Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Íþróttadeild Sýnar skrifar 10. júlí 2025 21:31 Íslenska liðið þjappaði sér saman í restina en stærstur hluti leiksins var ekki góður Vísir/Anton Brink Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. Sveindís Jane skoraði fyrsta mark leiksins og var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Það gekk illa að tengja saman á milli varnar og sóknar í kvöld og miðja Íslands var algjörlega ósýnileg á köflum en góður lokasprettur hjá Íslandi lagaði stöðuna aðeins til. Það breytir þó ekki svekkelsinu og Ísland er úr leik með núll stig. Einkunnir liðsins má sjá hér að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [4] Hefði mögulega átt að gera betur bæði í öðru og fjórða marki Noregs. Var svo skilin eftir varnarlaus í þriðja markinu þegar íslenska vörnin var spiluð sundur og saman. Greip ágætlega inn í inn á milli en heilt yfir ekki góð frammistaða. Sædís Rún Heiðarsdóttir vinstri bakvörður [4] Uppspilið var ýmist á leið til vinstri eða í gegnum Ingibjörgu og það gekk ekki vel. Varnarlína Íslands leit einfaldlega mjög illa út á löngum köflum í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Fyrirliðinn reyndi greinilega að hvetja sínar konur áfram í kvöld en línan öll á hælunum oft og Glódís engin undantekning. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [3] Uppspilið átti greinilega oft að byrja hjá Ingibjörgu sem gekk brösulega. Komst aldrei í sinn takt í kvöld. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Mjög ólík sjálfri sér í þessum leik, óörugg, stundum illa staðsett og skilaði boltanum illa frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Alveg týnd á miðjunni á löngum köflum en átti skallann sem datt fyrir Sveindísi í fyrsta markinu. Fór af velli á 82. mínútu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [3] Alveg týnd á miðjunni og skipt útaf á 57. mínútu fyrir Hildi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [3] Svo til alveg týnd á miðjunni. Átti hornspyrnuna sem gaf af sér fyrsta mark Íslands. Katla Tryggvadóttir, vinstri vængmaður [3] Sást lítið í leiknum, kannski vegna þess að boltinn fór oftar en ekki í gegnum hinn vænginn hjá Sveindísi. Skipt útaf á 57. mínútu fyrir Öglu Maríu. Sandra María Jessen, framherji [5] Var oft alein að kljást við tvo til þrjá varnarmenn meðan að íslenska liðið reyndi að koma sér í stöðu. Erfitt hlutverk í leik þar sem miðjan var ekki að tengja á milli sóknar og varnar. Fékk hálfgert dauðafæri á 70. mínútu sem endaði í hliðarnetinu. Fór af velli á 71. mínútu fyrir Hlín. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri vængmaður [8] Hljóp og vann val allan leikinn. Skoraði fyrsta mark Íslands og lagði upp næsta sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Langbesti leikmaður Íslands í dag. Varamenn Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Kom inn á með baráttu og djöfulgang í erfiðri stöðu. Dagný Brynjarsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Líkt og Agla þá kom Dagný inn á þegar liðið var í brekku en kom með smá festu inn á miðjuna. Skellti svo í vitlaust innkast í blálokin þegar Ísland hefði getað brunað í síðustu sókn leiksins í uppbótartíma. Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu á 71 . mínútu. [7] Mjög flott innkoma hjá Hlín. Skoraði mark með öruggri afgreiðslu og fiskaði svo vítaspyrnu í uppbótartíma Amanda Andradóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 71 . mínútu [5] Við skoruðum tvö mörk eftir að Amanda kom inn á, svo eitthvað gerði hún rétt. Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Alexöndru Jóhannsdóttir á 82. mínútu. [Spilaði of lítið] EM 2025 í Sviss Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Sveindís Jane skoraði fyrsta mark leiksins og var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Það gekk illa að tengja saman á milli varnar og sóknar í kvöld og miðja Íslands var algjörlega ósýnileg á köflum en góður lokasprettur hjá Íslandi lagaði stöðuna aðeins til. Það breytir þó ekki svekkelsinu og Ísland er úr leik með núll stig. Einkunnir liðsins má sjá hér að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [4] Hefði mögulega átt að gera betur bæði í öðru og fjórða marki Noregs. Var svo skilin eftir varnarlaus í þriðja markinu þegar íslenska vörnin var spiluð sundur og saman. Greip ágætlega inn í inn á milli en heilt yfir ekki góð frammistaða. Sædís Rún Heiðarsdóttir vinstri bakvörður [4] Uppspilið var ýmist á leið til vinstri eða í gegnum Ingibjörgu og það gekk ekki vel. Varnarlína Íslands leit einfaldlega mjög illa út á löngum köflum í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Fyrirliðinn reyndi greinilega að hvetja sínar konur áfram í kvöld en línan öll á hælunum oft og Glódís engin undantekning. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [3] Uppspilið átti greinilega oft að byrja hjá Ingibjörgu sem gekk brösulega. Komst aldrei í sinn takt í kvöld. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Mjög ólík sjálfri sér í þessum leik, óörugg, stundum illa staðsett og skilaði boltanum illa frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Alveg týnd á miðjunni á löngum köflum en átti skallann sem datt fyrir Sveindísi í fyrsta markinu. Fór af velli á 82. mínútu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [3] Alveg týnd á miðjunni og skipt útaf á 57. mínútu fyrir Hildi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [3] Svo til alveg týnd á miðjunni. Átti hornspyrnuna sem gaf af sér fyrsta mark Íslands. Katla Tryggvadóttir, vinstri vængmaður [3] Sást lítið í leiknum, kannski vegna þess að boltinn fór oftar en ekki í gegnum hinn vænginn hjá Sveindísi. Skipt útaf á 57. mínútu fyrir Öglu Maríu. Sandra María Jessen, framherji [5] Var oft alein að kljást við tvo til þrjá varnarmenn meðan að íslenska liðið reyndi að koma sér í stöðu. Erfitt hlutverk í leik þar sem miðjan var ekki að tengja á milli sóknar og varnar. Fékk hálfgert dauðafæri á 70. mínútu sem endaði í hliðarnetinu. Fór af velli á 71. mínútu fyrir Hlín. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri vængmaður [8] Hljóp og vann val allan leikinn. Skoraði fyrsta mark Íslands og lagði upp næsta sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Langbesti leikmaður Íslands í dag. Varamenn Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Kom inn á með baráttu og djöfulgang í erfiðri stöðu. Dagný Brynjarsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Líkt og Agla þá kom Dagný inn á þegar liðið var í brekku en kom með smá festu inn á miðjuna. Skellti svo í vitlaust innkast í blálokin þegar Ísland hefði getað brunað í síðustu sókn leiksins í uppbótartíma. Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu á 71 . mínútu. [7] Mjög flott innkoma hjá Hlín. Skoraði mark með öruggri afgreiðslu og fiskaði svo vítaspyrnu í uppbótartíma Amanda Andradóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 71 . mínútu [5] Við skoruðum tvö mörk eftir að Amanda kom inn á, svo eitthvað gerði hún rétt. Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Alexöndru Jóhannsdóttir á 82. mínútu. [Spilaði of lítið]
EM 2025 í Sviss Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira