Enski boltinn

Besti ungi leik­maðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kota Takai bregður á leik þegar hann var kynntur til leiks sem nýr leikmaður Tottenham.
Kota Takai bregður á leik þegar hann var kynntur til leiks sem nýr leikmaður Tottenham. @spursofficial

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur samið japanska landsliðsmanninn Kota Takai.

Félagið staðfestir komu þessa tvítuga Japana á miðlum sínum í dag.

Takai skrifaði undir samning til ársins 2030 en hann kemur frá japanska úrvalsdeildarfélaginu Kawasaki Frontale.

Takai er miðvörður og mun berjast um stöðu í liðinu við þá Mickey Van de Ven, Cristian Romero, Kevin Danso og Radu Dragusin.

Takai lék sinn fyrsta landsleik í september síðastliðnum þegar Japanir unnu 7-0 sigur á Kínverjum í undankeppni HM.

Hann var valinn besti ungi leikmaðurinn í Japan árið 2024. Það er ekki oft sem varnarmenn fá slík verðlaun sem sýnir að þarna er mögulega framtíðarmaður á ferðinni.

Takai skoraði fjögur mörk í 81 leik með aðalliði Kawasaki Frontale og var lykilmaður í að félagið komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Asíu.

Þetta eru önnur kaup Tottenham síðan að Thomas Frank, fyrrum stjórn Brentford, settist í stjórastól félagsins. Miðjumaðurinn Max McFadden kom frá Leeds United en félagið keypti einnig Kevin Danso frá Lens í byrjun sumars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×