„Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2025 22:13 Veðrið lék við Austurlandið í dag eins og síðustu daga. Veðrið lék við landsmenn um allt land í dag og á Egilsstöðum var engin undantekning á því, þar sem hefur verið rjómablíða í dag og síðustu daga. Gestir í Höfðavík böðuðu sig í sólinni meðan gestir í Vök böðuðu sig í laugunum. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri fréttastofu Sýnar, var í beinni frá böðunum í Vök í kvöldfréttum. „Það er alveg svakalega ljúft fyrir austan, þetta vita reynsluboltarnir sem koma hingað hvert einasta sumar. Júní var reyndar undir væntingum þegar kemur að veðri. Þetta var ekki bongóblíða allan júnímáuð á Egilsstöðum en hún byrjaði núna í júlí og það var gaman að sjá í gær á frjálsíþróttavellinum á Egilsstöðum, Vilhjálmsvelli, þar sem fór fram árlegt héraðsmót,“ sagði Kolbeinn Tumi. „Það er yndislegt að vera hérna“ Í dag var engin breyting á veðrinu, algjör rjómablíða, og fréttastofa náði tali af nokkrum skælbrosandi tjaldstæðagestum í Atlavík. „Við komum hingað sirka einu sinni ári, stílum inn á veðrið og erum í þrjá til fimm daga, búin að lenda í hitabylgju bæði í fyrra og hittífyrra. Það er yndislegt að vera hérna,“ sagði Þorsteinn Arthúrsson, tjaldgestur í Höfðavík. „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur,“ sagði Arndís, sem var einnig gestur í Höfðavík. Strákanir Ernir, Þórir og Viðar voru búnir að leika sér í fótbolta, á ærslabelgnum og fara út í vatnið. Strákarnir hafa brallað ýmislegt fyrir austan. „Við eigum von á góðu sumri hér eftir“ Kolbeinn Tumi ræddi einnig við Kristínu Dröfn Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Vakar, um sumarið fyrir austan. Hvernig hefur sumarið verið í Vök? „Sumarið hefur verið ágætt. Við fengum svakalegan maí en þá voru Íslendingarnir ekki komnir á ferðina. Júní var á pari við árið í fyrra en nú er sumarið komið þannig við eigum von á góðu sumri hér eftir,“ sagði Kristín Dröfn. Kristín Dröfn er framkvæmdastjóri baðanna í Vök. Hvernig er skiptingin, maður sér mikið af útlendingum og líka Íslendingum? Er það misjafnt sumar og vetur? „Það er eiginlega alveg umpólun, sumar og vetur. Á sumrin má segja að við séum með 75 prósent erlenda gesti og á veturna snýst þetta svolítið við og við erum í 60-40,“ sagði Kristín. Undanfarið hefur hvert lónið á fætur öðru skotið upp kollinum. Finnið þið fyrir samkeppni í þessum bransa? „Við gerum það eiginlega ekki, við erum svo langt frá höfuðborgarsvæðinu og þessu suðvesturhorni. Vissulega eru Norðurböðin ansi nálægt en við búum líka að því að það er ekki mikið jarðhitasvæði hér. Þessi staður er einstakur að því leyti að það er heitt vatn hér undir í Urriðavatninu,“ sagði hún. Og þið hafið sérstöðu, það er ferskvatn sem fólk getur dýft sér í á milli þess sem það fer í heitu pottana. „Við erum með einu fljótandi laugarnar á Íslandi og það er frábær sérstaða að geta boðið upp á það að þú getir farið út í kalt vatn og farið svo í misheit baðlón,“ sagði Kristín að lokum við Kolbein Tuma sem fór í kjölfarið ofan í ellefu gráðu kalt vatnið. Bannað er að dýfa sér og því fór Tumi svo smekklega ofan í vatnið. Múlaþing Veður Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Sjá meira
Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri fréttastofu Sýnar, var í beinni frá böðunum í Vök í kvöldfréttum. „Það er alveg svakalega ljúft fyrir austan, þetta vita reynsluboltarnir sem koma hingað hvert einasta sumar. Júní var reyndar undir væntingum þegar kemur að veðri. Þetta var ekki bongóblíða allan júnímáuð á Egilsstöðum en hún byrjaði núna í júlí og það var gaman að sjá í gær á frjálsíþróttavellinum á Egilsstöðum, Vilhjálmsvelli, þar sem fór fram árlegt héraðsmót,“ sagði Kolbeinn Tumi. „Það er yndislegt að vera hérna“ Í dag var engin breyting á veðrinu, algjör rjómablíða, og fréttastofa náði tali af nokkrum skælbrosandi tjaldstæðagestum í Atlavík. „Við komum hingað sirka einu sinni ári, stílum inn á veðrið og erum í þrjá til fimm daga, búin að lenda í hitabylgju bæði í fyrra og hittífyrra. Það er yndislegt að vera hérna,“ sagði Þorsteinn Arthúrsson, tjaldgestur í Höfðavík. „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur,“ sagði Arndís, sem var einnig gestur í Höfðavík. Strákanir Ernir, Þórir og Viðar voru búnir að leika sér í fótbolta, á ærslabelgnum og fara út í vatnið. Strákarnir hafa brallað ýmislegt fyrir austan. „Við eigum von á góðu sumri hér eftir“ Kolbeinn Tumi ræddi einnig við Kristínu Dröfn Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Vakar, um sumarið fyrir austan. Hvernig hefur sumarið verið í Vök? „Sumarið hefur verið ágætt. Við fengum svakalegan maí en þá voru Íslendingarnir ekki komnir á ferðina. Júní var á pari við árið í fyrra en nú er sumarið komið þannig við eigum von á góðu sumri hér eftir,“ sagði Kristín Dröfn. Kristín Dröfn er framkvæmdastjóri baðanna í Vök. Hvernig er skiptingin, maður sér mikið af útlendingum og líka Íslendingum? Er það misjafnt sumar og vetur? „Það er eiginlega alveg umpólun, sumar og vetur. Á sumrin má segja að við séum með 75 prósent erlenda gesti og á veturna snýst þetta svolítið við og við erum í 60-40,“ sagði Kristín. Undanfarið hefur hvert lónið á fætur öðru skotið upp kollinum. Finnið þið fyrir samkeppni í þessum bransa? „Við gerum það eiginlega ekki, við erum svo langt frá höfuðborgarsvæðinu og þessu suðvesturhorni. Vissulega eru Norðurböðin ansi nálægt en við búum líka að því að það er ekki mikið jarðhitasvæði hér. Þessi staður er einstakur að því leyti að það er heitt vatn hér undir í Urriðavatninu,“ sagði hún. Og þið hafið sérstöðu, það er ferskvatn sem fólk getur dýft sér í á milli þess sem það fer í heitu pottana. „Við erum með einu fljótandi laugarnar á Íslandi og það er frábær sérstaða að geta boðið upp á það að þú getir farið út í kalt vatn og farið svo í misheit baðlón,“ sagði Kristín að lokum við Kolbein Tuma sem fór í kjölfarið ofan í ellefu gráðu kalt vatnið. Bannað er að dýfa sér og því fór Tumi svo smekklega ofan í vatnið.
Múlaþing Veður Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Sjá meira