Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júlí 2025 17:27 Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sleit þingfundi í gærkvöldi. Vísir/Einar Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir orðum ráðherra um hana í kjölfar fundarslita gærkvöldsins alvarleg og ógeðfelld. Ríkisstjórnin hefur fordæmt ákvörðun Hildar, og mennta- og barnamálaráðherra hefur líkt atvikinu við valdarán. Hildur tók til máls síðust þingmanna fyrir fundarhlé á þingfundi dagsins rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þar sagðist hún sem varaforseti þingsins í gærkvöldi ekki vitað betur en að hún væri að fylgja reglum þegar hún sleit þingfundi skömmu fyrir miðnætti. Hún hafi gert forseta þingsins og forsætisnefnd grein fyrir því. Minnihlutinn hafður fyrir rangri sök „Ég vil hins vegar nota þetta tækifæri, frú forseti, og gera alvarlegar athugasemdir við hvernig hæstvirtir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands töluðu um mig í ljósi þessa atviks eins og þeir gerðu. Fleiri en einn, og fleiri en tveir. Það var ekki eingöngu þolað af hálfu meirihlutans, það var beinlínis stutt og hvatt áfram. Orðin sem voru látin hér falla eru alvarleg, þau eru ógeðfelld og þau eru þinginu ekki til sóma. Og ég verð að fá að segja að það sé mikil miður að stjórnarmeirihlutinn hér horfi ekki inn á við til þess að horfast í augu við sína ábyrgð á þeirri stöðu sem hér er í þinginu og þeirri vangetu til að ná hér samningum. Þetta stendur ekki á okkur. Við erum höfð fyrir rangri sök hér í fjölmiðlum, þetta er alvarlegt ástand,“ sagði Hildur í pontu. Hún segir að tími sé kominn til að meirihlutinn axli ábyrgð og frábiður sér málflutning viðhöfðum til handa minnihlutanum. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fordæmdi ákvörðun Hildar í viðtali við fréttamann í dag. Hún sagði atvikið fordæmalaust í sögu Alþingis og gríðarlega alvarlegt. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra líkti atvikinu við valdarán í pontu á þingfundi í dag og kallaði eftir að Hildur segði af sér. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. Engin fyrirmæli um lengri fund Upp úr sauð á þinginu í dag þegar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Hildi hafa fylgt vinnureglum með ákvörðun sinni. Í skoðunargrein á Vísi sem birtist síðdegis rökstyður Bryndís þann málflutning sinn. Hún rekur hvernig flokkssystir hennar hafi fylgt vinnureglum um forseta Alþingis og segir meðal annars að þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hefði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. „Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi.“ Því hafi ákvörðun Hildar um að slíta fundinum verið í samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því væri ekki við hana að sakast. „Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð,“ segir Bryndís. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Hildur tók til máls síðust þingmanna fyrir fundarhlé á þingfundi dagsins rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þar sagðist hún sem varaforseti þingsins í gærkvöldi ekki vitað betur en að hún væri að fylgja reglum þegar hún sleit þingfundi skömmu fyrir miðnætti. Hún hafi gert forseta þingsins og forsætisnefnd grein fyrir því. Minnihlutinn hafður fyrir rangri sök „Ég vil hins vegar nota þetta tækifæri, frú forseti, og gera alvarlegar athugasemdir við hvernig hæstvirtir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands töluðu um mig í ljósi þessa atviks eins og þeir gerðu. Fleiri en einn, og fleiri en tveir. Það var ekki eingöngu þolað af hálfu meirihlutans, það var beinlínis stutt og hvatt áfram. Orðin sem voru látin hér falla eru alvarleg, þau eru ógeðfelld og þau eru þinginu ekki til sóma. Og ég verð að fá að segja að það sé mikil miður að stjórnarmeirihlutinn hér horfi ekki inn á við til þess að horfast í augu við sína ábyrgð á þeirri stöðu sem hér er í þinginu og þeirri vangetu til að ná hér samningum. Þetta stendur ekki á okkur. Við erum höfð fyrir rangri sök hér í fjölmiðlum, þetta er alvarlegt ástand,“ sagði Hildur í pontu. Hún segir að tími sé kominn til að meirihlutinn axli ábyrgð og frábiður sér málflutning viðhöfðum til handa minnihlutanum. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fordæmdi ákvörðun Hildar í viðtali við fréttamann í dag. Hún sagði atvikið fordæmalaust í sögu Alþingis og gríðarlega alvarlegt. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra líkti atvikinu við valdarán í pontu á þingfundi í dag og kallaði eftir að Hildur segði af sér. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. Engin fyrirmæli um lengri fund Upp úr sauð á þinginu í dag þegar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Hildi hafa fylgt vinnureglum með ákvörðun sinni. Í skoðunargrein á Vísi sem birtist síðdegis rökstyður Bryndís þann málflutning sinn. Hún rekur hvernig flokkssystir hennar hafi fylgt vinnureglum um forseta Alþingis og segir meðal annars að þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hefði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. „Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi.“ Því hafi ákvörðun Hildar um að slíta fundinum verið í samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því væri ekki við hana að sakast. „Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð,“ segir Bryndís.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira