Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Aron Guðmundsson skrifar 10. júlí 2025 21:50 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins á blaðamannafundi eftir leik rétt áðan. Vísir/Getty Þorsteinn Halldórsson hefur löngunina og telur sig hafa getuna í að starfa áfram sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en gerir sér grein fyrir því að ákvörðunin er ekki bara hans að taka. Ísland lauk leik á EM í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi í lokaumferð A-riðils. Ísland var langt frá því að ná markmiði sínu á mótinu, sem var að komast í átta liða úrslit, og lýkur leik á botni síns riðils án stiga og tap í öllum þremur leikjum sínum á bakinu. Mikil umræða hefur skapast um framtíð landsliðsþjálfarans sem var inntur svara við því á blaðamannafundi hvort honum langaði að halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Mig langar að halda áfram,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik. „Það er ekkert launungarmál. Ég elska þetta starf, elska að vera í þessu krefjandi starfi. Auðvitað er ég ekkert sáttur með árangurinn undanfarin, langt því frá en samt hef ég löngun til að halda áfram. Ég tel mig hafa getuna í það.“ Hann veit það þó vel að ákvörðunin er ekki bara hans að taka og að löngunin ein og sér nægi ekki. „Það er náttúrulega eitthvað sem verður tekið fyrir og farið yfir þegar að við komum heim. Auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að ég þarf líka að fara yfir mína vinnu, minn undirbúning, hvernig ég nálgast liðið, hvernig ég vel það og allan þennan pakka. Auðvitað þarf ég að greina það allt líka sjálfur, fara yfir mótið og allt það. Það er erfitt fyrir mig að svara öllu nákvæmlega í kringum þetta en þetta er bara framtíðarmál. Ég ræð þessu ekki sjálfur. Ég sest bara niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir þetta og svo verður einhver ákvörðun tekin byggt á einhverjum grunni sem menn telja að sé rétt að gera. Hvort menn telji að ég eigi að hætta eða ekki er eitthvað sem verður tekið til skoðunar þegar að fram líða stundir.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Ísland lauk leik á EM í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi í lokaumferð A-riðils. Ísland var langt frá því að ná markmiði sínu á mótinu, sem var að komast í átta liða úrslit, og lýkur leik á botni síns riðils án stiga og tap í öllum þremur leikjum sínum á bakinu. Mikil umræða hefur skapast um framtíð landsliðsþjálfarans sem var inntur svara við því á blaðamannafundi hvort honum langaði að halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Mig langar að halda áfram,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik. „Það er ekkert launungarmál. Ég elska þetta starf, elska að vera í þessu krefjandi starfi. Auðvitað er ég ekkert sáttur með árangurinn undanfarin, langt því frá en samt hef ég löngun til að halda áfram. Ég tel mig hafa getuna í það.“ Hann veit það þó vel að ákvörðunin er ekki bara hans að taka og að löngunin ein og sér nægi ekki. „Það er náttúrulega eitthvað sem verður tekið fyrir og farið yfir þegar að við komum heim. Auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að ég þarf líka að fara yfir mína vinnu, minn undirbúning, hvernig ég nálgast liðið, hvernig ég vel það og allan þennan pakka. Auðvitað þarf ég að greina það allt líka sjálfur, fara yfir mótið og allt það. Það er erfitt fyrir mig að svara öllu nákvæmlega í kringum þetta en þetta er bara framtíðarmál. Ég ræð þessu ekki sjálfur. Ég sest bara niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir þetta og svo verður einhver ákvörðun tekin byggt á einhverjum grunni sem menn telja að sé rétt að gera. Hvort menn telji að ég eigi að hætta eða ekki er eitthvað sem verður tekið til skoðunar þegar að fram líða stundir.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04
Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31
Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19