Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2025 16:57 Loftmynd af Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur um það bil áttfaldast á sama tíma og laun hafa tæplega sexfaldast. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá greiningardeild Landsbankans sem birt var í dag, en þar segir að greiðslubyrði af meðalláni hafi haldist tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum. Frá aldamótum hafi íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um það bil áttfaldast, laun hafi tæplega sexfaldast, og verðlag án húsnæðis hafi tæplega þrefaldast. Raunverð á íbúðum, miðað við vísitölu íbúðaverðs án húsnæðis, hafi því um það bil þrefaldast frá aldamótum. Erfiðara að komast inn á íbúðamarkað Í tilkynningunni segir að af þessu megi ráða að almennt hafi orðið sífellt erfiðara að komast inn á íbúðamarkað. „Enda er fjárfestingin stærri en áður í samanburði við laun. En ýmislegt fleira spilar inn í, til dæmis framboð af íbúðalánum, vextir, lánþegaskilyrði, leiguverð og tilfærslur.“ Þá segir enn fremur að greiðslubyrði hafi þyngst á síðustu árum. Eftir því sem íbúðaverð hækki umfram tekjur kalli íbúðakaup, sérstaklega fyrstu kaup, á meiri lántöku. Tekið er dæmi af húsnæðisláni frá árinu 2004. „Hér er miðað við að árið 2004 sé tekið 10 milljóna króna lán, sem nemur um það bil 70% af meðalverði fjölbýla á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. Greiðsla af slíku láni hefði numið um það bil 30% af meðalráðstöfunartekjum árið 2004.“ „Meðallaun voru um 250 þúsund krónur árið 2004 og yfir tímabilið eru launin látin fylgja vísitölu launa. Á þessu tímabili hafa laun hækkað um 320% að nafnvirði á meðan mánaðarleg greiðsla á verðtryggðu láni hefur hækkað um 440%.“ Hægt er að lesa meira um málið á vef Landsbankans. Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá greiningardeild Landsbankans sem birt var í dag, en þar segir að greiðslubyrði af meðalláni hafi haldist tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum. Frá aldamótum hafi íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um það bil áttfaldast, laun hafi tæplega sexfaldast, og verðlag án húsnæðis hafi tæplega þrefaldast. Raunverð á íbúðum, miðað við vísitölu íbúðaverðs án húsnæðis, hafi því um það bil þrefaldast frá aldamótum. Erfiðara að komast inn á íbúðamarkað Í tilkynningunni segir að af þessu megi ráða að almennt hafi orðið sífellt erfiðara að komast inn á íbúðamarkað. „Enda er fjárfestingin stærri en áður í samanburði við laun. En ýmislegt fleira spilar inn í, til dæmis framboð af íbúðalánum, vextir, lánþegaskilyrði, leiguverð og tilfærslur.“ Þá segir enn fremur að greiðslubyrði hafi þyngst á síðustu árum. Eftir því sem íbúðaverð hækki umfram tekjur kalli íbúðakaup, sérstaklega fyrstu kaup, á meiri lántöku. Tekið er dæmi af húsnæðisláni frá árinu 2004. „Hér er miðað við að árið 2004 sé tekið 10 milljóna króna lán, sem nemur um það bil 70% af meðalverði fjölbýla á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. Greiðsla af slíku láni hefði numið um það bil 30% af meðalráðstöfunartekjum árið 2004.“ „Meðallaun voru um 250 þúsund krónur árið 2004 og yfir tímabilið eru launin látin fylgja vísitölu launa. Á þessu tímabili hafa laun hækkað um 320% að nafnvirði á meðan mánaðarleg greiðsla á verðtryggðu láni hefur hækkað um 440%.“ Hægt er að lesa meira um málið á vef Landsbankans.
Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent