„Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 12:30 Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir svekkir sig á sama tíma og svissnesku stelpurnar fagna marki. Getty/Daniela Porcelli Gengi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss er ekki samfélagsmiðlum að kenna að mati sérfræðinga en var það pressan og stressið sem var að angra liðið? Gestirnir í Besta sætinu veltu þessu fyrir sér sem og lokaleik liðsins á mótinu. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Tapið þýðir að íslensku stelpurnar eru úr leik þrátt fyrir að eiga einn leik eftir og þess vegna verður ekkert undir fyrir íslenska liðið í lokaleiknum á móti Noregi á fimmtudagskvöldið. Hrista upp í þessu „Úr því sem komið er þurfum við ekki eitthvað aðeins að hrista upp í þessu,“ spurði Ásta. „Núna getum við kvartað. Núna er miðjan pínu spurningarmerki. Mér fannst við líka undir á miðjunni í fyrsta leiknum. Það er nú oftast þannig þegar maður spilar fótbolta að ef þú ert alltaf undir á miðjunni þá fer alltof mikil orka í atriði sem á ekki að fara orka í. Við náum þá ekki að nýta orkuna í það sem við þurfum,“ sagði Bára. „Það augljóslega margt sem hefði mátt betur fara á þessu móti. Mótið er búið fyrir Ísland en það er ekki bókstaflega búið því við eigum einn leik eftir,“ sagði Ágúst og fékk gesti sína til að velta fyrir sér stemmningunni í íslenska hópnum við þessar aðstæður. Er þetta ekki bara TikTok að kenna? „Er þetta ekki bara TikTok að kenna,“ sagði Ásta í léttum tón og Bára hló mikið. „Við erum ekki sammála því. Ásta var að grínast,“ sagði Bára. „Stemmningin er örugglega mjög þung og ég get ímyndað mér að morgundagurinn (dagurinn í gær) verði örugglega erfiður hjá liðinu. Þær mega ekki bakka út úr þessu og verða bara að halda áfram,“ sagði Ásta. „Þetta er það sem fólk vill sjá. Við viljum sjá innsýn inn í liðið,“ sagði Ásta um samfélagsmiðlana. „Þetta er ekki vandamálið,“ sagði Bára. „Enda var ég bara að grínast,“ svaraði Ásta. Gaman að sjá byrjunarliðið á móti Noregi „Það verður gaman að sjá hvernig síðasti leikurinn fer og það væri líka gaman að sjá byrjunarliðið. Hvort að þá komi einhverjar breytingar þegar það er ekkert í húfi,“ sagði Ásta. „Mögulega notar hann þennan leik til að gefa einhverjum tækifæri. Ég hef sjaldan verið meira sannfærð um að við séum að fara gera eitthvað í leik á stórmóti,“ sagði Bára um Noregsleikinn. „Þær eru að fara inn í leikinn pressulausar, dottnar út. Í þessum tveimur fyrstu umferðum þá er Noregur hvað næst okkur í spilamennsku að mínu mati. Ég segi bara fulla ferð áfram á móti Noregi,“ sagði Bára. Ekkert annað í stöðunni núna „Ég væri til í að sjá þær hrista af sér þetta stress eða hvað það sem er búið að vera angra þessar stelpur. Núna höfum við engu að tapa. Fariði bara og spiliði. Pressulaust,“ sagði Bára. „Það er ekkert annað í stöðunni núna. Þó það sé ekki nema fyrir þær sakir að sýna öllu þessu fólki sem er að gagnrýna þær hvað sé í þetta lið spunnið. Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Tapið þýðir að íslensku stelpurnar eru úr leik þrátt fyrir að eiga einn leik eftir og þess vegna verður ekkert undir fyrir íslenska liðið í lokaleiknum á móti Noregi á fimmtudagskvöldið. Hrista upp í þessu „Úr því sem komið er þurfum við ekki eitthvað aðeins að hrista upp í þessu,“ spurði Ásta. „Núna getum við kvartað. Núna er miðjan pínu spurningarmerki. Mér fannst við líka undir á miðjunni í fyrsta leiknum. Það er nú oftast þannig þegar maður spilar fótbolta að ef þú ert alltaf undir á miðjunni þá fer alltof mikil orka í atriði sem á ekki að fara orka í. Við náum þá ekki að nýta orkuna í það sem við þurfum,“ sagði Bára. „Það augljóslega margt sem hefði mátt betur fara á þessu móti. Mótið er búið fyrir Ísland en það er ekki bókstaflega búið því við eigum einn leik eftir,“ sagði Ágúst og fékk gesti sína til að velta fyrir sér stemmningunni í íslenska hópnum við þessar aðstæður. Er þetta ekki bara TikTok að kenna? „Er þetta ekki bara TikTok að kenna,“ sagði Ásta í léttum tón og Bára hló mikið. „Við erum ekki sammála því. Ásta var að grínast,“ sagði Bára. „Stemmningin er örugglega mjög þung og ég get ímyndað mér að morgundagurinn (dagurinn í gær) verði örugglega erfiður hjá liðinu. Þær mega ekki bakka út úr þessu og verða bara að halda áfram,“ sagði Ásta. „Þetta er það sem fólk vill sjá. Við viljum sjá innsýn inn í liðið,“ sagði Ásta um samfélagsmiðlana. „Þetta er ekki vandamálið,“ sagði Bára. „Enda var ég bara að grínast,“ svaraði Ásta. Gaman að sjá byrjunarliðið á móti Noregi „Það verður gaman að sjá hvernig síðasti leikurinn fer og það væri líka gaman að sjá byrjunarliðið. Hvort að þá komi einhverjar breytingar þegar það er ekkert í húfi,“ sagði Ásta. „Mögulega notar hann þennan leik til að gefa einhverjum tækifæri. Ég hef sjaldan verið meira sannfærð um að við séum að fara gera eitthvað í leik á stórmóti,“ sagði Bára um Noregsleikinn. „Þær eru að fara inn í leikinn pressulausar, dottnar út. Í þessum tveimur fyrstu umferðum þá er Noregur hvað næst okkur í spilamennsku að mínu mati. Ég segi bara fulla ferð áfram á móti Noregi,“ sagði Bára. Ekkert annað í stöðunni núna „Ég væri til í að sjá þær hrista af sér þetta stress eða hvað það sem er búið að vera angra þessar stelpur. Núna höfum við engu að tapa. Fariði bara og spiliði. Pressulaust,“ sagði Bára. „Það er ekkert annað í stöðunni núna. Þó það sé ekki nema fyrir þær sakir að sýna öllu þessu fólki sem er að gagnrýna þær hvað sé í þetta lið spunnið. Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Sjá meira