„Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. júlí 2025 20:36 Veiðigjaldafrumvarpið hefur verið til umræðu í ríflega samtals 147 klukkustundir og og hreppir fyrsta sætið af fyrri methafa, sem var þriðji orkupakkinn. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir Íslandsmeti í óvandaðri lagasetningu en Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu veiðigjaldafrumvarpsins í dag. Þingmaður Viðreisnar segir metið dapurlegt og vill að þingið standi með lýðræðinu. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir aldrei hafa verið markmið í sjálfu sér að ná því meti sem stjórnarandstaðan náði í dag. Málið hafi verið gallað fyrir „Hér er að okkar mati um Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu að ræða. Þess vegna höfum við staðið hér. Og þrátt fyrir að við höfum mikinn skilning á þeim samkvæmisleik sem er að telja þessar klukkustundir og hvað væri hægt að gera á meðan, þá gleymist það í umræðunni að það var útaf því að við stóðum hér,“ segir Hildur. Hún segir galla hafa verið á frumvarpinu sem hefðu ekki verið lagaðir hefði stjórnarandstaðan ekki staðið klukkustundum saman og málþæft. „Þannig að ef við hefðum orðið við óskum og jafnvel kröfum stjórnarmeirihlutans, um að muna að við séum í minnihluta og hleypa þessu í atkvæðagreiðslu, virða meirihlutalýðræðið og allt þetta sem við erum búin að fá að heyra ansi oft, þá hefði þetta mál farið gallað í gegn og orðið gölluð íslensk lög. Það er hlutverk okkar í stjórnarandstöðu að grípa þetta, draga þessar línur í sandinn. Þannig að við erum stolt af því, við löguðum alla vega málið. Ef það þýðir Íslandsmet, jæja, þá tökum við því bara.“ Dapurlegt met María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar segir metið aftur á móti dapurlegt. Það lýsi stöðunni sem upp er komin í þinginu þar sem lýðræðislega kjörinn meirihluti leitast við að koma sínum pólitísku málum án árangurs. Fjórða vikan í 2. umræðu veiðigjaldafrumvarpsins hófst í gær og María Rut vekur athygli á þeim fjölda þingfunda sem efnt hefur verið til og lengd þeirra. „Og mikill vilji hjá öllum aðilum að reyna að koma okkur áfram og ljúka þinglokasamningum. Það hefur verið súrsæt stemning, get ég ímyndað mér, síðustu vikurnar og við þurfum að ljúka þessu, standa með þingræðinu, og koma mikilvægum málum í gegn,“ segir María Rut aðspurð hvort bakslag hafi orðið milli meiri- og minnihlutans í viðræðum um þinglokasamning. Hildur segist heldur ekki finna fyrir bakslagi. „Ég verð þó að segja að það er svolítið skrítið miðað við öll þau mýmörgu mál sem á eftir að ræða, til dæmis strandveiðar, sem eru að mér vitandi að brenna á tíma en eru ekki settar á dagskrá því það á að láta okkur standa uppi í sal og tala um veiðigjöld þrátt fyrir að það sé verið að semja. Og svo erum við skömmuð til að standa og tala um veiðigjöld. En samt hefur meirihlutinn það eingöngu á dagskrá. Þetta er allt svolítið súrt. En allt í góðu, við stöndum og reynum að geta það sem við getum. Þingfundur dagsins hefur staðið yfir í á ellefta tíma. Þingflokksformenn funda síðar í kvöld í þinglokaviðræðum. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir aldrei hafa verið markmið í sjálfu sér að ná því meti sem stjórnarandstaðan náði í dag. Málið hafi verið gallað fyrir „Hér er að okkar mati um Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu að ræða. Þess vegna höfum við staðið hér. Og þrátt fyrir að við höfum mikinn skilning á þeim samkvæmisleik sem er að telja þessar klukkustundir og hvað væri hægt að gera á meðan, þá gleymist það í umræðunni að það var útaf því að við stóðum hér,“ segir Hildur. Hún segir galla hafa verið á frumvarpinu sem hefðu ekki verið lagaðir hefði stjórnarandstaðan ekki staðið klukkustundum saman og málþæft. „Þannig að ef við hefðum orðið við óskum og jafnvel kröfum stjórnarmeirihlutans, um að muna að við séum í minnihluta og hleypa þessu í atkvæðagreiðslu, virða meirihlutalýðræðið og allt þetta sem við erum búin að fá að heyra ansi oft, þá hefði þetta mál farið gallað í gegn og orðið gölluð íslensk lög. Það er hlutverk okkar í stjórnarandstöðu að grípa þetta, draga þessar línur í sandinn. Þannig að við erum stolt af því, við löguðum alla vega málið. Ef það þýðir Íslandsmet, jæja, þá tökum við því bara.“ Dapurlegt met María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar segir metið aftur á móti dapurlegt. Það lýsi stöðunni sem upp er komin í þinginu þar sem lýðræðislega kjörinn meirihluti leitast við að koma sínum pólitísku málum án árangurs. Fjórða vikan í 2. umræðu veiðigjaldafrumvarpsins hófst í gær og María Rut vekur athygli á þeim fjölda þingfunda sem efnt hefur verið til og lengd þeirra. „Og mikill vilji hjá öllum aðilum að reyna að koma okkur áfram og ljúka þinglokasamningum. Það hefur verið súrsæt stemning, get ég ímyndað mér, síðustu vikurnar og við þurfum að ljúka þessu, standa með þingræðinu, og koma mikilvægum málum í gegn,“ segir María Rut aðspurð hvort bakslag hafi orðið milli meiri- og minnihlutans í viðræðum um þinglokasamning. Hildur segist heldur ekki finna fyrir bakslagi. „Ég verð þó að segja að það er svolítið skrítið miðað við öll þau mýmörgu mál sem á eftir að ræða, til dæmis strandveiðar, sem eru að mér vitandi að brenna á tíma en eru ekki settar á dagskrá því það á að láta okkur standa uppi í sal og tala um veiðigjöld þrátt fyrir að það sé verið að semja. Og svo erum við skömmuð til að standa og tala um veiðigjöld. En samt hefur meirihlutinn það eingöngu á dagskrá. Þetta er allt svolítið súrt. En allt í góðu, við stöndum og reynum að geta það sem við getum. Þingfundur dagsins hefur staðið yfir í á ellefta tíma. Þingflokksformenn funda síðar í kvöld í þinglokaviðræðum.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira