Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 06:32 Michael Jordan átti sínu bestu ár í glæsihúsinu þegar hann fór á kostum með Chicago Bulls og vann NBA deildina sex sinnum á átta árum. Getty/Ken Levine Ef þú ert mikill aðdáandi NBA goðsagnarinnar Michael Jordan og átt nokkrar milljónir lausar kæmi kannski til greina að drífa sig til Chicago á næstunni. Það er núna hægt að fá að lifa einn dag eins og Michael Jordan en það kostar líka sitt. Jordan hefur verið að reyna selja glæsihús sitt í Highland Park í Chicago í mörg ár en ekkert hefur gengið. Verðið fór úr 29 milljónum dollara niður í 9,5 milljónir dollara en húsið seldist samt ekki. Jordan tók það úr sölu en nú það komið aftur á markaðinn en bara á öðruvísi markað. Jú, nú er hægt að leigja húsið á AirBnB vefnum. Þarna bjó hann þegar hann vann NBA deildina sex sinnum á átta árum frá 1991 til 1998. Nóttin kostar fimmtán þúsund dollara, 1,8 milljón króna, en fer upp í sautján þúsund dollara á annatíma eða meira en tvær milljónir króna. Þeir sem vilja leigja húsið í þrjár vikur þurfa síðan að borga 330 þúsund dollara eða 40,5 milljónir króna. Húsið getur tekið á móti alls tólf manns í gistingu. Þarna er hægt að fara í körfubolta á gamla einkavelli Jordan, taka á því í líkamsræktarsalnum hans, reykja vindla í vindlaherberginu, fara í golf, horfa á kvikmynd í litlum kvikmyndasal en allt byrjar þetta með því að keyra í gegnum hið heimsfræga 23 hlið við innkeyrsluna að húsinu. Í húsinu eru sjö svefnherbergi og 17,5 baðherbergi. Michael Jordan var á sínum tíma frægasti íþróttamaður heims þegar NBA sló í gegnum á heimsvísu. Vinsældir varnings merktum honum er enn það miklar að hann heldur sæti sínu meðal launahæstu íþróttamanna heims, tæpum aldarfjórðungi eftir að hann setti körfuboltaskóna upp á hillu í síðasta sinn. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) NBA Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Það er núna hægt að fá að lifa einn dag eins og Michael Jordan en það kostar líka sitt. Jordan hefur verið að reyna selja glæsihús sitt í Highland Park í Chicago í mörg ár en ekkert hefur gengið. Verðið fór úr 29 milljónum dollara niður í 9,5 milljónir dollara en húsið seldist samt ekki. Jordan tók það úr sölu en nú það komið aftur á markaðinn en bara á öðruvísi markað. Jú, nú er hægt að leigja húsið á AirBnB vefnum. Þarna bjó hann þegar hann vann NBA deildina sex sinnum á átta árum frá 1991 til 1998. Nóttin kostar fimmtán þúsund dollara, 1,8 milljón króna, en fer upp í sautján þúsund dollara á annatíma eða meira en tvær milljónir króna. Þeir sem vilja leigja húsið í þrjár vikur þurfa síðan að borga 330 þúsund dollara eða 40,5 milljónir króna. Húsið getur tekið á móti alls tólf manns í gistingu. Þarna er hægt að fara í körfubolta á gamla einkavelli Jordan, taka á því í líkamsræktarsalnum hans, reykja vindla í vindlaherberginu, fara í golf, horfa á kvikmynd í litlum kvikmyndasal en allt byrjar þetta með því að keyra í gegnum hið heimsfræga 23 hlið við innkeyrsluna að húsinu. Í húsinu eru sjö svefnherbergi og 17,5 baðherbergi. Michael Jordan var á sínum tíma frægasti íþróttamaður heims þegar NBA sló í gegnum á heimsvísu. Vinsældir varnings merktum honum er enn það miklar að hann heldur sæti sínu meðal launahæstu íþróttamanna heims, tæpum aldarfjórðungi eftir að hann setti körfuboltaskóna upp á hillu í síðasta sinn. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints)
NBA Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn