Innlent

Lög­regla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akur­eyri

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Konan fór út úr húsi á miðbæjarsvæðinu snemma í morgun.
Konan fór út úr húsi á miðbæjarsvæðinu snemma í morgun. Vísir/Vilhelm

Lögreglan leitar að 75 ára konu með heilabilun á Akureyri. Hún er talin hafa farið út úr húsi á miðbæjarsvæðinu um fjögurleytið í nótt.

Konan er um 165 sentímetrar á hæð, þéttvaxin með grátt millisítt hár. Hún gæti verið klædd í grænar joggingbuxur og er mögulega berfætt eða í inniskóm.

Þeir sem hafa séð til ferða konunnar eru beðnir um að láta vita í síma 112. Þá eru íbúar, sérstaklega á miðbæjararsvæðinu og hverfum kringum það, beðnir um að skoða í kringum hús sín, í garðhús og aðra staði þar sem einstaklingar gætu komist inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×