Fótbolti

EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson ræddu ummæli landsliðsþjálfarans.
Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson ræddu ummæli landsliðsþjálfarans. sýn / skjáskot

Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson stóðu keikir eftir blaðamannafund íslenska landsliðsins í morgun og ræddu ummæli þjálfarans Þorsteins Halldórssonar, sem kallaði Sindra nautheimskan á fundinum.

Klippa: EM í dag: Of langt gengið að kalla menn nautheimska

Þorsteini fannst skrítið að blaðamenn skyldu ræða framtíð hans á meðan Evrópumótið í Sviss stendur enn yfir og kallaði það nautheimsku að spyrja leikmann liðsins út í hans stöðu.

Ummælin voru rædd í þættinum, sem má sjá í spilaranum að ofan, og Sindri útskýrði hvað stóð að baki spurningunni um hans framtíð.

Pirringi Þorsteins var mætt með skilningi á aðstæðum, árangur liðsins á mótinu hefur verið langt undir væntingum og taugar Þorsteins því væntanlega þandar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×