesku blöðin sammála. „Þangað til [Géraldine] Reuteler kom þessu í 1-0 átti landsliðið erfitt kvöld í rigningunni í Bern gegn baráttuglöðum og stundum of árásargjörnum Íslendingum. Þær voru ekki sannfærandi í leik sínum lengi vel en börðust til baka og þvinguðu fram nauðsynlega heppni með annarri ástríðufullri frammistöðu. Þær þurftu nefnilega á því að halda enda átti Ísland tvö skot í þverslána,“ sagði í umfjöllun Blick og einnig: „Íslensku konurnar spiluðu betur lengi vel og náðu forskoti á Svisslendinga með sinni hörku og líkamlegum styrk í návígum. Það var mikill léttir að komast í 1-0. Eftir það var leikurinn þeirra [Svisslendinga].“ Puð í 75 mínútur en eitt augnablik breytti öllu NZZ tók í svipaðan streng: „Svissneska liðið stritaði í 75 mínútur gegn Íslandi. Liðið náði litlu fram, skorti hugmyndir og virtist sífellt þreyttara. Eitt augnablik var nóg til að breyta öllu. Fyrirliðinn Lia Wälti vann boltann. Hröð sókn í þetta skiptið. Sending frá Sydney Schertenleib til Géraldine Reuteler. Lágt skot í markið. Heppnismark. Áhorfendur á uppseldum Wankdorf-leikvanginum biðu lengi eftir einhverju eins og upphafsneista. Stuðningsmenn virtust hlédrægari en á miðvikudaginn, þegar þeir báru liðið áfram með sér og orkan úr stúkunni færðist inn á völlinn. Það var eins og allir væru að bíða eftir að eitthvað myndi gerast.“ Sviss er nú á leið í úrslitaleik við Finnland á fimmtudaginn, um hvort þessara liða nær 2. sæti riðilsins og fylgir Noregi áfram í 8-liða úrslitin. Ísland og Noregur mætast hins vegar í frekar þýðingarlitlum leik þar sem ljóst er að Noregur vinnur riðilinn (innbyrðis úrslit gilda ef lið verða jöfn að stigum) og Ísland endar neðst.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira