Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Árni Sæberg og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 9. júlí 2025 11:05 Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Þjórsá verður stífluð á móts við Skarðsfjall, sem sést hægra megin fyrir miðju. Kirkjustaðurinn Stórinúpur lengst til vinstri. Fjær sjást Búrfell fyrir miðri mynd og Hekla til hægri. Landsvirkjun Hæstiréttur hefur staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru þegar komnar langt á veg. Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu klukkan 11. Dóminn má lesa hér. Hæstiréttur tók málið fyrir beint úr Héraðsdómi Reykjavíkur og allir sjö dómarar réttarins dæmdu í því. Það er aðeins gert í málum sem talin eru þau allra veigamestu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi landeigendunum í vil þann 15. janúar og felldi virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar úr gildi. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfis Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Töldu dóminn rangan Landsvirkjun ákvað skömmu eftir uppsögu dóms héraðsdóms að óska eftir leyfi til að áfrýja málinu beint til Hæstaréttar. Í fréttatilkynningu sagði að ástæða áfrýjunarinnar væri einföld, fyrirtækið teldi dóminn í meginatriðum rangan. „Því fer fjarri að hægt sé að túlka vilja löggjafans á þann hátt sem þar er gert.“ Í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni Landsvirkjunar um áfrýjunarleyfi sagði að Landsvirkjun hefði byggt á því að niðurstaða málsins fyrir Hæstarétti hefði fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega þýðingu að öðru leyti. Í fyrsta lagi væri brýnt að fá endanlega niðurstöðu Hæstaréttar í málinu eins skjótt og unnt væri en tafir við framkvæmd Hvammsvirkjunar kynnu að seinka orkuskiptum hér á landi. Í öðru lagi teldi Landsvirkjun einsýnt að dómur Hæstaréttar um sakarefni málsins yrði fordæmisgefandi um beitingu laga um stjórn vatnamála. Í þriðja lagi hefði Landsvirkjun vísað til þess að verulegir samfélagslegir hagsmunir væru undir í málinu. Að endingu hafi Landsvirkjun talið enga þörf á að leiða vitni í málinu og að ekki væri uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn hefði verið fyrir héraðsdómi. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að að virtum gögnum málsins yrði að líta svo á að dómur í því gæti haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna auk þess sem úrslit þess kunni að hafa verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá lægi ekki fyrir í málinu þær aðstæður sem komið gætu í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar yrði veitt. Því væri fallist á áfrýjunarbeiðnir ríkisins og Landsvirkjunar. Lögin dugðu ekki til Í fréttum Sýnar á dögunum var rifjað upp að það var í janúar síðastliðinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Mánuði síðar lagði Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis- og orkumála, lagafrumvarp fram á Alþingi í því skyni að eyða óvissu um virkjunina. Alþingi samþykkti frumvarpið og ráðherra fagnaði því sérstaklega þegar hann hafði sent það forseta Íslands til undirritunar. Sagði óvissu um Hvammsvirkjun hafa verið eytt. „Nei, þessi lagasetning hefur engin áhrif á stöðu verkefnisins núna,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, við því. „Það ræðst algerlega af niðurstöðu Hæstaréttar hver staða verkefnisins er. Við erum núna í undirbúningsframkvæmdum. En sú lagasetning sem var á Alþingi núna hefur engin áhrif á dóminn. Dómurinn dæmir eingöngu út frá þeim lögum sem voru á þeim tíma sem málið fjallar um. En lagasetningin verður hins vegar mjög jákvæð fyrir framtíðarverkefni og fyrir öll önnur verkefni, - svo stór verkefni á Íslandi. Ef túlkun héraðsdóms heldur eða hefði haldið þá væru allskonar verkefni í miklu uppnámi,“ sagði forstjórinn. Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Dómsmál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu klukkan 11. Dóminn má lesa hér. Hæstiréttur tók málið fyrir beint úr Héraðsdómi Reykjavíkur og allir sjö dómarar réttarins dæmdu í því. Það er aðeins gert í málum sem talin eru þau allra veigamestu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi landeigendunum í vil þann 15. janúar og felldi virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar úr gildi. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfis Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Töldu dóminn rangan Landsvirkjun ákvað skömmu eftir uppsögu dóms héraðsdóms að óska eftir leyfi til að áfrýja málinu beint til Hæstaréttar. Í fréttatilkynningu sagði að ástæða áfrýjunarinnar væri einföld, fyrirtækið teldi dóminn í meginatriðum rangan. „Því fer fjarri að hægt sé að túlka vilja löggjafans á þann hátt sem þar er gert.“ Í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni Landsvirkjunar um áfrýjunarleyfi sagði að Landsvirkjun hefði byggt á því að niðurstaða málsins fyrir Hæstarétti hefði fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega þýðingu að öðru leyti. Í fyrsta lagi væri brýnt að fá endanlega niðurstöðu Hæstaréttar í málinu eins skjótt og unnt væri en tafir við framkvæmd Hvammsvirkjunar kynnu að seinka orkuskiptum hér á landi. Í öðru lagi teldi Landsvirkjun einsýnt að dómur Hæstaréttar um sakarefni málsins yrði fordæmisgefandi um beitingu laga um stjórn vatnamála. Í þriðja lagi hefði Landsvirkjun vísað til þess að verulegir samfélagslegir hagsmunir væru undir í málinu. Að endingu hafi Landsvirkjun talið enga þörf á að leiða vitni í málinu og að ekki væri uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn hefði verið fyrir héraðsdómi. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að að virtum gögnum málsins yrði að líta svo á að dómur í því gæti haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna auk þess sem úrslit þess kunni að hafa verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá lægi ekki fyrir í málinu þær aðstæður sem komið gætu í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar yrði veitt. Því væri fallist á áfrýjunarbeiðnir ríkisins og Landsvirkjunar. Lögin dugðu ekki til Í fréttum Sýnar á dögunum var rifjað upp að það var í janúar síðastliðinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Mánuði síðar lagði Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis- og orkumála, lagafrumvarp fram á Alþingi í því skyni að eyða óvissu um virkjunina. Alþingi samþykkti frumvarpið og ráðherra fagnaði því sérstaklega þegar hann hafði sent það forseta Íslands til undirritunar. Sagði óvissu um Hvammsvirkjun hafa verið eytt. „Nei, þessi lagasetning hefur engin áhrif á stöðu verkefnisins núna,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, við því. „Það ræðst algerlega af niðurstöðu Hæstaréttar hver staða verkefnisins er. Við erum núna í undirbúningsframkvæmdum. En sú lagasetning sem var á Alþingi núna hefur engin áhrif á dóminn. Dómurinn dæmir eingöngu út frá þeim lögum sem voru á þeim tíma sem málið fjallar um. En lagasetningin verður hins vegar mjög jákvæð fyrir framtíðarverkefni og fyrir öll önnur verkefni, - svo stór verkefni á Íslandi. Ef túlkun héraðsdóms heldur eða hefði haldið þá væru allskonar verkefni í miklu uppnámi,“ sagði forstjórinn.
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Dómsmál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira