Fótbolti

Ancelotti dæmdur fyrir skatt­svik

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Carlo Ancelotti var dæmdur fyrir skattsvik, þrátt fyrir að kasta ábyrgðinni yfir á fjármálaráðgjafa sína.
Carlo Ancelotti var dæmdur fyrir skattsvik, þrátt fyrir að kasta ábyrgðinni yfir á fjármálaráðgjafa sína. Ricardo Moreira/Getty Images

Carlo Ancelotti, landsliðsþjálfari Brasilíu og fyrrum þjálfari Real Madrid, var fyrr í dag dæmdur í eins árs fangelsi af spænskum dómstólum fyrir skattsvik, en mun ekki þurfa að sitja inni.

Ancelotti var sakfelldur fyrir að hafa stungið greiðslum um ímyndarrétt undan skatti, um einni og hálfri milljón evra.

Hann greiddi upphæðina til baka í desember 2021, fljótlega eftir að rannsókn málsins hófst, og sagði fjármálaráðgjafa sína bera ábyrgð.

Þrátt fyrir það var Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik en hann hlaut eins árs fangelsisdóm og tæplega fjögur hundruð þúsund evra sekt.

Samkvæmt venju á Spáni mun Ancelotti hins vegar ekki sitja inni, þar sem um er að ræða minna en tveggja ára fangelsisdóm, ekki fyrir ofbeldisbrot, og hann hefur ekki brotið af sér áður.


Tengdar fréttir

Fara fram á fimm ára fangelsi yfir Ancelotti

Saksóknarar á Spáni hafa sakað Ítalann Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid, um skattsvik og krefjast tæplega fimm ára fangelsisdóms vegna meintra brota hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×