„Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 12:30 Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir svekkir sig á sama tíma og svissnesku stelpurnar fagna marki. Getty/Daniela Porcelli Gengi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss er ekki samfélagsmiðlum að kenna að mati sérfræðinga en var það pressan og stressið sem var að angra liðið? Gestirnir í Besta sætinu veltu þessu fyrir sér sem og lokaleik liðsins á mótinu. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Tapið þýðir að íslensku stelpurnar eru úr leik þrátt fyrir að eiga einn leik eftir og þess vegna verður ekkert undir fyrir íslenska liðið í lokaleiknum á móti Noregi á fimmtudagskvöldið. Hrista upp í þessu „Úr því sem komið er þurfum við ekki eitthvað aðeins að hrista upp í þessu,“ spurði Ásta. „Núna getum við kvartað. Núna er miðjan pínu spurningarmerki. Mér fannst við líka undir á miðjunni í fyrsta leiknum. Það er nú oftast þannig þegar maður spilar fótbolta að ef þú ert alltaf undir á miðjunni þá fer alltof mikil orka í atriði sem á ekki að fara orka í. Við náum þá ekki að nýta orkuna í það sem við þurfum,“ sagði Bára. „Það augljóslega margt sem hefði mátt betur fara á þessu móti. Mótið er búið fyrir Ísland en það er ekki bókstaflega búið því við eigum einn leik eftir,“ sagði Ágúst og fékk gesti sína til að velta fyrir sér stemmningunni í íslenska hópnum við þessar aðstæður. Er þetta ekki bara TikTok að kenna? „Er þetta ekki bara TikTok að kenna,“ sagði Ásta í léttum tón og Bára hló mikið. „Við erum ekki sammála því. Ásta var að grínast,“ sagði Bára. „Stemmningin er örugglega mjög þung og ég get ímyndað mér að morgundagurinn (dagurinn í gær) verði örugglega erfiður hjá liðinu. Þær mega ekki bakka út úr þessu og verða bara að halda áfram,“ sagði Ásta. „Þetta er það sem fólk vill sjá. Við viljum sjá innsýn inn í liðið,“ sagði Ásta um samfélagsmiðlana. „Þetta er ekki vandamálið,“ sagði Bára. „Enda var ég bara að grínast,“ svaraði Ásta. Gaman að sjá byrjunarliðið á móti Noregi „Það verður gaman að sjá hvernig síðasti leikurinn fer og það væri líka gaman að sjá byrjunarliðið. Hvort að þá komi einhverjar breytingar þegar það er ekkert í húfi,“ sagði Ásta. „Mögulega notar hann þennan leik til að gefa einhverjum tækifæri. Ég hef sjaldan verið meira sannfærð um að við séum að fara gera eitthvað í leik á stórmóti,“ sagði Bára um Noregsleikinn. „Þær eru að fara inn í leikinn pressulausar, dottnar út. Í þessum tveimur fyrstu umferðum þá er Noregur hvað næst okkur í spilamennsku að mínu mati. Ég segi bara fulla ferð áfram á móti Noregi,“ sagði Bára. Ekkert annað í stöðunni núna „Ég væri til í að sjá þær hrista af sér þetta stress eða hvað það sem er búið að vera angra þessar stelpur. Núna höfum við engu að tapa. Fariði bara og spiliði. Pressulaust,“ sagði Bára. „Það er ekkert annað í stöðunni núna. Þó það sé ekki nema fyrir þær sakir að sýna öllu þessu fólki sem er að gagnrýna þær hvað sé í þetta lið spunnið. Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Tapið þýðir að íslensku stelpurnar eru úr leik þrátt fyrir að eiga einn leik eftir og þess vegna verður ekkert undir fyrir íslenska liðið í lokaleiknum á móti Noregi á fimmtudagskvöldið. Hrista upp í þessu „Úr því sem komið er þurfum við ekki eitthvað aðeins að hrista upp í þessu,“ spurði Ásta. „Núna getum við kvartað. Núna er miðjan pínu spurningarmerki. Mér fannst við líka undir á miðjunni í fyrsta leiknum. Það er nú oftast þannig þegar maður spilar fótbolta að ef þú ert alltaf undir á miðjunni þá fer alltof mikil orka í atriði sem á ekki að fara orka í. Við náum þá ekki að nýta orkuna í það sem við þurfum,“ sagði Bára. „Það augljóslega margt sem hefði mátt betur fara á þessu móti. Mótið er búið fyrir Ísland en það er ekki bókstaflega búið því við eigum einn leik eftir,“ sagði Ágúst og fékk gesti sína til að velta fyrir sér stemmningunni í íslenska hópnum við þessar aðstæður. Er þetta ekki bara TikTok að kenna? „Er þetta ekki bara TikTok að kenna,“ sagði Ásta í léttum tón og Bára hló mikið. „Við erum ekki sammála því. Ásta var að grínast,“ sagði Bára. „Stemmningin er örugglega mjög þung og ég get ímyndað mér að morgundagurinn (dagurinn í gær) verði örugglega erfiður hjá liðinu. Þær mega ekki bakka út úr þessu og verða bara að halda áfram,“ sagði Ásta. „Þetta er það sem fólk vill sjá. Við viljum sjá innsýn inn í liðið,“ sagði Ásta um samfélagsmiðlana. „Þetta er ekki vandamálið,“ sagði Bára. „Enda var ég bara að grínast,“ svaraði Ásta. Gaman að sjá byrjunarliðið á móti Noregi „Það verður gaman að sjá hvernig síðasti leikurinn fer og það væri líka gaman að sjá byrjunarliðið. Hvort að þá komi einhverjar breytingar þegar það er ekkert í húfi,“ sagði Ásta. „Mögulega notar hann þennan leik til að gefa einhverjum tækifæri. Ég hef sjaldan verið meira sannfærð um að við séum að fara gera eitthvað í leik á stórmóti,“ sagði Bára um Noregsleikinn. „Þær eru að fara inn í leikinn pressulausar, dottnar út. Í þessum tveimur fyrstu umferðum þá er Noregur hvað næst okkur í spilamennsku að mínu mati. Ég segi bara fulla ferð áfram á móti Noregi,“ sagði Bára. Ekkert annað í stöðunni núna „Ég væri til í að sjá þær hrista af sér þetta stress eða hvað það sem er búið að vera angra þessar stelpur. Núna höfum við engu að tapa. Fariði bara og spiliði. Pressulaust,“ sagði Bára. „Það er ekkert annað í stöðunni núna. Þó það sé ekki nema fyrir þær sakir að sýna öllu þessu fólki sem er að gagnrýna þær hvað sé í þetta lið spunnið. Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira