Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júlí 2025 17:05 Meint stunguárásin átti sér stað nálægt Fógetagarðinum við Aðalstræti. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglu á meintri stunguárás sem mun hafa átt sér stað í miðborginni síðdegis á laugardag hefur lítinn árangur borið. Maður sem var stunginn í rassinn sagði þrjá menn hafa verið að verki, en ekkert hefur spurst til þeirra. „Við erum búnir að fá meira að segja meira myndefni til að vinna með, en það hefur ekki borið neinn árangur. Við höfum ekki fengið nein svör við þessu,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, rannsóknarlögreglumaður í samtali við fréttastofu. Sjá nánar: Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Á myndefninu sést hvernig sá sem var stunginn gengur heim til sín, en enginn sést koma á eftir honum. Guðmundur segir þó ekki hægt að útiloka að einhver hafi komið á eftir honum og ekki sést í mynd. „Þetta er enn í rannsókn, en ég veit ekki hversu mikið lengur því það er ekkert til að festa hendi á.“ Hann segir lögreglu ekki hafa hugmynd um hverjir þessir meintu þrír sakborningar séu. Kristján Haukur Magnússon, maðurinn sem var stunginn, steig fram og lýsti atvikunum eins og þau blöstu við honum í samtali við Vísi fyrr í vikunni. Hann sagðist hafa heyrt mennina tala saman á arabísku og hann ákveðið að heilsa þeim á málinu. Þá hafi hann heyrt mennina tala um að þeir ætluðu að ráðast á hann. Því hafi hann drifið sig á brott en þeir elt hann. Honum hafi tekist að læsa að sér á heimili sínu, en fundið fyrir poti í rassinn. Hann hafi síðan látið eins og ekkert hefði í skorist, en síðan tekið eftir áverkanum og hringt á Neyðarlínuna. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
„Við erum búnir að fá meira að segja meira myndefni til að vinna með, en það hefur ekki borið neinn árangur. Við höfum ekki fengið nein svör við þessu,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, rannsóknarlögreglumaður í samtali við fréttastofu. Sjá nánar: Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Á myndefninu sést hvernig sá sem var stunginn gengur heim til sín, en enginn sést koma á eftir honum. Guðmundur segir þó ekki hægt að útiloka að einhver hafi komið á eftir honum og ekki sést í mynd. „Þetta er enn í rannsókn, en ég veit ekki hversu mikið lengur því það er ekkert til að festa hendi á.“ Hann segir lögreglu ekki hafa hugmynd um hverjir þessir meintu þrír sakborningar séu. Kristján Haukur Magnússon, maðurinn sem var stunginn, steig fram og lýsti atvikunum eins og þau blöstu við honum í samtali við Vísi fyrr í vikunni. Hann sagðist hafa heyrt mennina tala saman á arabísku og hann ákveðið að heilsa þeim á málinu. Þá hafi hann heyrt mennina tala um að þeir ætluðu að ráðast á hann. Því hafi hann drifið sig á brott en þeir elt hann. Honum hafi tekist að læsa að sér á heimili sínu, en fundið fyrir poti í rassinn. Hann hafi síðan látið eins og ekkert hefði í skorist, en síðan tekið eftir áverkanum og hringt á Neyðarlínuna.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira