Innlent

Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn

Agnar Már Másson skrifar
Ábendingin um buxnalausa manninn barst úr hverfi 101.
Ábendingin um buxnalausa manninn barst úr hverfi 101. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni barst í dag tilkynning um buxnalausan mann í miðbænum í dag.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar er einnig greint frá því að tilkynning hafi borist um þjófnað á pizzaofni í Kópavogi, hverfi 201 nánar tiltekið. Þá var einnig tilkynnt um þjófnað frá verslun í Kópavogi.

Þar var einnig tilkynnt um ætlaða handrukkara en ekkert var að sjá er lögreglu bar að.

Þá hafði lögreglan uppi eftirlit með vinnueftirlitinu, skattinum og lögreglu á vinnustöðum í hverfi 210. Tveir erlendir aðilar voru handteknir vegna þess, vistaðir í fangageymslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×