Fótbolti

Samþykkja til­boð Totten­ham í Kudus

Siggeir Ævarsson skrifar
Kudus var dæmdur í fimm leikja bann á síðustu leiktíð fyrir uppákomu í leik gegn Tottenham
Kudus var dæmdur í fimm leikja bann á síðustu leiktíð fyrir uppákomu í leik gegn Tottenham Zac Goodwin/Getty Images

West Ham og Tottenham hafa komist að samkomulagi um kaupverð á miðjumanninum Mohammed Kudus en West Ham hafði áður hafnað 50 milljón punda tilboði Tottenham.

Félögin hafa nú talað sig saman um 55 milljónir punda en Kudus hafði að sögn aðeins áhuga á að ganga til liðs við Tottenham og hafði þegar komist að munnlegu samkomulagi við félagið áður en West Ham gaf grænt ljós á skiptin. 

Kudus, sem er landsliðsmaður Gana, gekk til liðs við West Ham frá Ajax 2023 og kostaði þá 38 milljónir punda. Hann var með söluákvæði í samningi sínum við West Ham sem nam 85 milljónum en það var mögulega ofmat. Á síðustu tveimur tímabilum hefur hann leikið 65 deildarleiki fyrir West ham, skorað 13 mörk og lagt upp níu.

Í það minnsta sex önnur stórlið höfðu haft samband við West Ham um möguleg félagskipti en hinn 24 ára Kudus hafði aðeins augastað á Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×