Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2025 18:21 Kristján Haukur Magnússonn lenti í því miður skemmtilega atvki að vera stunginn í rassinn á laugardag. Sem betur náði hann að koma sér undan árásarmönnunum þremur sem er enn leitað að. Aðsend/Vísir/Vilhelm Íbúi í miðborginni segist ekki skilja hvers vegna þrír menn réðust á hann við Fógetatorg og stungu hann í rassinn. Hann heilsaði þeim á leið sinni heim eftir verslunarferð og þeir réðust á hann í kjölfarið. Hann á erfitt með svefn og lestur eftir árásina. Greint var frá því í dag að lögreglan leiti enn þriggja manna af erlendum uppruna sem réðust á mann í miðborginni í eftirmiðdag laugardags og stungu hann í rassinn. Kristján Haukur Magnússon, 43 ára íbúi í miðborginni, er sá sem ráðist var á en hann var að ganga inn um dyrnar að Aðalstræti 9 við Fógetagarðinn þegar atvikið átti sér stað. Vísir ræddi við Kristján um atvikið og eftirmála þess. Fann fyrir pinna þrýsta á rassinn „Ég er vanur að ganga mikið og hafði rétt áður farið í langan göngutúr út á Gróttu og í Krónuna á Granda og til baka,“ segir Kristján Haukur um aðdragandann að árásinni. „Það er alltaf fólk hangandi þarna í sundinu að reykja,“ segir Kristján sem sá mennina í sundinu við Fógetagarðinn áður en atvikið átti sér stað. Hann hafi heyrt þá tala saman á arabísku og ákvað að heilsa þeim á málinu. Í kjölfarið hafi hann heyrt þá ræða saman sín á milli um hann. Kristján Haukur er enn að jafna sig eftir árásina þó áverkarnir hafi ekki verið miklir. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað þeir vildu en ég skil smá arabísku og heyrði að þeir sögðust ætla að ráðast á mig,“ segir Kristján. Hann ákvað þá að drífa sig inn á stigaganginn en mennirnir hafi farið á eftir honum. „Ég ýtti á hurðina til að komast inn og fann þá pinna þrýsta á rassinn á mér. Ég hélt að þeir væru bara að þrýsta einhverju að mér, ég fann ekki fyrir sársaukanum.“ Um leið og hann fann fyrir potinu þá flýtti hann sér inn og lokaði á eftir sér. Mennirnir hafi reynt að þröngva sér inn en ekki haft erindi sem erfiði. „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann,“ segir Kristján Haukur. Gerði sér ekki strax grein fyrir hvað hefði gerst Eftir atvikið segir Kristján að það hafi tekið sig smá stund að fatta hvað hefði gerst. Hann hafi ætlað að halda áfram með hversdaginn eins og ekkert hefði í skorist. „Ég fattaði ekkert strax. Ég fór bara upp með vörurnar, settist niður og hélt að það væri allt í lagi með mig,“ segir Kristján Hann hafi ætlað að halda áfram að horfa á sjónvarpið, fantasíuþættina The Sandman, þegar hann uppgötvaði að hann væri með áverka. „Adrenalínið fór á fullt og ég skynjaði ekki alveg strax hvað væri um að vera. Síðan hringdi ég á sjúkrabíl en gat ekki talað,“ segir Kristján. Vegna adrenalínsins hafi hann verið alveg óðamála. „Ég fór að tala rosahratt, svo hratt að þeir hjá 112 skildu mig ekki. Þannig að ég fór aftur út og mætti þar annarri manneskju og þurfti að biðja hana um að hringja í Neyðarlínuna,“ Viðkomandi hringdi á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar og fór með Kristján upp á bráðamóttökuna. Þar hafi þurft að sauma nokkra sauma í hann eftir skurðinn. Geti ekki lesið og eigi erfitt með svefn Árásin hefur haft töluverð áhrif á daglegt líf Kristjáns. „Ég á erfitt með að sofa, sitja og lesa,“ segir hann. „Ég er rosavanur því að slaka á að með því að lesa og ég get ekki gert það.“ Kristján segist ekki reiður en hann skilji hins vegar ekki hvers vegna þeir réðust á hann. „Ég er ekki reiður, ég er ekki fúll. Hvernig á ég að vera reiður út í manneskju sem ég veit ekki hver er,“ segir hann. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Greint var frá því í dag að lögreglan leiti enn þriggja manna af erlendum uppruna sem réðust á mann í miðborginni í eftirmiðdag laugardags og stungu hann í rassinn. Kristján Haukur Magnússon, 43 ára íbúi í miðborginni, er sá sem ráðist var á en hann var að ganga inn um dyrnar að Aðalstræti 9 við Fógetagarðinn þegar atvikið átti sér stað. Vísir ræddi við Kristján um atvikið og eftirmála þess. Fann fyrir pinna þrýsta á rassinn „Ég er vanur að ganga mikið og hafði rétt áður farið í langan göngutúr út á Gróttu og í Krónuna á Granda og til baka,“ segir Kristján Haukur um aðdragandann að árásinni. „Það er alltaf fólk hangandi þarna í sundinu að reykja,“ segir Kristján sem sá mennina í sundinu við Fógetagarðinn áður en atvikið átti sér stað. Hann hafi heyrt þá tala saman á arabísku og ákvað að heilsa þeim á málinu. Í kjölfarið hafi hann heyrt þá ræða saman sín á milli um hann. Kristján Haukur er enn að jafna sig eftir árásina þó áverkarnir hafi ekki verið miklir. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað þeir vildu en ég skil smá arabísku og heyrði að þeir sögðust ætla að ráðast á mig,“ segir Kristján. Hann ákvað þá að drífa sig inn á stigaganginn en mennirnir hafi farið á eftir honum. „Ég ýtti á hurðina til að komast inn og fann þá pinna þrýsta á rassinn á mér. Ég hélt að þeir væru bara að þrýsta einhverju að mér, ég fann ekki fyrir sársaukanum.“ Um leið og hann fann fyrir potinu þá flýtti hann sér inn og lokaði á eftir sér. Mennirnir hafi reynt að þröngva sér inn en ekki haft erindi sem erfiði. „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann,“ segir Kristján Haukur. Gerði sér ekki strax grein fyrir hvað hefði gerst Eftir atvikið segir Kristján að það hafi tekið sig smá stund að fatta hvað hefði gerst. Hann hafi ætlað að halda áfram með hversdaginn eins og ekkert hefði í skorist. „Ég fattaði ekkert strax. Ég fór bara upp með vörurnar, settist niður og hélt að það væri allt í lagi með mig,“ segir Kristján Hann hafi ætlað að halda áfram að horfa á sjónvarpið, fantasíuþættina The Sandman, þegar hann uppgötvaði að hann væri með áverka. „Adrenalínið fór á fullt og ég skynjaði ekki alveg strax hvað væri um að vera. Síðan hringdi ég á sjúkrabíl en gat ekki talað,“ segir Kristján. Vegna adrenalínsins hafi hann verið alveg óðamála. „Ég fór að tala rosahratt, svo hratt að þeir hjá 112 skildu mig ekki. Þannig að ég fór aftur út og mætti þar annarri manneskju og þurfti að biðja hana um að hringja í Neyðarlínuna,“ Viðkomandi hringdi á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar og fór með Kristján upp á bráðamóttökuna. Þar hafi þurft að sauma nokkra sauma í hann eftir skurðinn. Geti ekki lesið og eigi erfitt með svefn Árásin hefur haft töluverð áhrif á daglegt líf Kristjáns. „Ég á erfitt með að sofa, sitja og lesa,“ segir hann. „Ég er rosavanur því að slaka á að með því að lesa og ég get ekki gert það.“ Kristján segist ekki reiður en hann skilji hins vegar ekki hvers vegna þeir réðust á hann. „Ég er ekki reiður, ég er ekki fúll. Hvernig á ég að vera reiður út í manneskju sem ég veit ekki hver er,“ segir hann.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira