„Vissulega eru það vonbrigði“ Aron Guðmundsson skrifar 9. júlí 2025 12:46 Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ Vísir/anton Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir árangur Íslands á yfirstandandi EM í fótbolta vissulega vonbrigði og endurómar orð landsliðsþjálfarans um að staðan verði metin þegar heim er komið. Það yrði gert hvort sem árangurinn hefði verið góður eða slæmur á mótinu. Ísland leikur lokaleik sinn á EM í Sviss á morgun gegn Noregi á Stockhorn leikvanginum í Thun. Að litlu er að keppa nema stoltinu fyrir íslenska liðið sem á ekki möguleika á því að fara upp úr sínum riðli eftir töp í báðum leikjum sínum til þessa. Þá hefur liðinu ekki tekist að koma boltanum í netið. Staða landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar hefur verið til umræðu í fjöl- og samfélagsmiðlum en Þorsteinn er með gildandi samning út undankeppni HM hið minnsta. Klippa: Klára mótið, koma sér heim og ræða málin „Við getum öll verið sammála því að vissulega eru það vonbrigði að eiga ekki möguleika á því að fara upp úr riðlinum, sér í lagi þar sem að það er einn leikur eftir, segir Þorvaldur, formaður KSÍ í samtali við íþróttadeild. Það var markmiðið að reyna komast upp en við sjáum marga góða hluti líka. Við verðum bara skoða það þegar heim er komið eftir síðasta leik en það eru margir góðir hlutir sem maður sér líka og við verðum að vera jákvæð yfir því líka.“ Aðspurður um stöðu landsliðsþjálfarans hafði Þorvaldur þetta að segja: „Ég hugsa að það segi sig sjálft, hvort sem að það gengur vel eða illa í mótum, að menn þurfa alltaf að setjast niður saman og sjá hvað vel hefur farið og hvað hefur ekki gengið nógu vel. Núna er einn leikur eftir og ekki tímabært að vera ræða neina hluti um það núna. Við klárum þetta mót, komum okkur heim og ræðum málin. Eins og komið hefur fram í máli Þorsteins landsliðsþjálfara mun hann setjast niður með formanni, stjórn og yfirmönnum KSÍ og við munum skoða málin.“ Ekki yfir neinu að kvarta Þorvaldur hefur sótt þónokkra leiki á yfirstandandi Evrópumóti og segir mótið hið allra glæsilegasta. „Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið skemmtilegt. Þetta er frábært mót, vel staðið að öllum hlutum hér bæði hvað varðar UEFA og svo Svisslendinga. Aðstæður eru til fyrirmyndar, mikið af áhorfendum og frábærir leikir. Það hefur verið frábært að vera hér.“ Aðstaðan sem að íslenska liðinu hafi verið boðið upp á sé framúrskarandi. „Við höfum ekki yfir neinu að kvarta hvað það varðar. Við erum mjög heppin með aðstöðu bæði hvað hótelið varðar en svo líka hér á æfingasvæðinu. Vellirnir hafa verið til fyrirmyndar og við höfum fengið góðan stuðning frá okkar fólki, það hefur verið fullt á völlunum. Þetta mót hefur gengið mjög vel og ég held að þetta verði eins og ég sagði áður en ég kom hingað eitt af bestu mótunum.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Ísland leikur lokaleik sinn á EM í Sviss á morgun gegn Noregi á Stockhorn leikvanginum í Thun. Að litlu er að keppa nema stoltinu fyrir íslenska liðið sem á ekki möguleika á því að fara upp úr sínum riðli eftir töp í báðum leikjum sínum til þessa. Þá hefur liðinu ekki tekist að koma boltanum í netið. Staða landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar hefur verið til umræðu í fjöl- og samfélagsmiðlum en Þorsteinn er með gildandi samning út undankeppni HM hið minnsta. Klippa: Klára mótið, koma sér heim og ræða málin „Við getum öll verið sammála því að vissulega eru það vonbrigði að eiga ekki möguleika á því að fara upp úr riðlinum, sér í lagi þar sem að það er einn leikur eftir, segir Þorvaldur, formaður KSÍ í samtali við íþróttadeild. Það var markmiðið að reyna komast upp en við sjáum marga góða hluti líka. Við verðum bara skoða það þegar heim er komið eftir síðasta leik en það eru margir góðir hlutir sem maður sér líka og við verðum að vera jákvæð yfir því líka.“ Aðspurður um stöðu landsliðsþjálfarans hafði Þorvaldur þetta að segja: „Ég hugsa að það segi sig sjálft, hvort sem að það gengur vel eða illa í mótum, að menn þurfa alltaf að setjast niður saman og sjá hvað vel hefur farið og hvað hefur ekki gengið nógu vel. Núna er einn leikur eftir og ekki tímabært að vera ræða neina hluti um það núna. Við klárum þetta mót, komum okkur heim og ræðum málin. Eins og komið hefur fram í máli Þorsteins landsliðsþjálfara mun hann setjast niður með formanni, stjórn og yfirmönnum KSÍ og við munum skoða málin.“ Ekki yfir neinu að kvarta Þorvaldur hefur sótt þónokkra leiki á yfirstandandi Evrópumóti og segir mótið hið allra glæsilegasta. „Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið skemmtilegt. Þetta er frábært mót, vel staðið að öllum hlutum hér bæði hvað varðar UEFA og svo Svisslendinga. Aðstæður eru til fyrirmyndar, mikið af áhorfendum og frábærir leikir. Það hefur verið frábært að vera hér.“ Aðstaðan sem að íslenska liðinu hafi verið boðið upp á sé framúrskarandi. „Við höfum ekki yfir neinu að kvarta hvað það varðar. Við erum mjög heppin með aðstöðu bæði hvað hótelið varðar en svo líka hér á æfingasvæðinu. Vellirnir hafa verið til fyrirmyndar og við höfum fengið góðan stuðning frá okkar fólki, það hefur verið fullt á völlunum. Þetta mót hefur gengið mjög vel og ég held að þetta verði eins og ég sagði áður en ég kom hingað eitt af bestu mótunum.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira