Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 07:53 Stjórnendur byggingarfyrirtækja segja margt hafa áhrif á byggingu nýrra íbúða. Þeim gæti farið fækkandi næstu misseri. Vísir/Vilhelm Umtalsverður samdráttur verður í fjölda íbúða í byggingu fyrir almennan markað á næstu 12 mánuðum samkvæmt könnun sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í júní. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Könnunin var lögð fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað og er unnin milli talninga Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS) á íbúðum í byggingu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar gera stjórnendur fyrirtækjanna ráð fyrir 17 prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins kemur fram að niðurstöðurnar bendi til þess að hár fjármagnskostnaður sé mjög stór áhrifaþáttur þessa samdráttar. Þar kemur einnig fram að heildarfjöldi íbúða í byggingu hjá fyrirtækjunum sem tóku þátt í könnuninni er 2.262, sem nemur 37 prósent af öllum íbúðum í byggingu á landinu, samkvæmt tölum HMS. Gangi áform fyrirtækjanna eftir verða 1.873 íbúðir í byggingu eftir tólf mánuði samkvæmt greiningu SI. Fyrirtækin hófu, samkvæmt greiningunni, byggingu á 960 íbúðum á síðustu tólf mánuðum sem er litlu minna en þau hafa áform um að hefja á næstu tólf mánuðum, eða 1.142 íbúðir. Íbúðum í byggingu haldi áfram að fækka Í tilkynningu segir að ef þessi samdráttur er heimfærður á markaðinn í heild megi gera ráð fyrir að íbúðum í byggingu fækki úr 6.200 í um 5.100 á næstu tólf mánuðum. Gangi það eftir muni íbúðum í byggingu halda að fækka enn frekar. Þær voru tæplega 8.800 í mars 2023 samkvæmt talningu HMS. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Í sömu tilkynningu segir að stjórnendur byggingafyrirtækjanna geri ráð fyrir að selja um 960 íbúðir á næstu tólf mánuðum. Það séu nokkuð færri íbúðir en þær 1.531 sem þeir áætla að verði fullbúnar á sama tímabili. Á síðustu tólf mánuðum hafa þeir, samkvæmt könnuninni, selt 627 íbúðir. Meirihluti þeirra, eða 86 prósent, segja sölutíma íbúða hafa lengst á síðustu tólf mánuðum og að það megi rekja til hás vaxtastigs. Ströng lántökuskilyrði íbúðakaupenda hafi einnig áhrif. Um fjórðungur telur að það megi rekja til þess að nýjar íbúðir henti ekki því sem íbúðakaupendur eru að sækjast eftir. Tæplega 86 prósent stjórnenda segja í könnunni að háir vextir hafi dregið úr áformum þeirra um íbúðauppbyggingu, en um 14 prósent segja að þeir hafi ekki haft áhrif. Þá segja 81 prósent að hár fjármögnunarkostnaður muni draga frekar úr uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en 14 prósent telja að það muni ekki gerast. Framboð lóða, endurgreiðsla og verðhækkun aðfanga hafi einnig áhrif Þá kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar að 76 prósent stjórnenda telja að lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði úr 60 prósent í 35 prósent hafi dregið úr íbúðauppbyggingu. Sú breyting tók gildi um mitt ár 2023 og er ljóst að hún á sinn þátt í fækkun íbúða í byggingu, líkt og Samtök iðnaðarins vöruðu við þegar þáverandi stjórnvöld kynntu áform um breytinguna. Þá kemur einnig fram að ríflega 57 prósent stjórnenda telji að framboð af lóðum hafi heft uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu síðustu ár. Einnig segja tæplega 48 prósent stjórnenda að verðhækkun aðfanga síðustu mánaða hafi dregið úr uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu. Að lokum segja ríflega 38 prósent að hækkun launa starfsmanna síðustu mánaða hafi dregið úr áformum þeirra um uppbyggingu íbúða. Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Könnunin var lögð fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað og er unnin milli talninga Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS) á íbúðum í byggingu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar gera stjórnendur fyrirtækjanna ráð fyrir 17 prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins kemur fram að niðurstöðurnar bendi til þess að hár fjármagnskostnaður sé mjög stór áhrifaþáttur þessa samdráttar. Þar kemur einnig fram að heildarfjöldi íbúða í byggingu hjá fyrirtækjunum sem tóku þátt í könnuninni er 2.262, sem nemur 37 prósent af öllum íbúðum í byggingu á landinu, samkvæmt tölum HMS. Gangi áform fyrirtækjanna eftir verða 1.873 íbúðir í byggingu eftir tólf mánuði samkvæmt greiningu SI. Fyrirtækin hófu, samkvæmt greiningunni, byggingu á 960 íbúðum á síðustu tólf mánuðum sem er litlu minna en þau hafa áform um að hefja á næstu tólf mánuðum, eða 1.142 íbúðir. Íbúðum í byggingu haldi áfram að fækka Í tilkynningu segir að ef þessi samdráttur er heimfærður á markaðinn í heild megi gera ráð fyrir að íbúðum í byggingu fækki úr 6.200 í um 5.100 á næstu tólf mánuðum. Gangi það eftir muni íbúðum í byggingu halda að fækka enn frekar. Þær voru tæplega 8.800 í mars 2023 samkvæmt talningu HMS. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Í sömu tilkynningu segir að stjórnendur byggingafyrirtækjanna geri ráð fyrir að selja um 960 íbúðir á næstu tólf mánuðum. Það séu nokkuð færri íbúðir en þær 1.531 sem þeir áætla að verði fullbúnar á sama tímabili. Á síðustu tólf mánuðum hafa þeir, samkvæmt könnuninni, selt 627 íbúðir. Meirihluti þeirra, eða 86 prósent, segja sölutíma íbúða hafa lengst á síðustu tólf mánuðum og að það megi rekja til hás vaxtastigs. Ströng lántökuskilyrði íbúðakaupenda hafi einnig áhrif. Um fjórðungur telur að það megi rekja til þess að nýjar íbúðir henti ekki því sem íbúðakaupendur eru að sækjast eftir. Tæplega 86 prósent stjórnenda segja í könnunni að háir vextir hafi dregið úr áformum þeirra um íbúðauppbyggingu, en um 14 prósent segja að þeir hafi ekki haft áhrif. Þá segja 81 prósent að hár fjármögnunarkostnaður muni draga frekar úr uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en 14 prósent telja að það muni ekki gerast. Framboð lóða, endurgreiðsla og verðhækkun aðfanga hafi einnig áhrif Þá kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar að 76 prósent stjórnenda telja að lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði úr 60 prósent í 35 prósent hafi dregið úr íbúðauppbyggingu. Sú breyting tók gildi um mitt ár 2023 og er ljóst að hún á sinn þátt í fækkun íbúða í byggingu, líkt og Samtök iðnaðarins vöruðu við þegar þáverandi stjórnvöld kynntu áform um breytinguna. Þá kemur einnig fram að ríflega 57 prósent stjórnenda telji að framboð af lóðum hafi heft uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu síðustu ár. Einnig segja tæplega 48 prósent stjórnenda að verðhækkun aðfanga síðustu mánaða hafi dregið úr uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu. Að lokum segja ríflega 38 prósent að hækkun launa starfsmanna síðustu mánaða hafi dregið úr áformum þeirra um uppbyggingu íbúða.
Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent