Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 7. júlí 2025 21:43 Heimir Guðjónsson var ánægður með sitt lið en ekki dómarann. Ernir Eyjólfsson/Vísir FH tók á móti Stjörnunni í dag en leikurinn endaði í 1-1 jafntefli. Heimir Guðjónsson var ánægður með leik sinna manna, en alls ekki ánægður með frammistöðu dómarans eins og má sjá neðar í fréttinni. „Ég held það miðað við færin sem þeir fengu í lokin. Mér fannst við frábærir í seinni hálfleik, og komum út af gríðarlegum krafti, við pressuðum þá og sköpuðum okkur góð færi. Jöfnuðum leikinn svo voru forsendur til þess að skora eitt í viðbót. Björn Daníel fékk náttúrulega algjört dauðafæri. Í uppbótatímanum gáfum við aðeins eftir, vorum búnir að hlaupa mikið. Við vorum líka góðir fyrstu 25 mínúturnar, en eftir 25 mínútur í fyrri hálfleik forum við að hætta að gera þessa hluti sem voru að virka fyrir okkur. Við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum, og á stöðum þar sem Stjarnan eru góðir að komast upp, sem þeir hafa sýnt í sumar. Ef við tökum bara færin þá held ég að við getum sagt að þetta hafi verið sanngjarnt, en mér fannst við betri út á vellinum,“ sagði Heimir. Heimir var allt annað en sáttur við dómarann Heimir var spurður út í vítaspyrnuna sem Stjarnan fékk, og fékk að horfa á atvikið þegar hann svaraði. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. Tómas kemst fyrir Andra Rúnar sem ætlar að skjóta og við það sparkar Andri í Tómas. Heimir vill meina að Tómas hafi verið búinn að vinna sér inn stöðuna þarna. Andri Rúnar skoraði úr vítinu sem Heimir segir að hafi verið dýfa.Ernir Eyjólfsson/Vísir „Algjörlega, þetta er bara dýfa, það sáu það allir á vellinum. Tommi fær svo gult fyrir þetta. Fyrst við erum byrjaðir að tala um dómgæsluna, þá get ég alveg tjáð mig núna. Þetta byrjaði þannig að við spiluðum fyrsta leikinn á móti Stjörnunni í deildinni. Þar áttum við að fá víti og það var eitthvað draugamark. Svo er þetta bara búið að halda áfram, mér finnst dómgæslan búin að vera léleg í sumar. Mér finnst dómgæslan gagnvart FH mjög slök, við fáum ekki víti, Siggi (Sigurður Bjartur) fær aldrei aukaspyrnu út á vellinum. Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir alveg greinilega verulega pirraður út í dómgæsluna. Fótbolti Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
„Ég held það miðað við færin sem þeir fengu í lokin. Mér fannst við frábærir í seinni hálfleik, og komum út af gríðarlegum krafti, við pressuðum þá og sköpuðum okkur góð færi. Jöfnuðum leikinn svo voru forsendur til þess að skora eitt í viðbót. Björn Daníel fékk náttúrulega algjört dauðafæri. Í uppbótatímanum gáfum við aðeins eftir, vorum búnir að hlaupa mikið. Við vorum líka góðir fyrstu 25 mínúturnar, en eftir 25 mínútur í fyrri hálfleik forum við að hætta að gera þessa hluti sem voru að virka fyrir okkur. Við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum, og á stöðum þar sem Stjarnan eru góðir að komast upp, sem þeir hafa sýnt í sumar. Ef við tökum bara færin þá held ég að við getum sagt að þetta hafi verið sanngjarnt, en mér fannst við betri út á vellinum,“ sagði Heimir. Heimir var allt annað en sáttur við dómarann Heimir var spurður út í vítaspyrnuna sem Stjarnan fékk, og fékk að horfa á atvikið þegar hann svaraði. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. Tómas kemst fyrir Andra Rúnar sem ætlar að skjóta og við það sparkar Andri í Tómas. Heimir vill meina að Tómas hafi verið búinn að vinna sér inn stöðuna þarna. Andri Rúnar skoraði úr vítinu sem Heimir segir að hafi verið dýfa.Ernir Eyjólfsson/Vísir „Algjörlega, þetta er bara dýfa, það sáu það allir á vellinum. Tommi fær svo gult fyrir þetta. Fyrst við erum byrjaðir að tala um dómgæsluna, þá get ég alveg tjáð mig núna. Þetta byrjaði þannig að við spiluðum fyrsta leikinn á móti Stjörnunni í deildinni. Þar áttum við að fá víti og það var eitthvað draugamark. Svo er þetta bara búið að halda áfram, mér finnst dómgæslan búin að vera léleg í sumar. Mér finnst dómgæslan gagnvart FH mjög slök, við fáum ekki víti, Siggi (Sigurður Bjartur) fær aldrei aukaspyrnu út á vellinum. Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir alveg greinilega verulega pirraður út í dómgæsluna.
Fótbolti Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira