Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júlí 2025 22:13 Bílnum var lagt á gjaldsvæði P1 í miðborginni í um fimmtán mínútur. Vísir/Vilhelm Kona segir farir sínar ekki sléttar af bílastæðafyrirtækinu Parka, sem rukkaði hana 48 þúsund krónur á dögunum fyrir bílastæði. Sonur hennar hafði þá skroppið inn í búð í miðborginni, gleymt að skrá sig úr bílastæðinu að búðarferð lokinni og uppgötvað mistökin tveimur dögum síðar. Ásdís Bjarnadóttir rekur söguna í samtali við fréttastofu. Hún segir son sinn hafa lagt í um fimmtán mínútur fyrir utan Extra á Barónsstíg á mánudaginn, á gjaldsvæði P1, og skráð sig í bílastæði á Parka appinu, þar sem kreditkort Ásdísar var tengt. Í gær, tveimur dögum síðar, hafi hann gert það sama en uppgötvað að hann hefði ekki skráð sig úr stæðinu í fyrra skiptið. Þá hafi hann skráð sig úr því. „Og þá kemur þessi reikningur frá Parka upp á 48,112 krónur, sem eru bara teknar af kreditkortinu mínu. Fyrir fjörutíu og átta klukkustundir,“ segir Ásdís í samtali við fréttastofu. Erfitt að ná sambandi Hún hafi hringt í Parka en það hafi tekið dágóðan tíma og margar tilraunir að ná sambandi við fyrirtækið. Þegar hún fékk loksins svar hafi hún beðið um að fá færsluna leiðrétta en sagt að senda tölvupóst. Í svari Parka við tölvupósti hennar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Parka hafi ekki leyfi til þess að endurgreiða mistök sem varða gjaldsvæði P1-P4. Þá er hún spurð hvort hún geti með einhverju móti sannað hvenær ekið var úr bílastæðinu, bíllinn náist ekki á mynd. Hún fái peninginn því einungis endurgreiddan nái hún með einhverju móti að sanna hvenær bílnum var ekið af staðnum. „Ég hef alveg lent í því að gleyma að tékka mig út af stæði og þá fæ ég í lok dags reikning um að ég sé núna að tékka mig út. Þá er reikningurinn kannski upp á 1600 krónur eða eitthvað. Þannig ætti það að virka,“ segir Ásdís. Hún hafði samband við Neytendasamtökin vegna málsins, sem hún segir hafa tekið málið til skoðunar. Sönnunarbyrðin á fyrirtækinu Breki Karlsson formaður neytendasamtakanna segir samtökin hafa fengið þó nokkur erindi frá fólki sem hafi gleymt að skrá sig úr bílastæði og verið rukkað fúlgur fjár fyrir. Hann segir bagalegt fyrir neytendur að þurfa að sanna sakleysi sitt í málum sem þessu, þar sem sönnunarbyrðin sé í raun öfug. „Það ætti náttúrlega að vera einhver sjálfvirkni hjá þessum fyrirtækjum. Það er þannig núna að þú þarft að velja það sérstaklega ef þú vilt vera minntur á að þú sért enn skráður í stæðið, en þessi fyrirtæki eiga að sjá sóma sinn í að tilkynna fólki svona, til dæmis á klukkutímafresti,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. „Í svona tilfellum hvetjum við fyrirtækin til að gera það sem er rétt, sem er að fella niður kröfur sem eru augljóslega ekki á rökum reistar. En almennt í þeim tilfellum þar sem bílastæðafyrirtæki biðja um sönnun fyrir því að farið hafi verið út af stæðinu þá höfum við bent fólki á að það er bílastæðafyrirtækisins að sanna að þú hafir verið á svæðinu.“ Tíu til fimmtán erindi á viku Breki segir að Neytendasamtökunum berist tíu til fimmtán kvartanir á viku tengdar starfsemi bílastæðafyrirtækja. Þeim hafi fjölgað undanfarnar vikur eftir að bílastæðamál voru til umfjöllunar í fjölmiðlum. Þá segir hann algengt að kvartanir snúist jafnframt um að erfitt sé að ná sambandi við bílastæðafyrirtækin, líkt og Ásdís lýsir í samtali við fréttastofu. Í erindunum sé því einnig lýst að þegar neytendur ná loksins sambandi við fyrirtækin til að fá bílastæðagjöld leiðrétt sé komið fram við þá eins og glæpamenn. „Að lágmarki 99 prósent þeirra sem leita til Neytendasamtakanna er heiðarlegt fólk sem vill greiða það sem því ber en sættir sig ekki við að greiða ósanngjarna kröfu eða ósanngjörn innheimtugjöld.“ Sem fyrr kallar hann eftir lögum eða reglugerð til að koma böndum á þau fjölmörgu vandamál sem ríkja í bílastæðasenunni. Hann segir að kröfur frá bílastæðafyrirtækjum sem Neytendasamtökin hafa haft til skoðunar myndu aldrei halda vatni fyrir dómi eða kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. „Þetta sýnir svart á hvítu í hvers konar ógöngur við erum komin með þessi bílastæðamál.“ Bílastæði Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendastofa hefur ákveðið að skoða heildstætt merkingar og framkvæmd gjaldtöku bílastæða hjá ellefu fyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu. 9. september 2024 07:48 Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendastofa hefur enn til skoðunar upplýsingagjöf bílastæðafyrirtækja um gjaldtöku. Neytendastofa sektaði í gær fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna. 11. júní 2025 07:58 Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Sjá meira
Ásdís Bjarnadóttir rekur söguna í samtali við fréttastofu. Hún segir son sinn hafa lagt í um fimmtán mínútur fyrir utan Extra á Barónsstíg á mánudaginn, á gjaldsvæði P1, og skráð sig í bílastæði á Parka appinu, þar sem kreditkort Ásdísar var tengt. Í gær, tveimur dögum síðar, hafi hann gert það sama en uppgötvað að hann hefði ekki skráð sig úr stæðinu í fyrra skiptið. Þá hafi hann skráð sig úr því. „Og þá kemur þessi reikningur frá Parka upp á 48,112 krónur, sem eru bara teknar af kreditkortinu mínu. Fyrir fjörutíu og átta klukkustundir,“ segir Ásdís í samtali við fréttastofu. Erfitt að ná sambandi Hún hafi hringt í Parka en það hafi tekið dágóðan tíma og margar tilraunir að ná sambandi við fyrirtækið. Þegar hún fékk loksins svar hafi hún beðið um að fá færsluna leiðrétta en sagt að senda tölvupóst. Í svari Parka við tölvupósti hennar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Parka hafi ekki leyfi til þess að endurgreiða mistök sem varða gjaldsvæði P1-P4. Þá er hún spurð hvort hún geti með einhverju móti sannað hvenær ekið var úr bílastæðinu, bíllinn náist ekki á mynd. Hún fái peninginn því einungis endurgreiddan nái hún með einhverju móti að sanna hvenær bílnum var ekið af staðnum. „Ég hef alveg lent í því að gleyma að tékka mig út af stæði og þá fæ ég í lok dags reikning um að ég sé núna að tékka mig út. Þá er reikningurinn kannski upp á 1600 krónur eða eitthvað. Þannig ætti það að virka,“ segir Ásdís. Hún hafði samband við Neytendasamtökin vegna málsins, sem hún segir hafa tekið málið til skoðunar. Sönnunarbyrðin á fyrirtækinu Breki Karlsson formaður neytendasamtakanna segir samtökin hafa fengið þó nokkur erindi frá fólki sem hafi gleymt að skrá sig úr bílastæði og verið rukkað fúlgur fjár fyrir. Hann segir bagalegt fyrir neytendur að þurfa að sanna sakleysi sitt í málum sem þessu, þar sem sönnunarbyrðin sé í raun öfug. „Það ætti náttúrlega að vera einhver sjálfvirkni hjá þessum fyrirtækjum. Það er þannig núna að þú þarft að velja það sérstaklega ef þú vilt vera minntur á að þú sért enn skráður í stæðið, en þessi fyrirtæki eiga að sjá sóma sinn í að tilkynna fólki svona, til dæmis á klukkutímafresti,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. „Í svona tilfellum hvetjum við fyrirtækin til að gera það sem er rétt, sem er að fella niður kröfur sem eru augljóslega ekki á rökum reistar. En almennt í þeim tilfellum þar sem bílastæðafyrirtæki biðja um sönnun fyrir því að farið hafi verið út af stæðinu þá höfum við bent fólki á að það er bílastæðafyrirtækisins að sanna að þú hafir verið á svæðinu.“ Tíu til fimmtán erindi á viku Breki segir að Neytendasamtökunum berist tíu til fimmtán kvartanir á viku tengdar starfsemi bílastæðafyrirtækja. Þeim hafi fjölgað undanfarnar vikur eftir að bílastæðamál voru til umfjöllunar í fjölmiðlum. Þá segir hann algengt að kvartanir snúist jafnframt um að erfitt sé að ná sambandi við bílastæðafyrirtækin, líkt og Ásdís lýsir í samtali við fréttastofu. Í erindunum sé því einnig lýst að þegar neytendur ná loksins sambandi við fyrirtækin til að fá bílastæðagjöld leiðrétt sé komið fram við þá eins og glæpamenn. „Að lágmarki 99 prósent þeirra sem leita til Neytendasamtakanna er heiðarlegt fólk sem vill greiða það sem því ber en sættir sig ekki við að greiða ósanngjarna kröfu eða ósanngjörn innheimtugjöld.“ Sem fyrr kallar hann eftir lögum eða reglugerð til að koma böndum á þau fjölmörgu vandamál sem ríkja í bílastæðasenunni. Hann segir að kröfur frá bílastæðafyrirtækjum sem Neytendasamtökin hafa haft til skoðunar myndu aldrei halda vatni fyrir dómi eða kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. „Þetta sýnir svart á hvítu í hvers konar ógöngur við erum komin með þessi bílastæðamál.“
Bílastæði Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendastofa hefur ákveðið að skoða heildstætt merkingar og framkvæmd gjaldtöku bílastæða hjá ellefu fyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu. 9. september 2024 07:48 Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendastofa hefur enn til skoðunar upplýsingagjöf bílastæðafyrirtækja um gjaldtöku. Neytendastofa sektaði í gær fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna. 11. júní 2025 07:58 Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Sjá meira
Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendastofa hefur ákveðið að skoða heildstætt merkingar og framkvæmd gjaldtöku bílastæða hjá ellefu fyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu. 9. september 2024 07:48
Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendastofa hefur enn til skoðunar upplýsingagjöf bílastæðafyrirtækja um gjaldtöku. Neytendastofa sektaði í gær fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna. 11. júní 2025 07:58