Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 10:02 Sveindísi Jane Jónsdóttur hefur gengið afar illa að skapa sér eitthvað á Evrópumótinu, bæði í ár og líka í Englandi fyrir þremur árum síðan. Getty/Aitor Alcalde Sveindís Jane Jónsdóttir er hættulegasti sóknarmaður íslenska kvennalandsliðsins og hefur verið það undanfarin ár. Frammistaða hennar á tveimur Evrópumótum hefur alls ekki staðið undir væntingum. Hverju er um að kenna? Er hún ekki eins góð og við höldum? Hentar leikstíll liðsins henni ekki? Eru mótherjarnir að leggja ofurkapp á það að stoppa hana? Er hún ekki að fá nægilega góða aðstoð frá liðsfélögunum? Það er auðvitað nóg af spurningum enda er tölfræði Sveindísar sláandi slök. Hún hefur nú spilað samtals fimm leiki í úrslitakeppni EM, þrjá á EM í Englandi 2022 og tvo leiki á þessu Evrópumóti. Ekkert mark - engin stoðsending Sveindís hefur hvorki skorað mark né lagt upp mark í þessum leikjum. Ísland hefur skorað þrjú mörk samtals og Sveindís kom hvergi nálægt þeim. Á þeim 419 mínútum sem hún hefur spilað þá hefur hún reynt tíu skot en aðeins eitt þeirra hefur farið á markið. Hún er aðeins með 0,5 í áætluðum mörkum (xG) í þessum fimm leikjum. Skotin hennar hafa líka að meðaltali verið fyrir utan teig eða af 17,6 metra færi að meðaltali. Hún er ekki að komast í góð skotfæri inn í teig. Á þessu móti hefur ekkert af fjórum skotum Sveindísar hitt markið. Hún er með aðeins 0,2 í áætluðum mörkum (xG) í þessum tveimur leikjum. Hún hefur níu sinnum reynt að taka leikmann á og aðeins tvisvar hefur það heppnast. Sjö leikmenn íslenska liðsins komu við boltann inn í teig Svisslendinga í leiknum en Sveindís var ekki ein af þeim. Þar hjálpaði auðvitað ekki að hún var sjálf að taka innköst sem voru hættulegustu sóknaraðgerðir íslenska liðsins. Fjögur skotanna og það eina sem fór á markið kom í fyrsta leik hennar á EM 2022 sem var á móti Belgíu. Fjórir í röð án þess að eiga skot á mark Síðan þá hefur hún ekki aðeins leikið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu án þess að skora heldur fjóra leiki í röð án þess að hitta markið. Skotin eru aðeins sex samtals á 329 mínútum í þessum fjórum leikjum eða skot á 54 mínútna fresti. Það hlýtur bara að fara að koma að því að hlutirnir fari að ganga upp hjá Sveindísi á EM. Hæfileikarnir eru það miklir að vonandi brestur stíflan í Noregsleiknum. Þá verður þetta bara góða gamla tómatsósan, ekki satt? Ef íslenska landsliðið þarf á einhverju að halda þá er það að sjá Sveindísi okkar í ham. Það er löngu kominn tími á að laga aðeins þessa sláandi tölfræði. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Hverju er um að kenna? Er hún ekki eins góð og við höldum? Hentar leikstíll liðsins henni ekki? Eru mótherjarnir að leggja ofurkapp á það að stoppa hana? Er hún ekki að fá nægilega góða aðstoð frá liðsfélögunum? Það er auðvitað nóg af spurningum enda er tölfræði Sveindísar sláandi slök. Hún hefur nú spilað samtals fimm leiki í úrslitakeppni EM, þrjá á EM í Englandi 2022 og tvo leiki á þessu Evrópumóti. Ekkert mark - engin stoðsending Sveindís hefur hvorki skorað mark né lagt upp mark í þessum leikjum. Ísland hefur skorað þrjú mörk samtals og Sveindís kom hvergi nálægt þeim. Á þeim 419 mínútum sem hún hefur spilað þá hefur hún reynt tíu skot en aðeins eitt þeirra hefur farið á markið. Hún er aðeins með 0,5 í áætluðum mörkum (xG) í þessum fimm leikjum. Skotin hennar hafa líka að meðaltali verið fyrir utan teig eða af 17,6 metra færi að meðaltali. Hún er ekki að komast í góð skotfæri inn í teig. Á þessu móti hefur ekkert af fjórum skotum Sveindísar hitt markið. Hún er með aðeins 0,2 í áætluðum mörkum (xG) í þessum tveimur leikjum. Hún hefur níu sinnum reynt að taka leikmann á og aðeins tvisvar hefur það heppnast. Sjö leikmenn íslenska liðsins komu við boltann inn í teig Svisslendinga í leiknum en Sveindís var ekki ein af þeim. Þar hjálpaði auðvitað ekki að hún var sjálf að taka innköst sem voru hættulegustu sóknaraðgerðir íslenska liðsins. Fjögur skotanna og það eina sem fór á markið kom í fyrsta leik hennar á EM 2022 sem var á móti Belgíu. Fjórir í röð án þess að eiga skot á mark Síðan þá hefur hún ekki aðeins leikið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu án þess að skora heldur fjóra leiki í röð án þess að hitta markið. Skotin eru aðeins sex samtals á 329 mínútum í þessum fjórum leikjum eða skot á 54 mínútna fresti. Það hlýtur bara að fara að koma að því að hlutirnir fari að ganga upp hjá Sveindísi á EM. Hæfileikarnir eru það miklir að vonandi brestur stíflan í Noregsleiknum. Þá verður þetta bara góða gamla tómatsósan, ekki satt? Ef íslenska landsliðið þarf á einhverju að halda þá er það að sjá Sveindísi okkar í ham. Það er löngu kominn tími á að laga aðeins þessa sláandi tölfræði.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira