Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar 10. júlí 2025 18:03 Landsvirkjun mun áfram vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs og auka þá orkuvinnslu í takt við vaxandi kröfur samfélagsins. Mistök við lagasetningu fyrir 14 árum verða eflaust til þess að tefja uppbyggingu Hvammsvirkjunar en þær tafir stafa ekki á nokkurn hátt af því að áformum okkar sé ábótavant. Hvammsvirkjun er vandað og vel undirbúið verkefni og þegar hverflar virkjunarinnar fara að snúast fáum við langþráða orku til orkuskipta, nýsköpunar og áframhaldandi velsældar. Nokkuð hefur borið á misskilningi í kjölfar dóms Hæstaréttar sem féll sl. miðvikudag og fullyrðingar heyrst um að nú sé Hvammsvirkjun jafnvel úr sögunni. Ekkert er fjær lagi. Í málinu komst æðsti dómstóll landsins að þeirri niðurstöðu að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar væri ógilt. Ekki vegna þess að neitt væri athugavert við hönnun virkjunarinnar, áætlanir um uppbyggingu hennar eða væntanlegan rekstur. Ástæðan var sú ein, að Alþingi voru mislagðar hendur þegar ný lög voru sett um stjórn vatnamála árið 2011. Fyrir mistök var ein lagagrein orðuð eins og Alþingi væri þar að banna allar framkvæmdir sem hafa áhrif á vatn (á vatnshlot, eins og það er kallað). Það var þó alveg ljóst af umræðum á þingi á þeim tíma að Alþingi ætlaði sér aldrei að leggja allsherjar bann við t.d. brúarsmíði, hafnargerð eða vatnsaflsvirkjunum. Einhugur á Alþingi Eftir að Héraðsdómur Reykjavikur komst að sömu niðurstöðu í janúar sl. brást Alþingi hart við, að frumkvæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og samþykkti ný lög þar sem þetta var lagfært. Þessi nýju lög voru samþykkt af öllum viðstöddum þingmönnum, 57 talsins. Vilji löggjafans gæti ekki verið skýrari og Alþingi á hrós skilið fyrir að leiðrétta mistök sín um leið og bent var á þau. Saga undirbúnings Hvammsvirkjunar er orðin löng og umsóknarferli ákaflega langt og flókið. Það var því óheppilegt að þessi mistök við lagasetningu skyldu bætast þar ofan á en við hljótum að halda ótrauð áfram. Hvammsvirkjun verður áttunda aflstöðin á svæðinu og sú fyrsta í byggð. Með því að virkja fall Þjórsár neðan núverandi virkjana vill Landsvirkjun hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir. Það hefur verið leiðarljós orkufyrirtækis þjóðarinnar í sextíu ár og verður áfram. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun mun áfram vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs og auka þá orkuvinnslu í takt við vaxandi kröfur samfélagsins. Mistök við lagasetningu fyrir 14 árum verða eflaust til þess að tefja uppbyggingu Hvammsvirkjunar en þær tafir stafa ekki á nokkurn hátt af því að áformum okkar sé ábótavant. Hvammsvirkjun er vandað og vel undirbúið verkefni og þegar hverflar virkjunarinnar fara að snúast fáum við langþráða orku til orkuskipta, nýsköpunar og áframhaldandi velsældar. Nokkuð hefur borið á misskilningi í kjölfar dóms Hæstaréttar sem féll sl. miðvikudag og fullyrðingar heyrst um að nú sé Hvammsvirkjun jafnvel úr sögunni. Ekkert er fjær lagi. Í málinu komst æðsti dómstóll landsins að þeirri niðurstöðu að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar væri ógilt. Ekki vegna þess að neitt væri athugavert við hönnun virkjunarinnar, áætlanir um uppbyggingu hennar eða væntanlegan rekstur. Ástæðan var sú ein, að Alþingi voru mislagðar hendur þegar ný lög voru sett um stjórn vatnamála árið 2011. Fyrir mistök var ein lagagrein orðuð eins og Alþingi væri þar að banna allar framkvæmdir sem hafa áhrif á vatn (á vatnshlot, eins og það er kallað). Það var þó alveg ljóst af umræðum á þingi á þeim tíma að Alþingi ætlaði sér aldrei að leggja allsherjar bann við t.d. brúarsmíði, hafnargerð eða vatnsaflsvirkjunum. Einhugur á Alþingi Eftir að Héraðsdómur Reykjavikur komst að sömu niðurstöðu í janúar sl. brást Alþingi hart við, að frumkvæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og samþykkti ný lög þar sem þetta var lagfært. Þessi nýju lög voru samþykkt af öllum viðstöddum þingmönnum, 57 talsins. Vilji löggjafans gæti ekki verið skýrari og Alþingi á hrós skilið fyrir að leiðrétta mistök sín um leið og bent var á þau. Saga undirbúnings Hvammsvirkjunar er orðin löng og umsóknarferli ákaflega langt og flókið. Það var því óheppilegt að þessi mistök við lagasetningu skyldu bætast þar ofan á en við hljótum að halda ótrauð áfram. Hvammsvirkjun verður áttunda aflstöðin á svæðinu og sú fyrsta í byggð. Með því að virkja fall Þjórsár neðan núverandi virkjana vill Landsvirkjun hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir. Það hefur verið leiðarljós orkufyrirtækis þjóðarinnar í sextíu ár og verður áfram. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun