Fótbolti

Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ

Aron Guðmundsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands situr fyrir svörum á blaðamannafundi dagsins ásamt Ingibjörgu Sigurðardóttur, leikmanni íslenska kvennalandsliðsins.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands situr fyrir svörum á blaðamannafundi dagsins ásamt Ingibjörgu Sigurðardóttur, leikmanni íslenska kvennalandsliðsins. Vísir/Anton Brink

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er ekkert að spá í framtíð sína í starfi eftir vonbrigði á vonbrigði ofan á EM í Sviss. Hann mun setjast niður með forráðamönnum KSÍ eftir mót.

Ís­land var langt frá því að ná mark­miði sínu á EM sem var að komast í átta liða úr­slitin. Tvö töp í tveimur leikjum og ekkert skorað mark bera þess merki.

„Það tók langan tíma að sofna og það var vaknað snemma. Það bara fylgir þessu þegar að það er álag. En ég sofnaði allavegana á endanum og svo vaknaði ég í morgun. Það er nýr dagur í dag og auðvitað eru leikmenn þungir yfir því hvernig þetta endaði í gær og mega vera það í dag en svo fer einbeitingin á morgun á leikinn gegn Noregi. Við verðum klár í þann leik.“

Klippa: Þung og erfið spor í dag

Úr­slitin voru heldur ekki að falla með okkur í að­draganda móts og má nú greina spurningar­merki varðandi framtíð lands­liðsþjálfarans.

„Ég er ekkert að hugsa um þetta núna. Mitt verk­efni núna er bara að undir­búa liðið fyrir leikinn gegn Noregi og svo tekur maður stöðuna eftir það með fólkinu sem að ræður hérna og það kemur bara ein­hver niður­staða úr því.“

Ís­land á eftir einn leik á Evrópumótinu gegn Noregi sem hefur nú þegar tryggt sér far­seðilinn í átta liða úr­slit mótsins.

Nánar verður rætt við Þor­stein lands­liðsþjálfara í Sport­pakkanum í kvöld að loknum kvöld­fréttum Sýnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×