Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2025 22:03 Iman Beney og Sædís Rún Heiðarsdóttir í baráttunni í Bern í gærkvöld. Getty/Noemi Llamas Tvítugi Ólsarinn Sædís Rún Heiðarsdóttir er eins og margar aðrar í íslenska fótboltalandsliðinu að upplifa sín mestu vonbrigði á ferlinum, eftir tapið gegn Sviss á EM í gær. Tapið sem gerði út um vonir um 8-liða úrslit. „Auðvitað. Sérstaklega þegar þetta er eitthvað sem maður hefur þráð og dreymt um ótrúlega lengi. Eitthvað sem maður hafði hlakkað rosalega mikið til. Að fara inn í klefa og dansa og syngja með stelpunum. Síðan einhvern veginn gerist það ekki og það er auðvitað vonbrigði. En við eigum leik eftir, enn möguleiki á að taka sigur þar og við ætlum að gera það,“ sagði Sædís á æfingasvæði Íslands í Thun í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sædís daginn eftir vonbrigðin miklu Sædís hefur nú spilað 21 A-landsleik, þrátt fyrir ungan aldur, og áður staðið í ströngu á stórmóti því hún var fyrirliði U19-landsliðsins í lokakeppni EM fyrir tveimur árum. Þá þarf að setja ný markmið Þessi sparkvissi bakvörður meistaraliðs Vålerenga í Noregi bar sig nokkuð vel í dag þrátt fyrir tapið í gær, en…: „Þetta hefur verið þungt. Erfitt að koma í orð hvernig manni líður. Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði og við ætluðum okkur meira. Við höfum talað opinskátt um það hvað við ætluðum okkur og því miður náðist það ekki. Þá þýðir ekkert annað en að setja ný markmið og það er komið; við ætlum að vinna þennan Noregsleik Þetta fylgir því bara að vera íþróttamaður. Maður veit að „eftir leik“ er „fyrir leik“. Maður þarf að minna sig á að maður hefur ekki mikinn tíma til að vera að hugsa um það sem er búið. Maður þarf bara að rífa sig í gang,“ sagði Sædís. Sædís Rún Heiðarsdóttir kom snemma inná gegn Sviss í gær, vegna meiðsla Guðnýjar Árnadóttur.vísir/Anton Var ekkert hræðilegt Nú þegar niðurstaðan er ljós má velta fyrir sér hvað Ísland hefði getað gert öðruvísi: „Það er erfitt að festa fingur á eitthvað eitt sem maður hefði átt að gera öðruvísi. Auðvitað hugsar maður alltaf eftir á: „ef og hefði“ og allt það en það þýðir lítið í íþróttum. Þetta er búið og gert og við þurfum að horfa áfram veginn,“ segir Sædís og vill líka sjá björtu hliðarnar: „Já algjörlega. Þó við höfum tapað báðum þessum leikjum þá var þetta ekkert hræðilegt. Úrslitin segja ekki alveg allt. Leikurinn í gær var alls ekki 2-0 leikur, bara frekar jafn, en fótboltaleikir snúast um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og því miður gerðist það ekki.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
„Auðvitað. Sérstaklega þegar þetta er eitthvað sem maður hefur þráð og dreymt um ótrúlega lengi. Eitthvað sem maður hafði hlakkað rosalega mikið til. Að fara inn í klefa og dansa og syngja með stelpunum. Síðan einhvern veginn gerist það ekki og það er auðvitað vonbrigði. En við eigum leik eftir, enn möguleiki á að taka sigur þar og við ætlum að gera það,“ sagði Sædís á æfingasvæði Íslands í Thun í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sædís daginn eftir vonbrigðin miklu Sædís hefur nú spilað 21 A-landsleik, þrátt fyrir ungan aldur, og áður staðið í ströngu á stórmóti því hún var fyrirliði U19-landsliðsins í lokakeppni EM fyrir tveimur árum. Þá þarf að setja ný markmið Þessi sparkvissi bakvörður meistaraliðs Vålerenga í Noregi bar sig nokkuð vel í dag þrátt fyrir tapið í gær, en…: „Þetta hefur verið þungt. Erfitt að koma í orð hvernig manni líður. Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði og við ætluðum okkur meira. Við höfum talað opinskátt um það hvað við ætluðum okkur og því miður náðist það ekki. Þá þýðir ekkert annað en að setja ný markmið og það er komið; við ætlum að vinna þennan Noregsleik Þetta fylgir því bara að vera íþróttamaður. Maður veit að „eftir leik“ er „fyrir leik“. Maður þarf að minna sig á að maður hefur ekki mikinn tíma til að vera að hugsa um það sem er búið. Maður þarf bara að rífa sig í gang,“ sagði Sædís. Sædís Rún Heiðarsdóttir kom snemma inná gegn Sviss í gær, vegna meiðsla Guðnýjar Árnadóttur.vísir/Anton Var ekkert hræðilegt Nú þegar niðurstaðan er ljós má velta fyrir sér hvað Ísland hefði getað gert öðruvísi: „Það er erfitt að festa fingur á eitthvað eitt sem maður hefði átt að gera öðruvísi. Auðvitað hugsar maður alltaf eftir á: „ef og hefði“ og allt það en það þýðir lítið í íþróttum. Þetta er búið og gert og við þurfum að horfa áfram veginn,“ segir Sædís og vill líka sjá björtu hliðarnar: „Já algjörlega. Þó við höfum tapað báðum þessum leikjum þá var þetta ekkert hræðilegt. Úrslitin segja ekki alveg allt. Leikurinn í gær var alls ekki 2-0 leikur, bara frekar jafn, en fótboltaleikir snúast um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og því miður gerðist það ekki.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira