„Það var köld tuska í andlitið“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. júlí 2025 22:35 Hlín í þann mund að skora annað mark Íslands í leiknum Vísir/Getty Hlín Eiríksdóttir átti frábæra innkomu af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði lokaleik sínum á EM gegn Noregi 4-3 en hún bæði skoraði mark og fiskaði vítaspyrnu. Bekkjarsetan í síðasta leik fór ekki vel í hana en hún virðir ákvarðanir þjálfarans. Hlín mætti í viðtal til Sindra Sverrissonar eftir leikinn sem spurði Hlín hvort það mætti ekki taka einhverja jákvæða punkta út úr þessum leik, eins og lokakaflann þar sem Hlín kom mikið við sögu. „Ég held að við getum alveg tekið það sem jákvæðan punkt að við erum nálægt því að koma til baka og hefðum mögulega getað jafnað leikinn. Við bitum aðeins frá okkur í lokin, það er eitthvað jákvætt sem við getum tekið með okkur. En síðan þurfum við að líta inn á við og skoða hvernig við breytum öllu þessu neikvæða í jákvæða hluti.“ Klippa: Viðtal við Hlín Eiríksdóttir Hlín var í byrjunarliði Íslands gegn Finnlandi í fyrsta leik en kom ekkert við sögu í síðasta leik. Hún viðurkenndi að það hefði verið svekkjandi og rúmlega það. „Það var alveg köld tuska í andlitið ég viðurkenni það alveg. Þetta er alveg búið að vera erfitt en ég er stolt af því hvernig ég sjálf hef tæklað þetta. Ég var klár þegar kallið kom, fannst ég spila ágætlega þegar ég kom inn á í dag.“ Ekki alltaf sammála Steina Aðspurð hvort bekkjarsetan hefði mögulega verið óverðskulduð gat hún að einhverju leyti tekið undir það en hún væri þó fyrst og fremst liðsmaður og sátt með sína innkomu í dag. „Ég er alveg stundum ósammála Steina en hann tekur ákvarðanirnar. Ég er bara liðsmaður og ég geri allt sem ég get til að hjálpa liðinu. En eins og ég sagði þá fannst mér þetta kannski að sumu leyti smá ósanngjarnt en allir hafa sínar skoðanir“ Eins og aðrir leikmenn Íslands viðurkenndi Hlín fúslega að niðurstaðan væri sár vonbrigði og engan veginn í takt við það sem liðið ætlaði sér á mótinu. „Auðvitað er þetta mjög mikil vonbrigði. Við ætluðum okkur að gera stærri hluti og við vorum með yfirlýst markmið að fara í 8-liða úrslitin. Vorum ekki í séns einu sinni fyrir leikinn í dag sem er auðvitað frekar mikil vonbrigði. En þetta er búinn að vera góður tími að mörgu leyti og reynsla sem við tökum með okkur. En að sjálfsögðu þurfum við að líta inn á við. Við þurfum að bæta okkur, við eigum mikilvæga leiki í haust og þurfum að spila betur þar.“ Fagnar allri umræðu Margir hafa gagnrýnt liðið síðustu daga en Hlín hefur ekkert fylgst með því. Hún fagnar þó umræðunni. „Ég hef ekkert fylgst með því. Ég ákvað bara sjálf að fylgjast ekki með umræðunni. En mér finnst bara geggjað að það sé umræða, það er mjög jákvætt.“ Hlín er ekki á því að leggja árar í bát, enda stutt í undankeppni HM og hún er sannfærð um að það búi mikið í liðinu. „Ég held að framtíðin sé björt. Við erum með mjög gott lið ef maður lítur bara á leikmennina sem við erum með. Að sjálfsögðu hefur þetta ekki alveg smollið í síðustu leikjum en ég held að við þurfum að vera bjartsýn. Ég er sannfærð um að við getum gert betur sem lið.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
Hlín mætti í viðtal til Sindra Sverrissonar eftir leikinn sem spurði Hlín hvort það mætti ekki taka einhverja jákvæða punkta út úr þessum leik, eins og lokakaflann þar sem Hlín kom mikið við sögu. „Ég held að við getum alveg tekið það sem jákvæðan punkt að við erum nálægt því að koma til baka og hefðum mögulega getað jafnað leikinn. Við bitum aðeins frá okkur í lokin, það er eitthvað jákvætt sem við getum tekið með okkur. En síðan þurfum við að líta inn á við og skoða hvernig við breytum öllu þessu neikvæða í jákvæða hluti.“ Klippa: Viðtal við Hlín Eiríksdóttir Hlín var í byrjunarliði Íslands gegn Finnlandi í fyrsta leik en kom ekkert við sögu í síðasta leik. Hún viðurkenndi að það hefði verið svekkjandi og rúmlega það. „Það var alveg köld tuska í andlitið ég viðurkenni það alveg. Þetta er alveg búið að vera erfitt en ég er stolt af því hvernig ég sjálf hef tæklað þetta. Ég var klár þegar kallið kom, fannst ég spila ágætlega þegar ég kom inn á í dag.“ Ekki alltaf sammála Steina Aðspurð hvort bekkjarsetan hefði mögulega verið óverðskulduð gat hún að einhverju leyti tekið undir það en hún væri þó fyrst og fremst liðsmaður og sátt með sína innkomu í dag. „Ég er alveg stundum ósammála Steina en hann tekur ákvarðanirnar. Ég er bara liðsmaður og ég geri allt sem ég get til að hjálpa liðinu. En eins og ég sagði þá fannst mér þetta kannski að sumu leyti smá ósanngjarnt en allir hafa sínar skoðanir“ Eins og aðrir leikmenn Íslands viðurkenndi Hlín fúslega að niðurstaðan væri sár vonbrigði og engan veginn í takt við það sem liðið ætlaði sér á mótinu. „Auðvitað er þetta mjög mikil vonbrigði. Við ætluðum okkur að gera stærri hluti og við vorum með yfirlýst markmið að fara í 8-liða úrslitin. Vorum ekki í séns einu sinni fyrir leikinn í dag sem er auðvitað frekar mikil vonbrigði. En þetta er búinn að vera góður tími að mörgu leyti og reynsla sem við tökum með okkur. En að sjálfsögðu þurfum við að líta inn á við. Við þurfum að bæta okkur, við eigum mikilvæga leiki í haust og þurfum að spila betur þar.“ Fagnar allri umræðu Margir hafa gagnrýnt liðið síðustu daga en Hlín hefur ekkert fylgst með því. Hún fagnar þó umræðunni. „Ég hef ekkert fylgst með því. Ég ákvað bara sjálf að fylgjast ekki með umræðunni. En mér finnst bara geggjað að það sé umræða, það er mjög jákvætt.“ Hlín er ekki á því að leggja árar í bát, enda stutt í undankeppni HM og hún er sannfærð um að það búi mikið í liðinu. „Ég held að framtíðin sé björt. Við erum með mjög gott lið ef maður lítur bara á leikmennina sem við erum með. Að sjálfsögðu hefur þetta ekki alveg smollið í síðustu leikjum en ég held að við þurfum að vera bjartsýn. Ég er sannfærð um að við getum gert betur sem lið.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira