Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Auðun Georg Ólafsson skrifar 10. júlí 2025 13:14 Varnarmálapakki Evrópusambandsins er ekki bara fyrir hergagnaiðnað, að sögn Vignis, heldur einnig í innviðafyrirtækjum. Aðsend Ekkert meinar Íslandssjóðum að fjárfesta í fyrirtækjum sem stunda vopnaframleiðslu. Reglugerðir um sjálfbærar fjárfestingar heimila fjárfestingar til varnarmála svo fremi sem að það tengist ekki vopnum sem eru á bannlista samkvæmt alþjóðasamningum, eins og klasasprengjur eða efnavopnum. Fjárfestingastjóri Íslandssjóða segir sjóðinn fylgja sömu reglum og lífeyrissjóðir varðandi fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum. „Við erum með fyrirtæki á rauðum lista sem við fylgjum. Það er það sem við vinnum eftir og lífeyrissjóðirnir í raun líka,“ segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingastjóri Íslandssjóða. Stóraukin áhersla er nú lögð á öryggis- og varnarmál í Evrópu í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. Fram kom í ítarlegri fréttaskýringu á Vísi í gær að til þess að endurnýja hergögn og skotfæri sem Evrópuþjóðir hafa vanrækt frá lokum kalda stríðsins hefur Evrópusambandið þegar samþykkt að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að hjálpa aðildarríkjunum að byggja upp varnir. Það er sagt fyrsta skrefið í að verja 800 milljörðum evra í öryggis- og varnarmál á næstu fjórum árum. Vaxandi þrýstingur hefur verið á lífeyris- og verðbréfasjóði að breyta reglum um ábyrgar fjárfestingar sem þeir hafa gengist undir á undanförnum árum til þess að þeir geti tekið þátt í að fjármagna uppbyggingu evrópsks varnariðnaðar. Slíkar reglur hafa útilokað að sjóðirnir fjárfesti í fyrirtækjum ef þau eru talin framleiða ýmis sérstaklega hættuleg vopn eins og klasasprengjur. Stórfyrirtæki eru ekki bara í hergögnum Vignir Þór segir að oft sé erfitt að aðskilja rekstur stórfyrirtækja þar sem hluti starfsemi þeirra fer í að framleiða vopn. Má þá segja að íslenskir fjárfestingasjóðir taki þátt í hernaðaruppbyggingu að einhverju leiti? „Ég held að allir fjárfestar á Íslandi geri það einhverju leiti, meira að segja lífeyrissjóðirnir. Ef við horfum á fyrirtæki sem flokkast til vopnaframleiðenda þá eru það til dæmis Boeing og Airbus og einnig Honeywell sem er stærsta iðnaðarfyrirtæki Bandaríkjanna. Það er kannski ýkt að segja að þetta séu bara hergagnafélög. Þau eru alþjóðleg fyrirtæki sem starfa á mörgum mörkuðum. Það er erfitt að segja að þessi félög eru beint í hergagnaiðnaði þó hluti af starfseminni sé þar.“ Hlutabréf í evrópskum vopnaframleiðendum hafa rokið upp í verði á undanförnum misserum vegna þeirra uppgripa sem eru í vændum á næstu árum þegar Evrópuríki leggja inn stórar pantanir um hergögn. Slíkt hlýtur að kitla áhuga fjárfesta. „Þetta er búið að hækka mikið úti en þetta er bara örlítið brot af eignum hjá okkur í félögum sem gætu talist til hergagnaiðnaðar. Það er mjög óverulegur hluti hjá okkur og alls engin fókus hjá íslenskum fjárfestum eða lífeyrissjóðum, “ segir Vignir. "Við höfum ekki breytt neinu hjá okkur og ég held að almennt séu verðbréfafyrirtæki úti að búa til sjóði út af eftirspurn. Það má ekki gleyma því að þessi varnarmálapakki er ekki bara fyrir hergagnaiðnað. Þetta eru innviðafyrirtæki; orkufyrirtæki, veitufyrirtæki, flugvellir, varnarsamstarf og netöryggismál. Þannig að það er mjög ýkt að segja að þessi fjárfestingamengi sem voru að opnast í Evrópu sé alfarið í byssukúlum og sprengjum. ReArm Europe snýr að uppbyggingu varnarmála í Evrópu. Verið er að auka áherslur á fjármögnun í loftvarnarmálum, netöryggislausnum, bættum samgöngum og sameiginlega birgðastjórnum. Tækifæri fyrir fjárfesta eru því í fjárfestingum tengdum uppbyggingu innviða frekar en vopnaframleiðslu sem er aðeins hluti af þessari nýju stefnu í Evrópu." Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Fjármálamarkaðir Hernaður Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
„Við erum með fyrirtæki á rauðum lista sem við fylgjum. Það er það sem við vinnum eftir og lífeyrissjóðirnir í raun líka,“ segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingastjóri Íslandssjóða. Stóraukin áhersla er nú lögð á öryggis- og varnarmál í Evrópu í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. Fram kom í ítarlegri fréttaskýringu á Vísi í gær að til þess að endurnýja hergögn og skotfæri sem Evrópuþjóðir hafa vanrækt frá lokum kalda stríðsins hefur Evrópusambandið þegar samþykkt að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að hjálpa aðildarríkjunum að byggja upp varnir. Það er sagt fyrsta skrefið í að verja 800 milljörðum evra í öryggis- og varnarmál á næstu fjórum árum. Vaxandi þrýstingur hefur verið á lífeyris- og verðbréfasjóði að breyta reglum um ábyrgar fjárfestingar sem þeir hafa gengist undir á undanförnum árum til þess að þeir geti tekið þátt í að fjármagna uppbyggingu evrópsks varnariðnaðar. Slíkar reglur hafa útilokað að sjóðirnir fjárfesti í fyrirtækjum ef þau eru talin framleiða ýmis sérstaklega hættuleg vopn eins og klasasprengjur. Stórfyrirtæki eru ekki bara í hergögnum Vignir Þór segir að oft sé erfitt að aðskilja rekstur stórfyrirtækja þar sem hluti starfsemi þeirra fer í að framleiða vopn. Má þá segja að íslenskir fjárfestingasjóðir taki þátt í hernaðaruppbyggingu að einhverju leiti? „Ég held að allir fjárfestar á Íslandi geri það einhverju leiti, meira að segja lífeyrissjóðirnir. Ef við horfum á fyrirtæki sem flokkast til vopnaframleiðenda þá eru það til dæmis Boeing og Airbus og einnig Honeywell sem er stærsta iðnaðarfyrirtæki Bandaríkjanna. Það er kannski ýkt að segja að þetta séu bara hergagnafélög. Þau eru alþjóðleg fyrirtæki sem starfa á mörgum mörkuðum. Það er erfitt að segja að þessi félög eru beint í hergagnaiðnaði þó hluti af starfseminni sé þar.“ Hlutabréf í evrópskum vopnaframleiðendum hafa rokið upp í verði á undanförnum misserum vegna þeirra uppgripa sem eru í vændum á næstu árum þegar Evrópuríki leggja inn stórar pantanir um hergögn. Slíkt hlýtur að kitla áhuga fjárfesta. „Þetta er búið að hækka mikið úti en þetta er bara örlítið brot af eignum hjá okkur í félögum sem gætu talist til hergagnaiðnaðar. Það er mjög óverulegur hluti hjá okkur og alls engin fókus hjá íslenskum fjárfestum eða lífeyrissjóðum, “ segir Vignir. "Við höfum ekki breytt neinu hjá okkur og ég held að almennt séu verðbréfafyrirtæki úti að búa til sjóði út af eftirspurn. Það má ekki gleyma því að þessi varnarmálapakki er ekki bara fyrir hergagnaiðnað. Þetta eru innviðafyrirtæki; orkufyrirtæki, veitufyrirtæki, flugvellir, varnarsamstarf og netöryggismál. Þannig að það er mjög ýkt að segja að þessi fjárfestingamengi sem voru að opnast í Evrópu sé alfarið í byssukúlum og sprengjum. ReArm Europe snýr að uppbyggingu varnarmála í Evrópu. Verið er að auka áherslur á fjármögnun í loftvarnarmálum, netöryggislausnum, bættum samgöngum og sameiginlega birgðastjórnum. Tækifæri fyrir fjárfesta eru því í fjárfestingum tengdum uppbyggingu innviða frekar en vopnaframleiðslu sem er aðeins hluti af þessari nýju stefnu í Evrópu."
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Fjármálamarkaðir Hernaður Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira