Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 8. júlí 2025 12:30 Þegar stóriðja á Íslandi var byggð upp í lok sjöunda áratugarins var það vegna samninga um hagstætt raforkuverð. Með samningum um raforkusölu til álversins í Straumsvík var Búrfellsvirkjun byggð upp og þar með var lagður grunnur að mikilvægu raforkuöryggi þjóðarinnar til lengri tíma. Raforkukerfið var fyrir þann tíma veikburða og muna margir þeirra sem eldri eru eftir tíðu rafmagnsleysi ef álag á kerfið fór yfir tiltekin mörk. Blómlegur iðnaður skaut rótum sínum í landinu og hefur síðan skapað þúsundir verðmætra starfa. Þarna var lagður grunnurinn að Landsvirkjun, sem í kjölfarið varð nægilega burðug til þess að byggja upp frekari innviði kerfisins. Með tilkomu álveranna á Íslandi varð Landsvirkjun eitt verðmætasta fyrirtæki þjóðarinnar og stendur svo styrkum fótum í dag að hún getur greitt þjóðinni ríkulegan arð af þeirri auðlind sem býr í fallvötnum, jarðhita og nú síðast, í vindinum. Íslendingar hafa staðið í þeirri trú að raforka til álframleiðslu á Íslandi sé ódýr, en á þeim tíma sem liðið hefur frá því að fyrsta álverið á Íslandi var ræst hefur verð á raforku hækkað og mest þessi síðustu ár. Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kemur fram að raforkuverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri sem má rekja m.a. til umframeftirspurnar eftir raforku vegna nýrra notanda og er fullyrt í skýrslunni að aukinn kostnaður sé til þess fallinn að hafa áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem niðurgreiðir ekki raforku til stóriðju, en nær öll ríki Evrópu leggja iðnaði til einhvers konar ríkisstuðning. Fram til þessa hafa samkeppnishæfir raforkusamningar verið grundvöllur veru álveranna á Íslandi, en aðrir rekstrarþættir hafa löngum verið mun þyngri hérlendis en í flestum öðrum ríkjum heimsins. Staðsetning landsins frá mörkuðum gerir kostnað við aðföng háan en kostnaður við vöruflutning til og frá landinu er mikill. Reykjavík er næst dýrasta borg í Evrópu og þar með segir það sig sjálft að allur almennur kostnaður við rekstur álveranna er hár í alþjóðlegum samanburði. Orkusækinn iðnaður er önnur stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og þar með ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs. Álverin eru þar fyrirferðamest, skapa verðmæt og sérhæfð störf og byggja þúsundir Íslendinga framfærslu sína á störfum við álverin. Álverin greiða hátt verð fyrir raforkuna sem skilar sér enn fremur í verulegum arðgreiðslum í ríkissjóð, það er rentan sem þjóðin fær af auðlindinni. Í ár greiddi Landsvirkjun 25 milljarða arð í ríkissjóð og samanlagt 90 milljarða vegna rekstraráranna 2021 til 2024. Þetta getur Landsvirkjun gert fyrst og fremst vegna þeirrar uppbyggingar sem hefur átt sér stað með samningum um raforkusölu til álveranna og standa raforkukaup álveranna þannig að mestu leyti undir þessum arðgreiðslum. Verð á raforku til stóriðju á Íslandi verður að vera nægilega hátt til þess að þjóðin njóti ávinnings af auðlindinni en um leið verður það að vera samkeppnishæft svo álverin á Íslandi sjái hér áfram rekstrargrundvöll í samkeppni við önnur ríki. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Landsvirkjun Stóriðja Mest lesið Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar stóriðja á Íslandi var byggð upp í lok sjöunda áratugarins var það vegna samninga um hagstætt raforkuverð. Með samningum um raforkusölu til álversins í Straumsvík var Búrfellsvirkjun byggð upp og þar með var lagður grunnur að mikilvægu raforkuöryggi þjóðarinnar til lengri tíma. Raforkukerfið var fyrir þann tíma veikburða og muna margir þeirra sem eldri eru eftir tíðu rafmagnsleysi ef álag á kerfið fór yfir tiltekin mörk. Blómlegur iðnaður skaut rótum sínum í landinu og hefur síðan skapað þúsundir verðmætra starfa. Þarna var lagður grunnurinn að Landsvirkjun, sem í kjölfarið varð nægilega burðug til þess að byggja upp frekari innviði kerfisins. Með tilkomu álveranna á Íslandi varð Landsvirkjun eitt verðmætasta fyrirtæki þjóðarinnar og stendur svo styrkum fótum í dag að hún getur greitt þjóðinni ríkulegan arð af þeirri auðlind sem býr í fallvötnum, jarðhita og nú síðast, í vindinum. Íslendingar hafa staðið í þeirri trú að raforka til álframleiðslu á Íslandi sé ódýr, en á þeim tíma sem liðið hefur frá því að fyrsta álverið á Íslandi var ræst hefur verð á raforku hækkað og mest þessi síðustu ár. Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kemur fram að raforkuverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri sem má rekja m.a. til umframeftirspurnar eftir raforku vegna nýrra notanda og er fullyrt í skýrslunni að aukinn kostnaður sé til þess fallinn að hafa áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem niðurgreiðir ekki raforku til stóriðju, en nær öll ríki Evrópu leggja iðnaði til einhvers konar ríkisstuðning. Fram til þessa hafa samkeppnishæfir raforkusamningar verið grundvöllur veru álveranna á Íslandi, en aðrir rekstrarþættir hafa löngum verið mun þyngri hérlendis en í flestum öðrum ríkjum heimsins. Staðsetning landsins frá mörkuðum gerir kostnað við aðföng háan en kostnaður við vöruflutning til og frá landinu er mikill. Reykjavík er næst dýrasta borg í Evrópu og þar með segir það sig sjálft að allur almennur kostnaður við rekstur álveranna er hár í alþjóðlegum samanburði. Orkusækinn iðnaður er önnur stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og þar með ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs. Álverin eru þar fyrirferðamest, skapa verðmæt og sérhæfð störf og byggja þúsundir Íslendinga framfærslu sína á störfum við álverin. Álverin greiða hátt verð fyrir raforkuna sem skilar sér enn fremur í verulegum arðgreiðslum í ríkissjóð, það er rentan sem þjóðin fær af auðlindinni. Í ár greiddi Landsvirkjun 25 milljarða arð í ríkissjóð og samanlagt 90 milljarða vegna rekstraráranna 2021 til 2024. Þetta getur Landsvirkjun gert fyrst og fremst vegna þeirrar uppbyggingar sem hefur átt sér stað með samningum um raforkusölu til álveranna og standa raforkukaup álveranna þannig að mestu leyti undir þessum arðgreiðslum. Verð á raforku til stóriðju á Íslandi verður að vera nægilega hátt til þess að þjóðin njóti ávinnings af auðlindinni en um leið verður það að vera samkeppnishæft svo álverin á Íslandi sjái hér áfram rekstrargrundvöll í samkeppni við önnur ríki. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun